Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 41
IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 421 4700 - FAX 421 3320
Sendum
Suðurnesja-
mönnum bestu
óskir um
gleðileg jól
og farsælt
nýtt ár
Þökkum
viðskiptin
á árinu sem er að líða
heyra,“ segir Elínborg og segist sjálf
oft gera þetta þegar hún heimsækir
aðstandendur.
Heimsækir syrgjendur
í sókninni
Þegar ég fer í heimsókn til aðstand-
enda þá langar mig að kynnast sög-
unni betur en það er einmitt svo oft
sem það gerist í gegnum ljósmyndir
þegar ég fer að spyrjast út í myndir
sem hanga á veggjum eða eru í hillum,
fjölskyldumyndir sem segja okkur
sögur.
Ég tek inn umhverfið og þannig byrjar
spjallið. Ef þú spyrð fólk hvernig það
hafi það, þá svara flestir að þeir hafi
það gott. Betra er að tala um eitthvað
allt annað og fræðast um fólk sem
opnar betur leiðina að samræðum.
Við þurfum stundum að fá að tala um
eitthvað allt annað en andlátið en svo
kemur sú umræða fyrr en seinna fram
því sorgin hvílir á fólki. Öllum líður
bara vel á yfirborðinu en það sleppur
engin undan sorginni, hún finnur
sér leið ef þú reynir að loka á hana.
Tilfinningarnar verða að fá útrás. Þá
er gott að geta talað við einhvern sem
skilur sorgarferlið. Við prestar erum
sálusorgarar, starf okkar snýst einnig
um það,“ segir Elínborg, sem án efa
hefur hjálpað mörgum syrgjendum
í gegnum árin.
Bæld sorg getur
valdið veikindum
„Ef maður tjáir sig ekki, segir ekki
hvernig manni líður raunverulega og
hvað sé að bærast í huga manns þá
getur sorgin sest að í líkamanum og
getur birst sem magaverkur, höfuð-
verkur eða verkir hér og þar. Þetta
þarf sérstaklega að huga að í börnum
sem og fullorðnum.
Þess vegna er líka svo gott að skoða
þegar við lendum í áföllum, hvernig
við bregðumst við. Viðbragð okkar
felst oftast í sögunni okkar, ættar-
sögunni, þeirri sögu sem við fæðumst
til og ölumst upp með.
Við komum með ýmislegt í farteskinu
frá forfeðrum okkar, ákveðin hegðun
og mynstur sem fylgir kynslóðum.
Það má í þessu tilfelli tala um þetta
sem arf íslensku þjóðarinnar. Það er
svo stutt síðan íslenska þjóðin þurfti
að berjast fyrir dagsþurftum sínum
og við lærðum það sem þjóð að bíta
á jaxlinn, vera sterk og sýna engan
veikleika. Það var ekki pláss fyrir
annað en að standa sig til dæmis ef
einhver nákominn lést á fyrri tímum,
þá varð bara að taka það á hörkunni
og halda áfram þannig. Við notuðum
það sem við kunnum og höfum lært
til að standa upprétt eftir áföll. Það
eru ekki nema svona 25 ár síðan við
fórum að átta okkur á því að það þarf
að huga sérstaklega að tilfinningum
fólks í sorg og ekki síst barna.
Við þurfum að hlúa vel að börnunum,
leyfa þeim að taka þátt í öllu ferlinu,
að leyfa þeim að tjá sig um líðan sína,
reiði sem og aðrar tilfinningar sem
brjótast upp á yfirborðið og geta birst
í hegðun sem við þekktum ekki áður
eða í líkamlegum veikindum sem fara
að láta á sér kræla. Við þurfum að tala
um allt sem kemur upp vegna andláts
ættingja. Burðast ekki ein með líðan
okkar. Prestar eru til staðar, hjálpa og
styðja í gegnum sorgarferli ásamt ótal
mörgum öðrum.
Oft eymir enn eftir af arfleifð for-
feðranna, allir eru að reyna að vera
svo sterkir af því að við höfum lært
það, tekið það í arf, en sorgin finnur
sér alltaf farveg og birtist í veikindum,
líkamlega eða andlega. Við getum
þróað með okkur kvíða, óöryggi og
líkamleg veikindi gera oft vart við sig
ef við leyfum okkur ekki að upplifa
sorgina og vinna úr henni til dæmis
á þann hátt sem ég minntist á áðan.
Gefa okkur tíma til að minnast hins
látna, leyfa okkur að gráta, loka ekki
á tilfinningarnar. Leyfa okkur einnig
að gleðjast mitt í sorginni. Treysta
sorgarferlinu, vera auðmjúk, vera
einlæg,“ segir Elínborg og segir næst
frá eigin æsku þegar hún varð fyrir
áfalli sjálf sem lítið barn.
