Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 18
Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, botnaði nokkrar setningar í aðdraganda jóla. Aðventan er í mínum huga … tími kósíheita og að njóta lífsins Ég skreyti … strax í byrjun desember. Það er svo gott að lýsa upp skammdegið. Jólahlaðborðið … er sleppt í ár. Grænar baunir eru … alger- lega nauðsynlegar með hangi- kjötinu. Laufabrauð … er náttúrlega langbest að norðan og algjört „möst“ um jólin. Það eru engin jól án laufabrauðs. Jólaskraut fer utan á hús mitt … strax í byrjun desember. Jólatréð skreytum við … viku fyrir jól. Jólastemmningin … er í faðmi fjöl- skyldunnar í rólegheitum. Hangikjöt er … alger unaður! Malt og Appelsín eru … brúnt og appelsínugult ;-) Jólasveinarnir eru … dásamleg kvikindi sem bæði skelfa mann og gleðja. Ég kaupi alltaf jólagjöfina handa maka mínum … saman með eigin- konunni, við gefum okkur saman eitthvað fallegt fyrir heimilið. Á Þorláksmessu fer ég … EKKI í skötuveislu! Aðfangadagur er … 24. desember minnir mig ;-) Um áramótin ætla ég … að gleðj- ast saman með vinum mínum á alþjóðlegu listahátíðinni Ferskum Vindum í Suðurnesjabæ. Áramót- unum verður fagnað með fólki alls staðar að úr heiminum og fjöl- skyldunni að sjálfsögðu. Getur ekki orðið betra. Gleðilegt 2020! Hangikjöt er … alger unaður! Listahátíðin Ferskir vindar er nú hafin og gestir streyma til Suður- nesjabæjar þar sem þeir munu vinna að listsköpun næsta mánuðinn. „Listamennirnir sem dvelja í Suður- nesjabæ koma hvaðanæva að úr heim- inum og það verður spennandi að sjá afrakstur vinnu þeirra sem verður til sýnis í byrjun janúar 2020. Við hvetjum íbúa Suðurnesjabæjar til þess að taka vel á móti gestum okkar sem munu lífga upp á bæjarbraginn næstu daga og munu m.a. heimsækja skólana okkar,“ segir á vef Suður- nesjabæjar. Þess má geta að Halldór Lárusson, tónlistarmaður og skólastjóri Tón- listarskóla Sandgerðis, er einn þeirra listamanna sem taka þátt í hátíðinni að þessu sinni. Fylgjast má með hátíðinni á heima- síðu hennar og facebook síðunni Fresh Winds Iceland. Ferskir vindar byrjaðir að blása í Suðurnesjabæ FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222 Bílakjarninn ehf · Njarðarbraut 13 · 260 Reykjanesbæ · Sími: 421 2999 V I Ð Ó S K U M S U Ð U R N E S J A M Ö N N U M Ö L L U M G L E Ð I L E G R A R J Ó L A H Á T Í Ð A R M E Ð Þ Ö K K F Y R I R Á N Æ G J U L E G V I Ð S K I P T I Á Á R I N U S E M E R A Ð L Í Ð A munið gjafabréfin vinsælu tilvalin í jólapakkann Full búð af flottum jólafötum 18 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.