Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 37
brautaskóla Suðurnesja. Svo þegar
ég var að velja mér háskólanámið
þá lá kannski beinast við að fara
í viðskiptafræðina. Ég var í smá
mótþróa í einhvern tíma. Ég ákvað
að fara í mannfræði. Mér fannst
það meira töff heldur en að fara í
það sem allir hinir voru að fara í.
Á þessum tíma, árið 1991, þá vorum
við að ganga í gegnum niðursveiflu.
Þá var voða mikið talað um það að
það myndi enginn fá vinnu og allt
var í einhverjum leiðindum. Ég fór
í mannfræðina sem ég sé ekki eftir
því það var alveg ótrúlega skemmti-
legt og ég lærði mikið. Það hefur
alveg hjálpað mér í starfi mínu, þú
þarft ekki síst að vera félagsfræð-
ingur þegar þú ert í svona starfi
í banka og að takast á við svona
breytingar eins og ég hef verið að
gera undanfarin ár. En svo sá ég
það að ég vildi fara í banka eða í
fjármálastofnun og fór í viðskipta-
fræði. Til að fara svona milliveginn
þá skrifaði ég ritgerðina mína um
stjórnun á „non-profit“ listastofn-
unum. Ég hafði mikinn áhuga og
hef alltaf haft á list og menningu.“
Hvert var fyrsta starfið þitt eftir
það?
„Ég fór að vinna hjá Íslandsbanka,
1991, og fór þá að vinna í alþjóða-
deildinni sem þá var í Ármúla í
Reykjavík. Þar var ég í einhvern
tíma áður en ég réði mig svo inn
sem lánastjóra og fór að vera lán-
astjóri í höfuðstöðvum. Svo eignað-
ist ég stelpurnar, tvíburana Sóleyju
og Stefaníu, og fór til Edinborgar.
Þá fór Reynir, maðurinn minn, í
MBA-nám. Ég tók mér ársleyfi.
Það var æðislegt. Svo kom ég heim
og tók að mér að leiða Íslands-
banka í Keflavík og var þar í tíu,
ellefu ár. Það hafa verið færri fyrir-
myndir fyrir stelpur í þessum geira
sem ég er í. Það er nú búið að breyt-
ast mikið þó það megi alltaf betur
gera en ég man að ég átti alltaf eina
fyrirmynd þegar ég var að vinna
í Verslunarbankanum með Fjöl-
braut. Þá var Jóhanna Reynisdóttir
útibússtjóri og það þóttu nú alveg
fréttir til næsta bæjar. Ég man að
ég hugsaði alltaf: „Ég ætla að verða
útibússtjóri líka“. Það er eins og
sagt er, „If you can’t see it, you can’t
be it.“ Það skiptir máli.“
Þú ert þarna ung kona að taka
við bankastjórastarfi sem var
náttúrulega mjög karllægt starf í
gamla daga og hefur lengi verið.
Fannstu eitthvað fyrir því þegar
þú varst að byrja?
„Já, ég var fengin til að tala á ráð-
stefnu fyrir ungar konur, ég held
það séu komin þrjú eða fjögur ár
síðan. Ég átti að tala um ljónin í
veginum og hvort þau væru fyrir
einhverjar ungar konur sem væru
að feta starfsframa sinn. Ég upp-
lifði það aldrei að það hefðu verið
ljón í vegi mínum. Þetta snýst auð-
vitað allt dálítið um hugarfar og
hvernig þú ert sjálfur. Ég var ung
og líklega með þeim yngri sem tók
við þessu starfi en mér fannst það
bara vera kostur. Mér fannst þetta
svo skemmtilegt starf. Ég var bara
brjálæðislega metnaðarfull og auð-
vitað var ég að hugsa um starfs-
frama minn. Mér leið ofboðslega
vel í þessu starfi og fannst frábært
að vera í Keflavík. Ég er náttúru-
lega Keflvíkingur. Ég segi alltaf,
ég er bara landsbyggðartútta og
það er líka mjög gott að hafa slíka
fjölbreytni í framkvæmdastjórn
eins og Íslandsbanki er. Eitt af
– segir Una Steinsdóttir sem hefur verið
í framlínu Íslandsbanka í þrjátíu ár
þeim heimsmarkmiðum sem við
vinnum eftir er til dæmis jafn-
rétti. Það skiptir mjög miklu máli,
kyn, aldur, hvaðan þú kemur, hver
uppruni þinn er og svo framvegis.
Það var rosalega gaman að vera í
Keflavík.“
Hvað fannst þér þú læra mest á
þessum tíma?
„Að kynnast fólki. Í þjónustu, það
að vera í banka, er fyrst og fremst
það að kunna að þjóna fólki.
Þjónustan er list og þú ert góður
í þjónustu ef þú kannt að setja
þig í spor annarra og skilja við-
mælandann, skilja þann sem þú
ert að tala við. Hvaðan er hann að
koma? Hvað er viðkomandi við-
skiptavinur að hugsa? Af hverju
er hann að segja þetta? Það lærir
maður mest. Mér finnst líka gaman
í dag. Ég er búin að vera rúm þrjá-
tíu ár í banka. Það er brjálæðislega
skrýtið. Ég man það var gamall og
góður bankamaður sem sagði við
mig þegar ég var að byrja, þá var
ég að koma með eitthvað lánamál
fyrir lánafund og hann spurði mig
eitthvað út í þá sem voru á bak við
þetta fyrirtæki. Ég vissi það ekki og
þá sagði hann: „Una, maður verður
að vita hvað fólkið er, hvaðan það
kemur og svo framvegis.“ Það
skiptir máli. Maður á bara að
þekkja fólk. Það er það sem mér
fannst skemmtilegast, að þjóna,
fara fram úr væntingum og vera
bara skemmtilegur. En þetta er líka
flókið. Þetta er ekki alltaf já, heldur
líka nei. Það að kunna að segja nei
er líka ákveðin þjónusta.“
Smá vandi líka, finnst manni.