Horfði á bróður sinn
verða fyrir bíl
„Þegar ég var barn þá horfði ég á
þriggja ára bróður minn verða undir
rútu. Við vorum fjögur systkinin áður
en þetta gerðist og bjuggum í sveit. Ég
var næstyngsta barnið. Á þessum tíma
var ekki eins mikið vitað um sorg og
áföll og afleiðingar þeirra eins og við
vitum í dag. Það var þessi eldri kyn-
slóð sem harkaði allt af sér. Foreldrar
mínir voru eins og margir af þeirra
kynslóð sem byrgðu sorgina inni.
Eftir andlát litla bróður míns varð
þögn í húsinu okkar að mér fannst
um langan tíma. Það var bara haldið
áfram eins og ekkert hafi í skorist,
ekki talað um hann eða minnst á
hann. Mamma tók allt dótið hans
burt en skildi eftir smákassa með
leikföngum og geymdi hann inni í
fataskáp. Löngu löngu seinna þegar
ömmubörnin hennar fæddust og
komu í heimsókn þá tók hún kass-
ann fram.
Ég man eftir þögninni sem var
næstum áþreifanleg, hvað þögnin var
þrúgandi og erfið fyrir mig barnið, að-
eins sjö ára gömul. Þegar ljósmyndir
voru skoðaðar og mynd birtist af
honum þá var lítið sem ekkert sagt
og ég upplifði að allir væru að forðast
að segja eitthvað enda hafði aldrei
neitt verið sagt. Ég man þó hvað mér
þótti vænt um það, að fyrir hver jól
fékk ég að skreyta krans úr krossi sem
settur var á leiði litla bróður míns.
Ég veit það svo vel í dag að sorgin
settist að í líkama mínum, sorgin sem
ég fékk aldrei að tjá mig um, því ég
varð mjög magaveik, lystarlaus og
kastaði oft upp fyrstu tvö árin á eftir.
Læknirinn fann ekkert út úr þessu
með mig þarna í sveitinni en seinna
í lífinu kom sá tími að ég vann mig í
gegnum þetta áfall.
Af eigin reynslu þá veit ég hvað það
er dýrmætt að leyfa börnum að tjá
sig, hlusta á þau og loka ekki á neinar
tilfinningar eða hugsanir sem upp
kunna að koma í sorginni. Ég man
eftir því hvað það sat lengi í mér að fá
ekki að vera með við jarðaförina, ég
man heldur ekki eftir því að prestur-
inn heimsótti okkur, allavega var ekki
talað við mig.
Þess vegna er mikilvægt að rifja upp
minningar, heiðra afmælisdag hins
látna, koma saman. Fólk þarf að finna
leiðir, finna farveg fyrir sorgina. Kær-
leikur, hlýja, þolinmæði er það sem
við þurfum á viðkvæmri stundu, að
finna að við erum ekki ein með líðan
okkar og förum jafnvel að halda að
það sér rangt að líða eins og okkur
líður,“ segir Elínborg sem talar í ein-
lægni um eigin reynslu.
Upplifa frið aðventunnar
„Á aðventu er tækifæri til að minnast
því þá kemur fjölskyldan saman. Þá
gefst einnig tækifæri til að búa til
nýjar hefðir innan fjölskyldunnar
ef það hentar, þegar það vantar ein-
hvern í hópinn. Það má alveg búa til
nýjar hefðir. Sumir breyta til og fara
að heiman fyrstu jólin eftir andlát,
aðrir leggja á borð og hafa diskinn
á sínum stað, þar sem hinn látni var
vanur að sitja. Þegar á aðventu þyrmir
yfir þá sem syrgja, er gott að hugsa
hvað gleður mig? Hvað getur hjálpað
mér að líða betur? Láta eftir sér að
fara og láta dekra við sig, fara í nudd,
hitta vini á kaffihúsi, hitta fólk og
hlúa að sjálfum sér eða hvað annað
sem gleður og gerir þér gott. Það má
alveg,“ segir Elínborg og leiðir okkur
næst inn í boðskap jólanna.
Við erum aldrei ein
„Aðventan, allur þessi vonarboð-
skapur jólanna, felur það í sér að við
erum aldrei ein því Guð er með okkur.
Það er inntak trúarinnar. Trúin segir
okkur það, að við höfum ekki alla
þræði í hendi okkar, sem þýðir að við
stjórnum aldrei öllu sem gerist í lífi
okkar, við fáum verkefnin í fangið þó
svo að við viljum það ekki.
Við vitum að við deyjum og að fólk
deyr í kringum okkur en við eigum
þessa fullvissu í upprisuboðskapnum
að upprisan er okkar allra, það kennir
sá sem fæddist á jólum, sem segir
okkur líka það að við þurfum öll að
ganga í gegnum einhverja píslar-
göngu, það sleppur engin.
