Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 26
sem forsetar Bosníu, Króatíu og Serbíu hittust í Bandaríkjunum og skrifuðu undir friðarsamning sem átti að stöðva bardaga í Bosníu í þrjú ár. Með samningnum tókst að binda enda á blóðbaðið í Bosníu. Hálfu ári eftir að Jasmina fluttist til Íslands fæddist dóttir hennar, Azra, þegar Jasmina var einungis 16 ára gömul. „Ég var alltaf kvíðin. Ég myndaði kvíða í stríðinu og ein- hvern veginn hefur hann alltaf verið í mér. Þegar við bjuggum í Bosníu var ég stöðugt hrædd, ekki bara um sjálfa mig heldur allt saman, hvað yrði um fjölskyldu mína og vini mína. Þegar við fluttum til Íslands hugsaði ég alltaf að ég þyrfti að hafa plan B ef það skyldi eitthvað gerast, þar til ég uppgötvaði það að ég byggi í frið- samlegu landi, ég þyrfti ekki að vera hrædd en það var bara búið að byggja þessa hræðslu í mér þannig að það myndaðist kvíði sem ég ýtti alltaf frá mér. Mér fannst þetta vera aumingja- skapur svo ég vann aldrei úr þessu.“ Þar til Jasmina varð 29 ára gömul. „Þá lenti ég í veikindum og þá runnu á mig tvær grímur. Þá vissi ég að ég þyrfti að fara að vinna í mínum málum, fór á Reykjalund, hitti sálfræðing þar og greindist með áfallastreituröskun og ofsakvíða. Ég vann í mínum málum og var hjá sálfræðingnum í þrjú ár að fara yfir hlutina sem ég hafði lent í. Á þessum tímapunkti var ég líka að skilja. Ég var farin að fá ofsakvíðaköst og gjörsamlega gekk af göflunum heima en ég neitaði að fá hjálp. Ég var í algjörri afneitun þar til ég hrundi niður í vinnunni og þurfti að viður- kenna að ég gæti ekki unnið fullan vinnudag lengur. Ég var þá skólaliði í skólanum í Ólafsvík fyrir vestan og var alveg komin á botninn. “ Fjölbreytni er af hinu góða Í dag er Jasmina með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og lokaritgerðin hennar fjallaði um stöðu kvenna í Bosníu og Herzego- vinu. Hún er gift Einari Bjarnasyni og á fjögur börn, þau Özru, Harun, Dzana og Benjamín. „Ég er á allt öðrum stað í lífinu í dag. Ég segi nú ekki að kvíðinn sé farinn, ég held hann verði alltaf en ég ræð við hann. Ég hef breyst svolítið mikið. Ég þurfti að læra að takast á við öll þau áföll sem ég er búin að ganga í gegnum í lífinu og vann úr þeim. Í dag get ég verið ég sjálf sem eru algjör forréttindi. Það að leita mér hjálpar gerði mér kleift að klára námið og taka fullan þátt í samfélaginu, að geta staðið á mínu,“ segir hún. Jasmina telur það mikilvægt að við sem Íslendingar gerum okkur grein fyrir forréttindum okkar og reynum að bera virðingu fyrir hverju öðru. „Í dag bregst ég oft harkalega við um- ræðunni um flóttafólk og hælisleit- endur í samfélaginu en það er ástæða fyrir því. Flóttafólk og hælisleitendur sem koma hingað hafa flestir upplifað algjörar hörmungar. Það er enginn manneskja sem flýr heimilið sitt af því bara. Það er ástæða fyrir því. Myndu Íslendingar rífa upp alla fjölskylduna frá landinu sínu til að sækja um hæli eða flóttamannastatus annars staðar af því það er svo gaman? Rífa þau upp frá sínum rótum, frá þeim sem þau þekkja, flytja í allt annað samfélag sem þau þekkja nákvæmlega ekki neitt, með allt annarri menningu og eiga ekkert stuðningsnet þar? Flótta- fólk hefur ekkert stuðningsnet þegar það kemur til Íslands. Ef við ætlum að senda þau, eins og margir segja: „Í gáma og aftur heim til sín“, og tala um heilu hópana sem glæpamenn, það kalla ég mannvonsku,“ segir Jasmina og bætir við að ef íslenskt samfélag væri svona fullkomið þá þyrftum við ekki á fangelsum að halda hérlendis. Það sé hins vegar ekki raunin. „Það tekur þig þrjár mínútur á netinu að finna upplýsingar ef þig langar að fræðast. Það eru bjánar alls staðar, sama í hvaða samfélagi það er. Það eru alltaf einhverjir sem skemma fyrir hinum. En við erum ekkert að alhæfa um til dæmis Bandaríkjamenn en segjum svo að hælisleitendur og flóttafólk sé upp til hópa glæpamenn sem vilji leggjast á kerfið. Hvers konar orðræða er það? Það voru sautján þjóðerni í mínum heimabæ, öll með sínar kirkjur og hátíðir. Fjölbreytni er ekki slæm, hún er mjög góð. Fólk er annað hvort gott fólk eða vont fólk og sem betur fer hef ég hingað til nánast bara kynnst góðu fólki. Það skiptir ekki máli hvort þú sért há- vaxinn, feitur, strákur, stelpa, sam- kynhneigður, trans, hvítur, svartur eða hvað sem er. Annað hvort ertu góð manneskja eða ekki og þá skipta þessir hlutir nákvæmlega engu máli.“ „Öðruvísi en hinir múslimarnir“ Jasmina var einungis fjórtán ára þegar hugsanir hennar á hverjum einasta degi snerust um það að lifa daginn af. „Mér var ítrekað hótað nauðgun af fullorðnum hermönnum. Ég gat ekki labbað í skólann, verið í pilsi, lifað eðlilegu lífi. Ég þurfti alltaf að vera í felum því ég var flóttamaður, ung kona, eftirsóknarverð, á besta aldri, viðkvæm fyrir öllu. Á sama tíma var ég að þroskast og uppgötva heiminn og hann var bara hræðilegur. Það var ekkert eðlilegt við þetta, bara ekkert.