„Já, þetta er ekkert alltaf stuð. Það
er bara alls ekkert alltaf búið að
vera stuð en þetta er ofboðslega
fjölbreytt og skemmtilegt starf.“
Unga bankakonan
En svo fórstu til Reykjavíkur og
fórst aðeins upp stigann eftir að
hafa verið að stýra Keflavíkurúti-
búinu.
„Já, algjörlega. Mér var boðin
framkvæmdastjórastaða 2007
og þá yfir útibúasviðinu. Það var
bara alveg draumastarf fyrir mig.
Það var engin spurning, ég tók
þeirri áskorun. Þá fór ég að vinna
í Reykjavík, í september 2007,
svona korteri fyrir hrun. Ég hélt ég
hefði verið svo rosalega hólpin að
fá besta starf í heimi. Það breyttist
aðeins.“
Þú varst áberandi sem ung kona,
útibússtjóri í banka, og hefur
alltaf verið mikil Suðurnesja-
kona. Nú fór svæðið frekar illa út
frá margumtalaða hruni. Svæðið
hefur gengið í gegnum miklar
sveiflur. Hvernig finnst þér Suður-
nesin í dag?
„Þegar ég var að byrja 1996 var
niðursveifla á Íslandi og ég man
það mjög vel á Suðurnesjum. Þetta
kemur í rosa djúpum sveiflum. Það
geta verið mjög ýktar sveiflurnar
á Suðurnesjunum vegna þess að
þetta er þannig samfélag, tengist
fluginu og svo framvegis og ég held
að það verði alltaf þannig, að þetta
blási út og skreppi saman. Þess
vegna skiptir svo miklu máli að
Mikilvægt að
sjá tækifærin í
breytingunum
horfa til lengri tíma og setja sér
langtímamarkmið. Það finnst mér
hafa tekist rosalega vel á Suður-
nesjum. Við erum að sjá svo mikla
fólksfjölgun og uppbyggingu sem
er frábært. Við verðum náttúru-
lega bara vör við það í bankanum.
Að sjá hvernig það hefur tekist að
búa til þetta samfélag, þetta frum-
kvöðlasamfélag og þennan kraft
t.d. á Ásbrú, á þessum þó stutta
tíma, af því að herinn lét sig hverfa
bara einn góðan veðurdag. Það var
nú eitt áfallið. Við náðum að snúa
þessari ógn í mikið tækifæri. Að
snúa öllum breytingum og erfið-
leikum í einhvers konar tækifæri
hljómar kannski klisjukennt en
það er bara þannig. Það er ótrúlega
gaman að sjá uppbygginguna og
hversu vel hefur gengið á Suður-
nesjum. Maður tekur eftir því.“
Þannig þú ert bjartsýn fyrir hönd
Suðurnesja?
„Að sjálfsögðu. Það er þessi fjöl-
breytileiki sem skiptir máli. Þetta
snýst um okkur Ísland. Það er bara
ótrúlega mikil uppbygging á Suður-
nesjum. Ég er stolt af því að vera úr
Keflavík.“
Þú kemur í bankann rétt fyrir
bankahrunið. Hvernig var að fara
í gegnum það?
„Þetta var bara svaka verkefni.
Maður þurfti algjörlega á öllu sínu
að halda, eins og öll íslenska þjóðin.
Þetta var erfitt fyrir alla og þetta
var líka erfitt fyrir bankafólk, ekki
síst fólkið sem var í framlínu í
beinum samskiptum við viðskipta-
vininn. Það var auðveldara að vera
kannski upp á hæð í Kirkjusand-
inum en þetta var bara erfitt. En
auðvitað er maður með svakalega
reynslu í bakpokanum eftir þetta
sem maður tekur svo með sér inn í
framtíðina.“
Allir erfiðleikar blikna
Una er gift Keflvíkingnum Reyni
Valbergssyni og þau eiga tvíbura-
dæturnar Stefaníu og Sóleyju.
Eins og lesa má í þessu viðtali
hefur Unu gengið vel í vinnunni
og í fjölskyldunni en hún hefur
misst móður sína og báða bræður
á stuttum tíma. Þeir létust báðir í
vinnuslysum. Við spurðum Unu út í
sorgina, sem hún hefur kynnst.
„Já, við höfum gert það. Það
kynnast allir sorginni. Sorgin og
gleðin, þetta eru systur. Hún kom
óvænt til okkar, sorgin, 2010 þegar
Gummi bróðir dó í sjóslysi. Svo lést
mamma eftir stutt veikindi tveimur
árum seinna. Fyrir tveimur árum
lést svo elsti bróðir minn, hann
Einar, í vinnuslysi. Þetta voru mikil
áföll.
Hvaða áhrif hafði þetta á þig?
„Þetta var náttúrlega bara ótrúlega
erfitt fyrir okkur öll í fjölskyldunni,
pabba, Dagnýju systur, mágkonu
mína og börn. Varla hægt að lýsa
því. Allir erfiðleikar blikna í saman-
burði við eitthvað svona. Þetta
var alveg rosalega erfitt. Lífið fer
bara í allt annað samhengi. Maður
botnar lífið og það eru svo margir
sem eru að lenda í sorg alla daga
en við lærum að lifa með sorginni
og minnumst góðra stunda með
fólkinu okkar sem er fallið frá.“
Þú getur séð viðtalið
við Unu og átta aðra þætti
af Suður með sjó á vef
Víkurfrétta, vf.is, undir
„Sjónvarp“
37MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM