Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 28
Umhverfið sem þriðji kennarinn Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ hefur tekið þátt í tveim Erasmus+ verkefnum Kennarar í leikskólanum Holti í Reykjanesbæ hafa tekið þátt í tveim Eras- mus+ verkefnum frá árinu 2015. Fyrra verkefnið var Through Democracy to Literacy sem var samstarfsverkefni (KA2) milli skóla á Spáni, Slóveníu og Póllandi. Þar var leitast við að efla læsi með lýðræðislegum áherslum að leiðarljósi. Í framhaldi af því verkefni vaknaði áhugi á að efla enn frekar starf leikskólans í anda Reggio Emilia. Leikskólinn sótti aftur um styrk í Erasmus+ fyrir verkefni í flokknum Nám og þjálfun (KA1). Það verkefni bar heitið Skapandi börn í stafrænum heimi (e. Creative Children in a Digital World) en eins og kemur fram á heimasíðu Erasmus+, hefur þátttaka í sambærilegum verkefnum gefið menntastofnunum og aðilum sem sinna menntun á öllum skólastigum frábær tækifæri til að miðla eigin reynslu, sækja þekkingu til annarra Evrópulanda og auka alþjóðavæðingu í skólastarfi. Markmið verkefnisins voru eftirfarandi: • Að efla kennara í vinnu í anda Reggio Emilia innan leikskólans. • Að þróa sérgreinadeild innan leikskólans þar sem við hugum að umhverfi til að hlúa að og efla fjölbreyttar leiðir til náms með lýðræðislegum áherslum. • Að skapa börnum umhverfi þar sem þau geta eflt sín 100 mál með áherslu á að þróa stafrænt læsi með styrkleika, áhuga og sköpun barnanna að leiðarljósi. Börn hafi „100 mál“ Í leikskólum Reggio Emilia er það við- horf ríkjandi að börn hafi „100 mál“. Þá er verið að vísa í allar þær ólíku aðferðir sem börn nota til að tákna, miðla og tjá hugsun. Börn þurfa að fá tækifæri í daglegu starfi til að nýta málin og samþætta þau. Umhverfið er álitið vera þriðji kennarinn. Vel skipulagt umhverfi býður upp á margs konar námstækifæri þar sem víxl- verkun á sér stað milli umhverfis og þeirra sem þar dvelja. Leikskólinn Holt setti á fót sérgreinadeild innan leikskólans og með tilkomu hennar er markvisst verið að nýta umhverfið sem þriðja kennarann. Í leikskólanum er starfandi sérgreinateymi sem fundar reglulega til að ákveða hvernig nýta megi umhverfið á ögrandi hátt. Innan sérgreinadeildarinnar hefur verið sett upp listasmiðja, vísinda- smiðja, kubbasmiðja og sögusmiðja. Í listasmiðju og vísindasmiðju eru efnisveitur sem börnin hafa greiðan aðgang að. Þar gefst möguleiki til fjölbreyttra námstækifæra í gegnum margskonar efnivið. Í sögusmiðjunni er meðal annars að finna ljósaborð, tölvu með tjaldi, handbrúður, bún- inga, hljóðfæri og fleira. Þar gefst börnum tækifæri til að móta umhverfi sitt í gegnum sköpun, stafræna tækni, liti, ljós og skugga. Í kubbasmiðju er rými fyrir börn til að skapa, hanna og leika með kubba í mismunandi formum og gerðum. Kennarar leggja mikla áherslu á móta hvetjandi um- hverfi til að ýta undir sköpun og leik barna á öllum svæðum. Í Erasmus+ verkefninu „Skapandi börn í stafrænum heimi“ fóru kenn- arar í starfskynningu til Svíþjóðar og Bretlands og í námsferð til Reggio Emilia á Ítalíu þar sem fengin var inn- blástur að áframhaldandi vinnu og fleiri hugmyndir að sköpun lærdóms- ríks umhverfis vöknuðu. Madeley Nursery School í Bretlandi er frábært dæmi um hvernig skóli getur nýtt sér umhverfið sem þriðja kennarann í gegnum vinnu með ákveðin