“ Jasmina segist hafa fallið vel inn í hópinn á Íslandi sem flóttamaður. „Þar sem ég er hvít kona og tala góða íslensku þá er ég oftast tekin út fyrir svigann. Þegar það er verið að tala um mál flóttafólks í kringum mig þá er ítrekað sagt við mig: „Já en þú ert öðruvísi“. Ég er ekkert öðruvísi. Þegar ég segi fólki að ég sé múslimi þá verður það rosalega hissa og bætir því við að ég sé ekkert „eins og hinir múslimarnir“. Þannig er svolítið um- ræðan á Íslandi, við og þið, en hverju ætlum við að ná fram með því? Það þurfa ekki að vera tveir hópar á móti hvor öðrum. Við þurfum þetta sam- eiginlega, að reyna að vinna hlutina saman. Ef við setjumst bara niður og finnum það sem við erum sátt við, þá náum við kannski utan um þetta. Hvað get ég lært af þér og hvað getur þú lært af mér? Það græða allir á því.“ Hún segist þakklát fyrir það að hafa fengið að alast upp í tveimur sam- félögum, það sé mikilvæg lífsreynsla sem hún komi til með að búa yfir alla ævi. „Ég get alltaf tekið það góða frá báðu. Það er bara spurningin, hvað ætla ég að læra af þessu? Hver er lexían? Í stríðinu þurfti ég að læra að bjarga mér og verða sjálfstæð. Það eru eiginleikar sem hjálpa mér í dag. Mér finnst gott að hafa einhver þægindi, eiga gott hús, flottan bíl og fleira. Það auðveldar mér lífið en mér væri alveg sama ef ég ætti þetta ekki á morgun. Við erum allt of upptekin af efnislegum þáttum sem skipta engu máli en gleymum fólkinu algjörlega.“ Útlendingar auðga íslenska menningu Varðandi umræðuna sem brýst gjarnan út hérlendis þegar ungir, einhleypir karlmenn sækja um hæli á Íslandi telur Jasmina mikilvægt að staldra aðeins við. „Karlmenn í Bosníu voru drepnir þegar það var ekki hægt að nýta þá í herinn og til að tryggja það að þeir fjölguðu ekki börnum. Það er ástæða fyrir því að karlmenn flýja og mér finnst ótrúlegt skilnings- leysi gagnvart þessum málaflokki. Þetta er mjög algengt í stríðsástandi. Konurnar eru oft með börn með sér og ef þær þurfa að flýja þá skilja þær börnin ekki eftir heldur taka þau með sem er mun erfiðara. Þá er líklegra að ná að senda karlmenn úr landi til að lifa af og hjálpa svo konunum að koma til landsins til þeirra. 25 ára maður með háskólamenntun sem er tilbúinn að koma hingað, setjast að og eignast fjölskyldu, haldið þið að hann borgi ekki til baka til samfélagsins þegar þetta er búið, bæði í tekjum og í menningunni sjálfri? Vill Ísland bara loka sig af og vera eitt og sér? Það er mjög gott að átta sig á því við hvaða forréttindi maður býr.“ Hælisleitendur vilja almenn mann- réttindi rétt eins og við Íslendingar og Jasmina bendir á á að þetta snúist ekki um að opna landamærin upp á gátt og hrúga öllum til landsins. „En ef við getum bjargað einu mannslífi þá er það þess virði. Það er hræsni að tala um að vilja hafa Ísland fyrir Íslendinga en vilja samt fá þúsundir útlendinga til að vinna láglaunastörfin í landinu til að við hin getum haft það gott. Allur heimurinn þarf að tala saman og bjarga þessu fólki. Það er hægt.“ Talin sem síðasta sort Aðspurð hvort Jasmina hugsi stundum um það, hvar hún væri stödd í lífinu, hefði fjölskyldan verið eftir í Bosníu í stað þess að flytja til Íslands eftir stríðið, telur hún að hún væri sennilega illa stödd. „Það er fátækt í Bosníu og búið að rústa öllu stjórnarkerfinu. Í dag væri ég eflaust atvinnulaus kona en líklega með háskólamenntun. Ég væri örugg- lega bara heima að elda mat eins og flestarLESIÐ M. 60% kvenna í Bosníu útskrifast úr háskóla en einungis 30% kvenna fara út á vinnumarkaðinn. Það er engin framtíð fyrir konu úti í Bosníu og ég tala nú ekki um sem fráskilin kona. Þá væri ég talin sem síðasta sort.“ Hún segir mikilvægt að þeir ein- staklingar, sem eru hvað mest for- dómafullir í garð flóttafólks, endur- skoði sjálft sig. „Ég tilheyri íslensku samfélagi og ég læt ekki neinn segja mér neitt annað. Ég hef eiginlega alltaf verið þannig að mér er sama um það sem öðrum finnst um mig. Þetta snýst bara um að veita fólki tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi, það er það eina sem ég bið um.“ „Mér var ítrekað hótað nauðgun af fullorðnum her- mönnum. Ég gat ekki labbað í skólann, verið í pilsi, lifað eðlilegu lífi. Ég þurfti alltaf að vera í felum því ég var flóttamaður, ung kona, eftir- sóknarverð, á besta aldri, viðkvæm fyrir öllu. Systkinin saman. F.v. Azra, Benjamín, Harun og Dzana Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is VIÐTAL 26 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.