Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 24
„Í stríðinu í Bosníu og Hersegóvínu árið 1992 voru framdir hrottalegir stríðsglæpir, glæpir gegn mannkyni og þjóðarmorð eins og í Srebrenica þar sem um það bil 8.000 karlkyns hermenn voru myrtir af serbneska hernum. Serbnesk þorp í Srebrenica og þorp þar í kring höfðu verið brennd af bosníska hernum sama ár og þjóðernishreinsað Serba. Mikil átök voru á meðal Króata og Bosníu-múslíma í Mostar, þar sem Króatar sprengdu Ot- toman-brúnna í borginni. Í lok stríðsins höfðu yfir 100 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurftu að flýja heimili sín vegna ofsókna vegna uppruna síns eða trúarbragða, þar af um ein milljón úr landinu sínu. Ísland var eitt af þeim ríkjum sem tók við flóttamönnum frá Bosníu.“ Jasmina Crnac var þar á meðal en hún flutti til Íslands, vestur á land, ásamt fjölskyldu sinni á milli jóla og nýárs árið 1996, ári eftir að stríðinu í Bos- níu lauk. Nokkrum árum áður höfðu frændur Jasminu flust til Íslands og spiluðu hér fótbolta, annar þeirra með Leiftri í Ólafsfirði. Á þessum tíma var Jasmina einungis 16 ára gömul og eftir gríðarlega átakanlega æsku var hún loksins komin í öruggt skjól til Íslands. Baráttan fyrir því að halda lífi sínu og fjölskyldunnar hafði þá staðið yfir í langan tíma sem er eitt- hvað sem ekki nokkurt barn ætti að þurfa að ganga í gegnum. Jasmina hitti blaðamann Víkurfrétta á Bókasafni Reykjanesbæjar og sagði frá sögu sinni og annarra flóttamanna og innflytjenda sem neyðst hafa að berjast fyrir lífi sínu, flýja heimili sín til að fá að búa við öryggi með fólkinu sem þau elska. Hluti af heild í Júgóslavíu „Þegar ég ólst upp þá var ég Júgó- slavi. Mér var kennt það í skólanum í fyrsta bekk. Þá var haldin stór hátíð þar sem strákarnir voru í dökkbláum buxum og hvítri skyrtu og stelpurnar klæddust dökkbláum pilsum og hvítri skyrtu. Við fengum svo öll húfu með stjörnu á, eins og er í kommúnista- ríkjunum, og settum það heiti að við myndum vernda land og þjóð. Það var svo gaman að upplifa þetta, að vera hluti af einhverri heild. Þarna var verið að gera okkur að þegnum en ekki verið að flokka okkur eftir því hvort við værum Serbar, Króatar eða Bosníumenn,“ segir Jasmina. Hún ólst upp í 50 þúsund manna sam- félagi í borginni Prijedor í Bosníu. Jasmina er ári eldri en bróðir sinn og fjölskyldan hennar hafði það nokkuð gott í heimalandinu. Móðir Jasminu starfaði sem skósmiður og vann hjá stóru fyrirtæki á meðan faðir hennar var vélfræðingur og starfaði sem yfir- maður. „Við ferðuðumst mjög mikið, fórum í margar útilegur og á hverju einasta ári fórum við á ströndina í tíu daga með stórum vinahóp. Ég þekkti ekkert annað en það að við hefðum það rosalega gott. Okkur skorti aldrei neitt.“ Árið 1991 hófst svo óróleiki í samfélag- inu þegar Jasmina var einungis tíu ára gömul. „Ég man það voru haldnir tónleikar til að halda frið og það var mikið talað um það. Á þessum tíma fór maður í fyrsta sinn að finna það að maður væri aðeins öðruvísi en hinir en í raun og veru skildi ég ekkert hvers vegna. Ég var heillengi að átta mig á því hvers vegna þetta stríð hefði byrjað en í dag, þegar ég hef farið yfir söguna, hef ég áttað mig á þessu.“ Ekkert rafmagn né rennandi vatn Bróðir Jasminu kom einn daginn heim úr skólanum og hafði þá verið í landafræðitíma. „Allt í einu var farið að kenna honum landafræði þannig að hann lærði hvar Serbarnir byggju og hvaða svæði væri ekki enn búið að ákveða hverjir fengju. Ég skildi þetta ekki og þurfti að spyrja mömmu. Árið 1992 byrjar svo stríðið á fullu.“ Foreldrar Jasminu voru Bosníu- múslimar og þar sem fjölskyldan bjó var hún ekki velkomin. „Þarna byrjaði þetta andlega ofbeldi í mínum heimabæ. Rosalega margir Bosníu- múslimar misstu vinnuna. Smám saman fór svo að verða rafmagnslaust og vatnslaust. Einhverjar línur voru þá klipptar. Rafmagnið kom stundum og þetta var bara upp og niður þangað til það fór alveg og við höfðum ekk- ert rafmagn né rennandi vatn. Fólk var heldur ekkert í vinnu þannig að samfélagið gekk ekkert. Samfélagið varð bara ruglað á þessum tíma. For- eldrar mínir misstu vinnuna og við áttum engan pening. Þarna byrjaði þessi hreinsun og við vorum látin fara úr íbúðinni til að tryggja það að einungis serbneska þjóðin gæti búið á þessu svæði.“ Vissu aldrei hver yrði næstur Fjölskyldan þurfti þá að flytja og finna sér nýjan samastað. Afi Jasminu hafði dáið fyrr um árið og því bjó amma hennar ein. Fjölskyldan flutt- ist til hennar og bjó í litlu herbergi í skúrnum án rafmagns. „Við fengum nokkurs konar kamínu í herbergið sem hægt var að elda á til að fá hita herbergið og þarna bjuggum við í tvö ár.“ Á þessum tíma var faðir Jasminu neyddur í vinnu frá morgni til kvölds Án vatns og rafmagns óttaðist fjölskyldan um líf sitt á hverjum einasta degi. Fólk ýmist dó vegna hungurs eða árása hersins. Þjóðernishreinsun hafði farið af stað. JASMINA CRNAC SEGIR SÖGU SÍNA AF STRÍÐSÁRUNUM Í BOSNÍU „Lifðu af daginn í dag“ Jasmina útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hér er hún ásamt Einari Bjarnasyni, eiginmanni sínum. 24 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.