Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 33

Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 33
Við óskum nemendum, viðskiptavinum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. #Keilir Birgir Þórarinsson Ekki mikið fyrir jólaskrautið Jólamyndin sem kemur þér i jóla- skap? Alveg ómissandi er að horfa á Christmas Vacation með Chevy Chase. Fastur liður hjá fjölskyldunni með poppi og jólaöli. Annars voru það jólatónleikar Hvítasunnu- kirkjunnar, Fíladelfíu sem komu manni svo sannarlega í jólaskapið. Síðan ákvað RÚV að hætta að sýna frá tónleikunum og eru það mikil vonbrigði. Mér skilst að dagskrár- deildinni hafi ekki líkað efnisskráin, hún hafi verið of kristileg og fyrir það þurfum við að gjalda. Það er þetta með þennan háværa minni- hluta sem öllu vill ráða. Við breytum þessu þegar staður og stund kemur. Sendir þú jólakort eða hefur Fa- cebook tekið yfir? Jólakortunum fer stöðugt fækkandi því miður. Það var ómissandi þáttur á jólahátíðinni að setjast niður í rólegheitum og opna jólakortin frá vinum og vanda- mönnum. Ég sendi þó enn fáein. Allt er orðið meira og minna rafrænt. Þetta er tíðarandinn, hann verður sífellt ópersónulegri. Ertu vanafastur um jólin, er eitt- hvað sem þú gerir alltaf fyrir jólin? Ég fer ávallt í kirkju á aðfanga- dag, þó ekki alltaf í sömu kirkjuna. Ég fer auk þess í kirkjugarðinn á jóladag og vitja leiða ættingja og vina. Eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Jólagjafir í bernsku eru þær sem eru eftir- minnilegastar, sjálfsagt vegna þess að tilhlökkunin til jóla var svo mikil á þeim árum. Ég minnist þess sér- staklega þegar ég fékk rauða bygg- ingakranann frá foreldrum mínum. Hann var rafdrifinn og keyptur í Þýskalandi af frænda mínum, sem starfaði þá á millilandaskipi. Ég var að sjálfsögðu öfundaður af vinum mínum vegna þess að svona flottur krani hafði ekki sést hér á landi. Ég á kranann enn þann dag í dag og er hann í góðu standi. Sá samskonar grip á ebay og er hann greinilega orðinn safngripur. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Það er tvímælalaust ameríska jólaserían á jólatrénu sem vinkona mömmu keypti í Banda- ríkjunum, en hún bjó í New York- fylki. Perurnar voru ílangar eins og grýlukerti. Inni í þeim var vökvi, ýmist blár, grænn, gulur eða rauður. Þegar perurnar höfðu síðan hitnað mynduðust loftbólur. Ég var heill- aður af þessum perum og gat setið tímunum saman og horft á þær. Hvað er í matinn á aðfangadag? Það er hinn klassíski hamborgar- hryggur. Hvenær finnst þér jólin vera komin? Tvímælalaust klukkan sex þegar kirkjuklukkurnar tvær í Dóm- kirkjunni hringja inn jólin, á Rás 1 í útvarpinu. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Ég hef haldið jól í Banda- ríkjunum þegar ég var þar við nám. Einnig hef ég haldið jól í Jerúsalem þegar ég starfaði þar fyrir Sam- einuðu þjóðirnar og fór þá á að- fangadag í messu í Betlehem, sem var upplifun. Átt þú uppáhaldsjólaskraut? Ég er ekki mikið fyrir jólaskrautið og sér frúin yfirleitt um þau mál. Mitt verkefni er að setja upp ljóskastara utandyra, sem lýsa upp húsið. Annað jólaskraut þýðir ekki að nota á Vatnsleysuströndinni, að fenginni reynslu fýkur það á haf út. Hvernig verð þú jóladegi? Ég fer í kirkjugarðinn og messu. Síðan tekur við hefðbundið jólaboð með stórfjöl- skyldunni. Borðum saman hangilæri og spilum á spil fram eftir kvöldi. Birgir að sinna áhugamálinu – grjóthleðslu í Knarrarnesinu. Starfsemi Heilsuleikskólans Suðurvalla er í hæsta gæðaflokki Á haustmánuðum fór fram svokallað ytra mat á starfsemi Heilsuleikskólans Suðurvalla í Vogum. Sótt var um matið til Mennta- og menningarmála- ráðuneytisins, eins og reyndar hefur verið gert nokkur undanfarin ár en framkvæmd matsins er á hendi Menntamálastofnunar. Nokkrir meginþættir eru metnir, þ.e. stjórnun, uppeldis- og menntastarf, leik- skólabragur, foreldra- samstarf og innra mat. Undir hverjum matsflokki eru á bil- inu tveir til sex mats- þættir, samtals 21 matsþættir. Gefin er einkunn í hverjum þætti, og fær hver þáttur lit eftir því hversu góð niðurstaðan er. Hæsta einkunn gefur dökkgrænan lit, því næst kemur ljós- grænn, þá gulur og loks rauður. Skilgreining á dökkgrænum lit er „flestir eða allir þættir sterkir, mjög gott verklag sem samræmist fyllilega lýsingu um gæðastarf“. Skilgreining á ljósgrænum matsþætti er „fleiri styrkleikar en veikleikar, gott verklag, flestir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi.“ „Til að gera langa sögu stutta þá var niðurstaðan í mati leikskólans okkar sú að nítján þættir fá hæstu einkunn (dökkgræna) og tveir þættir næst- hæstu einkunn (ljósgræna). Enginn matsþáttur fær gula né rauða einkunn,“ segir í pistli sem Ás- geir Eiríksson, bæjar- stjóri í Vogum, ritaði um árangurinn. Kynning á niðurstöð- unum fyrir starfsfólk leikskólans, fræðslu- nefnd og bæjarstjórn fór fram á dög- unum. Í máli matsaðila kom fram að niðurstaðan væri einkar glæsileg og í raun án fordæma. Það heyri nánast til undantekninga að niðurstaða mats sé á þann veg að enginn reitur í matinu sé hvorki gulur né rauður, hvað þá að nær allir séu með hæstu einkunn. „Ég vil nota tækifærið og óska öllu starfsfólki leikskólans til hamingju með þennan frábæra árangur, sem færir okkur heim sanninn um það svo ekki verður um villst að starf- semi Heilsuleikskólans Suðurvalla er í hæsta gæðaflokki og með því besta sem þekkist á landinu. Frábær árangur og góður vitnisburður. Til hamingju öll,“ skrifar Ásgeir bæjar- stjóri. 33FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.