við- fangsefni. Starf skólaársins var vel undirbúið og viðfangsefnið sýnilegt í öllum rýmum skólans. Bækur, myndir, efni og hluti tengdu viðfangsefninu voru aðgengilegir, foreldrar voru beðnir um að undirbúa verkefnið yfir sumarið með börnunum sínum, t.d. með myndatöku o.fl. Verkefnin og umhverfið átti sameiginlegan þátt í að kveikja áhuga barnanna á viðfangs- efninu. Kennarar gáfu sér tíma til að rýna í vinnu og verkefni í lok hvers dags og næstu skref voru ákveðin með tilliti til áhuga og virkni barnanna. Í Svíþjóð var umhverfið útfært með 100 mál barna að leiðarljósi og samþætt- ingu þeirra. Þar var markvisst verið að nýta stafræna tækni til að skapa spennandi umhverfi meðal annars með Apple TV og skjávarpa. Lagt var upp með að samþætta námsgreinar svo sem tónlist, dans, hreyfingu, myndmennt og fleira. Í námsferðinni til Ítalíu gafst tæki- færi til að efla kennara í vinnu í anda Reggio Emilia. Mikið var lagt uppúr hvernig nýta megi fagurfræðilegt og ögrandi umhverfi sem þriðja kennar- ann sem verður markviss uppspretta í þekkingarleit barnanna. Þannig fá börn enn fleiri möguleika til að efla sín 100 mál. Þau upplifa umhverfið með skilningarvitum sínum og öðlast því áþreifanlega reynslu og þekkingu með því „að gera og vera“. Eitt af markmiðum verkefnisins „Skapandi börn í stafrænum heimi“ var að skapa börnunum umhverfi þar sem lögð var sérstök áhersla á stafrænt læsi. Byrjað var á því að setja á fót tölvuteymi innan leikskólans sem var starfandi í allan vetur. Niður- stöður úr starfskynningu frá Madeley Nursery School voru hafðar til hlið- sjónar á fundum tölvuteymisins en skólinn hefur unnið að Erasmus+ verkefni í samstarfi við leikskóla í Svíþjóð þar sem viðfangsefnið var að þróa starf með stafrænum miðlum. Niðurstöður þeirrar vinnu voru m.a. að það sé mikilvægt að hugleiða hvað gerist í raun hjá barni þegar það er að nota stafræna tækni. Mikilvægar spurningar voru settar fram um hvert markmiðið væri með stafrænni tölvu- vinnu í leikskólanum. Ef ætlunin er að vinna með stafræna tækni er mikil- vægt að velta fyrir sér og ígrunda: • Hvað gerist í huga barnsins? Er efnisleg reynsla til staðar sem börnin geta tengt við? • Hvaða gildi teljum við mikilvæg og að hvaða leyti eflast ákveðin gildi þegar barn er að vinna í stafrænu efni (t.d. samkennd)? • Er forritið skapandi og hver er tilgangur þess? • Hvetur forritið til samskipta og samvinnu milli barna? • Býður forritið uppá sjálfstæð vinnubrögð sem henta aldri og þroska barna? • Að hvaða leyti býður forritið upp á samþættingu mismunandi tjáningarleiða eins og tónlist, dans, hönnun, leiklist, myndlist o.s.frv. og geta börnin sett mark sitt á afurð sína. Þegar kennarar verða meðvitaðri um tilgang stafrænnar tækni opn- ast möguleikar á að nýta umhverfið enn frekar sem þriðja kennarann þar sem gefið er rými til samvinnu milli barnanna og fagurfræðileg sköpun fær að njóta sín. Sérgreinadeildin hefur orðið fyrir miklum áhrifum Í leikskólum Reggio Emilia er það viðhorf ríkjandi að börn hafi „100 mál“. Þá er verið að vísa í allar þær ólíku aðferðir sem börn nota til að tákna, miðla og tjá hugsun ... HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Við óskum íbúum Suðurnesjabæjar og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári 28 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.