Jesús gekk í gegnum píslargöngu og
það gerum við einnig. Við þurfum
alltaf að takast á við áföll og sorg sem
mætir okkur í lífinu, það getur engin
flúið þetta. Jesús segir að við eigum
upprisuna vísa þegar við höfum
gengið þessa píslargöngu með honum,
þá sjáum við aftur birtu og sól, upp-
risan er okkar og hún birtist á svo
margan hátt í lífinu.
Upprisan birtist í börnunum sem
fæðast og segja að lífið er hér og nú.
Lífið heldur áfram.
Það er þetta sem er svo gaman við
lifandi trú, að hún styður þig og er
með þér í gegnum áföll lífsins. Þess
vegna er svo gott að finna sér stað, að
finna trúarsamfélag sem nærir þig,“
segir Elínborg sem á greinilega sjálf
þessa fullvissu trúarinnar.
Staldra við á aðventu
og skoða líf sitt
„Á aðventu er gott að leyfa sér að
staldra við og skoða þennan trúararf
sem við höfum alist upp við, sem við
berum með okkur, frá kynslóð til kyn-
slóð, barnatrúin og fullorðinstrúin.
Trúin sem hefur í gegnum aldirnar
fylgt íslensku þjóðinni og borið með
sér ljós inn í myrkrið. Á aðventu er
gott að skoða sig sjálf og nota jólin til
að skoða líf sitt. Og spyrja, hvernig
getur trúararfurinn og hefðirnar sem
við eigum, hjálpað og stutt okkur í
sorg og áföllum lífsins? Hver og einn
þarf að finna svarið.
Ágætt er að ætla sér ekki um of í
væntingum eða undirbúningi jólanna.
Fanga friðinn og finna kærleikann
sem hátíðinni fylgir, hlúa að sínum
nánustu, vera saman. Það er gleði
jólanna. Hátíð ljóss og friðar og að
fagna fæðingu frelsarans á jólanótt,“
segir séra Elínborg Gísladóttir að
lokum.
Jóhannes A. Kristbjörnsson
Finnst nauðsynlegt að fá bók í jólagjöf
Jólabíómyndin sem kemur þér í
jólaskap? Die Hard I og A Night
mare Before Christmas.
Sendir þú jólakort eða hefur Fa-
cebook tekið yfir? Facebook nema
það sé fermingarár barns.
Ertu vanafastur um jólin, er
eitthvað sem þú gerir alltaf um
hátíðarnar? Almennt reyni ég að
hægja á amstrinu og eyða meiri
tíma með fjölskyldu, heimsæki leiði
ömmu og afa ef ég man, jólaboð hjá
tengdapabba á jóladag, jólaboð hjá
mömmu þann 26., áramótagleði hjá
tengdamóður. Nýbakað brauð frá
Hannesi Friðrikssyni á aðfangadag
er í uppáhaldi hjá frúnni og börn
unum.
Eftirminnilegasta jólagjöf sem
þú hefur fengið? Ég vona að það
lýsi ekki vanþakklæti að muna ekki
eftir einhverri sérstakri gjöf umfram
aðrar. Finnst nauðsynlegt að fá bók í
jólagjöf, þótt ég þurfi að kaupa hana
sjálfur.
Er eitthvað eftirminnilegt í huga
þér frá yngri árum þínum á
jólum? Mömmubakstur. Jólin á
meðan ömmur mínar lifðu voru
alltaf öðruvísi. Andinn í kringum
ömmu Ásdísi var alltaf sérstakur og
jólatíminn engin undantekning þar.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur, jólaöl og hefð
bundið meðlæti. Heimatilbúinn ís
og heit súkkulaðisósa.
Hvenær finnst þér jólin vera
komin? Þegar jólasnjórinn kemur.
Án snjós gæti ég alveg eins verið á
sólarströnd, sem mér finnst ágætt.
Hefur þú verið eða gætirðu
hugsað þér að vera erlendis um
jólin? Hef tvívegis verið erlendis
sem fullorðinn fjölskyldumaður, á
Tenerife annars vegar og í Brasilíu
hins vegar. Mér fannst það æði og
væri til á hverju ári en ástkær eigin
konan og börnin vilja vera heima
hér eftir.
Áttu þér uppáhaldsjólaskraut?
Já, íslensku jólasveinana ásamt
grýlu, leppalúða og jólakettinum.
Hvernig verð þú jóladegi? Ligg á
meltunni eftir ofát aðfangadags
kvölds og les einhverja jólabókina.
Reyni að koma að göngutúr áður
lagt er í ofátsveislu númer tvö,
hangikjöt hjá tengdó. Reyni að ná
jólaleikjunum í NBA.
Jói og fjölskylda í
Brasilíu um jólin 2018.
Af eigin reynslu þá veit ég
hvað það er dýrmætt að
leyfa börnum að tjá sig,
hlusta á þau og loka ekki
á neinar tilfinningar eða
hugsanir sem upp kunna
að koma í sorginni ...
41MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM