Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 20
Ásmundur Friðriksson: Trúlega einn mesti jólakortasendari allra tíma Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Home Alone kemur fjöl- skyldunni í brosmilt jólaskap. Sendir þú jólakort eða hefur Fa- cebook tekið yfir? Ég er trúlega einn mesti jólakortasendari allra tíma. Byrjaði í Barnaskólanum í Vestmannaeyjum þegar við börnin sendum heimatilbúin kort á milli bekkja. Frá þeim tíma hef ég flest öll jól látið hanna, teiknað eða málað mín eigin jólakort. Þegar kortin voru komin í 500 og tíminn orðinn knappur í allar skriftirnar og skila- boðin hætti ég alveg fyrir síðustu jól og sendi kveðju á fésbókinni. Ertu vanafastur um jólin, er eitt- hvað sem þú gerir alltaf um há- tíðarnar? Við Sigga erum jólabörn og vanaföst. Ég undirbý matinn á Þorláksmessu fyrir aðfangadags- kvöld sem Sigga ber á borð á meðan ég fer til kirkju. Sigga sér um heitan, reyktan og feitan frampart á jóla- dag og þá koma oft margir í heim- sókn og borða með okkur. Ég fer alltaf í kirkju á aðfangadagskvöld og oftar um jólin. Lesum saman jólakortin og fjölskyldan spilar oftast á jóladag. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Rafmagnsflugvélin sem Gilli frændi gaf mér þegar ég var fimm ára árið 1961 og við áttum heima í Stakkholti hjá ömmu og afa. Vélin var í litum og merkt Luft- hansa, keyrði um og ljós blikkuðu á vængjum. Einstakt eintak sem engin annar átti í Eyjum. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Jólatréskemmtunin í Betel fyrir hver jól þar sem frændur mínir Óskar og Einar í Betel stjórnuðu samkomunni. Jólatréð undir súð á loftinu í Stakkholti og englahárið sem gerði ljósin kringlótt á trénu og ég gat starað á tímunum saman. Jólasveinninn í búðaglugganum hjá Axel Ó og skreytingin á Rafveitu Vestmannaeyja sem fór undir hraun. Jólasveinarnir á þrettándanum upp á Há, ganga þeirra um bæinn, flug- eldar, púkar og tröll. Hvað er í matinn á aðfangadag? Beinlausir fuglar eru alltaf í matinn hjá okkur Siggu. Langamma mín, Elín Þorsteinsdóttir, og langafi, Frið- rik Svipmundsson, áttu sín fyrstu jól í Eyjum árið 1904. Þau voru þá nýgift og höfðu beinlausa fugla í matinn sem er úrbeinuð lærisneið, upprúlluð með beikoni og þurrk- uðum ávöxtum. Núna 115 árum síðar erum við enn með þennan sið í minni fjölskyldu. Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar við fjölskyldan setj- umst við matarborðið eftir messu, prúðbúin með aftansöng í útvarpinu. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Nei, sú hugsun hefur ekki hvarflað að mér. Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Jólakúlur sem hafa fylgt okkur Siggu í 41 ár. Hvernig verð þú jóladegi? Tek góða jólagöngu á jóladagsmorgun, síðan borðar stórfjölskyldan saman og í seinni tíð er síðan langur náttfata- dagur. Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Markmið hennar er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans. Samningur um Sóknaráætlun Suðurnesja 2020 – 2024 var undirritaður þann 12. nóvember 2019 milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Tilgangur hennar er að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna. Sóknaráætlun Suðurnesja heldur utan um rúmlega 100 milljónir króna á ári og því renna rúmlega 500 milljónir króna frá ríkinu til Suðurnesja næstu fimm árin. Undirbúningur Sóknaráætlunar Suðurnesja 2020 – 2024 hóst í maí sl. á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum en Capacent hefur haldið utan um vinnuferli og samráðsfundi sem haldnir hafa verið vegna verkefnisins. Unnið var að mótun stefnunnar með því að eiga samráð við kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila á Suðurnesjum til þess að fá fram sjónarmið þeirra um Sóknaráætlunina og tengja áætlunina með markvissum hætti við ákvörðun áhersluverkefna og úthlutun verkefna úr uppbyggingarsjóði. Afurð þessarar vinnu er Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024 en þar má finna áherslur að endurskoðaðri framtíðarsýn, meginmarkmið og mælanleg markmið til næst ára. Við óskum eftir ábendingum frá íbúum landshlutans sem við munum taka tillit til og í einhverjum tilfellum breyta í samræmi við. Sóknaráætlun Suðurnesja 2020–2024 – Er þetta okkar framtíðarsýn? Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024 er nú til umsagnar á samráðsgátt Ísland.is en þar geta íbúar landshlutans komið með ábendingar áður en hún öðlast gildi á nýju ári. Samradsgatt.island.is sss.is 20 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.