Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 30

Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 30
Sigurður Ingvarsson mætir í viðtal við Víkurfréttir á þrjátíu ára fresti. Árið 1989 tók blaðamaður Víkurfrétta hús á Sigurði þegar hann var á kafi í knatt- sprnuþjálfun hjá Víði. Þá var hann að þjálfa yngri flokka hjá Víði. Viðtalið var tekið skömmu fyrir jól en sumarið eftir fór Sigurður með um tuttugu stráka úr 5. flokki Víðis til Færeyja að spila knatt- spyrnu. Það var vinsælt hér á árum áður að fara í fótbolta- ferðir úr Garðinum til Færeyja. Við hittum Sigurð Ingvarsson svo aftur núna í haust, 30 árum eftir fyrra viðtalið. Aftur var talað um knattspyrnu en einnig rafvirkjun, sem Sigurður hefur haft að ævistarfi, og sömuleiðis hreppspólitíkina í Garði en Sigurður sat til fjölda ára í hreppsnefnd Gerðahrepps, í þá daga sem Garður var ekki orðinn bær og löngu áður en menn fóru að ræða af alvöru að sameinast Sandgerði. Viðtalið sem við tókum í haust var birt í sjónvarpsþættinum Suður með sjó, sem Víkurfréttir framleiða og sýndur er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og vf.is. Flestar frístundir í þjálfun yngri flokka hjá Víði Sigurður er af mörgum talinn guð­ faðir knattspyrnunnar í Garðinum, svo vitnað sé í 30 ára gamalt Víkur­ fréttaviðtal við kappann. Hann vann einna ötulast að því að endurvekja starf Knattspyrnufélagsins Víðis, að öðrum ólöstuðum. „Eins og flestum sem eitthvað fylgjast með íþróttum ætti að vera ljóst að það eru ekki mörg ár síðan stjarna Víðis fór að skína skært á himnum og Víðismenn stefna enn hærra,.“sagði Sigurður í viðtalinu 1989. Þarna má segja að hafi verið gullöld knatt­ spyrnunnar í Garði. Á þessum tíma fóru flestar frístundir Sigurðar í að þjálfa litlu pollana í knattspyrnunni en Siggi rafvirki, eins og hann er yfirleitt kallaður í Garðinum, var á leið með fimmta flokkinn til Færeyja sumarið eftir. Þegar Víkurfréttamenn hittu Sigurð í haust var fyrsta stefnumótið á sögu­ frægum velli Víðismanna á Garð­ skaga, þar sem gullaldarliðið háði orrustur sínar fyrir sæti í efstu deild knattspyrnunnar á Íslandi. Það tókst Víðismönnum haustið 1984 með sigri á Njarðvíkingum. Túnin í Garði notuð til að leika knattspyrnu „Við strákarnir vorum búnir að leika knattspyrnu á túnunum hér í Garði í þrjú eða fjögur ár áður en við létum til skarar skríða og endurvöktum félagsstarfið í Víði. Knattspyrnan á árunum í kringum 1967 var öðruvísi en við eigum að venjast í dag. Yfirleitt æfðum við bara og spiluðum þegar veður var gott, en eftir að til endur­ reisnar félagsins kom, var farið að æfa af fullri alvöru. Á þessum tíma var gert aðeins meira en að spila bara fótbolta, þvi við slógum einnig völlinn á knattspyrnuæfingum, þegar þess þurfti með,.“sagði Sigurður þegar við ræddum við hann árið 1989. Í haust rifjaði Sigurður svo upp fyrstu knattspyrnuviðureignina sem átti sér stað á Garðskaga. Þá komu Valsmenn í heimsókn með 2. flokk á sjötta ára­ tug síðustu aldar. Þá var Sigurður tíu ára og fylgdist með af hliðarlínunni á vellinum á Garðskaga. „Þetta er hörkufínt gras hérna,.“sagði blaðamaður þegar hann gekk um gamla völlinn á Garðskaga í haust og ekki stóð á svari: „Hér er hægt að leika knattspyrnu allt árið. Önnur lið reyndu mikið að fá að vera hérna, á vorin sérstaklega. Þetta er svaka fínt tún,.“sagði Sigurður en Garðskaga­ völlur var eini grasvöllurinn á Suður­ nesjum í árdaga knattspyrnunnar þegar algengt var að leikið væri á möl. Garðskagi var ekki bara notaður fyrir knattspyrnuiðkun því þar voru einnig stundaðar frjálsar íþróttir og segist Sigurður muna sérstaklega eftir bæði Keflvíkingum og Njarðvíkingum við æfingar á Skaganum. GUÐFAÐIR FÓTBOLTANS Í GARÐI Sigurður Ingvarsson hefur verið rafverktaki í 50 ár og var 28 ár í hreppsnefnd Gerðahrepps. Sigurður Ingvarsson rafvirkjameistari. 30 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.