Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 22
Eva Rut Vilhjálmsdóttir býr í Garðinum og er með risastórt Víðishjarta. Hún er stuðningsmaður Víðis númer eitt. Eva er starfsmaður í Íþróttamiðstöðinni í Garði, knattspyrnuþjálf- ari og þar að auki gjaldkeri Knattspyrnufélagsins Víðis. Aðventan í mínum huga … er dásamlegur tími þrátt fyrir dimma daga, þá lýsa jólaljósin upp bæinn sem gefur manni gleði í hjarta. Samverustundir með fjölskyldunni og vinum er ómetanlegar og þær allra bestu. Kósý spilakvöld, bakstur með börnunum en hún Heba Lind mín er einstaklega iðinn við jóla- baksturinn, Reykjavíkurferð með vinkonunum, tónleikar, hangi- kjöts- og skötuveisla Víðis ásamt undirbúningi Þorrablóts Suður- nesjamanna einkennir dáldið að- ventuna hjá mér, annars reynum við að hafa hana eins afslappaða og hægt er (haha). Ég skreyti … hóflega mikið en byrja yfirleitt um miðjan nóvember að setja ljós í gluggana til að lýsa upp skammdegið, kveikja á kertum og dreifa fallegu jólaskrauti víða um heimilið. Jólahlaðborðið … klikkaði í ár en við höfum síðustu 11 ár farið á jóla- hlaðborð víðsvegar um landið. Grænar baunir eru … ofmetnar, borða þær sennilega bara með hangikjötinu á jólunum. Laufabrauð … með smjöri er ómissandi með hangikjötinu. Jólaskraut fer á húsið mitt … í byrjun desember eða í kringum fyrsta í aðventu. Jólatréð skreytum við … börnin viku fyrir jól eða í kringum 20. desember. Jólastemmningin … eru kósý stundir í faðmi fjölskyldunnar, skemmtilegar hefðir, góður matur og gleði barnanna. Hangikjötið er … möst um jólin og í algjöru uppáhaldi hjá Jóni Grétari syni mínum. Malt og appelsín … er allt of gott. Jólasveinarnir eru … frábærir og gleðja unga sem aldna. Stúfur er þó minn uppáhalds. Ég kaupi alltaf jólagjöfina … handa Gumma mínum á Þorláks- messu nema í ár þá hef ég fjárfest í Krónukorti og samlokugrilli handa honum. Á Þorláksmessu fer ég … með systkinum mínum, börnum, mökum, vinum og ættingjum í íþróttahúsið i Garði og þar hefjum við daginn. Við leikum við börnin og tökumst á í ýmsum kapp- leikjum. Þetta er ein uppáhalds hefðin mín og finnst mér ómiss- andi hluti af jólaundirbúningnum. Hópurinn er alltaf að stækka og mig minnir að fjöldinn hafi verið um það bil 50 í fyrra. Þessi hefð byrjaði fyrir um það bil 10 árum en þá þurftum við að rýma Akur- húsin fyrir fjölda barna fyrir árlega skötuveislu sem mamma og pabbi héldu fyrir ættingja og vini. Þá fórum við með öll börnin í góða hreyfingu og síðan beint í gómsæta skötuna. Á seinni árum höfum við haldið okkur við hreyfinguna og stækkað hópinn enn meir. Aðfangadagur er … fallegur dagur þar sem við byrjum daginn á að fara í kirkjugarðinn og kíkja á leiðin hjá látnum ástvinum, skutlumst með pakkana og síðustu kortin í hús. Eftir það er bara ró- legheit og biðin eftir að klukkan slái 18:00. Við fáum tengdaforeldra mína í mat og eigum notalega kvöldstund. Um áramótin ætla ég … að vera heima í fyrsta skiptið í langan tíma en nú fæ ég þann heiður að fá stórfjölskylduna mína og ætt- ingja til okkar. Það hentar vel að búa við hliðina á flottustu brennu Suðurnesja. Við höfum verið hjá Brynju systur og fjölskyldu fram að þessu en nú tökum við við keflinu, njótum samverunnar, borðum kalkún, förum á brennuna, horfum á skaupið og endum á góðu spili. Gleðileg jól, farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin! Jóngeir H. Hlinason er deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun, býr í Vogum og er bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum. Aðventan er í mínum huga ... tími anna, en á sama tíma er það tímabil ljóss og ljósa- skreytinga í skammdeginu. Ég skreyti ... með hefð- bundum jólaskreytingum sem við höfum átt í mörg ár, ásamt eiginkonu og sonum. Jólahlaðborðið ... er grafinn lax í forrétt og lambahryggur og lambalæri með öllu meðlæti í aðalrétt. Grænar baunir eru ... nauðsyn- legar á jólaborðið. Laufabrauð ... gerum við með systur minni og fjölskyldum okkar. Jólaskraut fer utan á húsið mitt ... helst fyrsta í aðventu ef þess er nokkur kostur. Jólatréð skreytum við ... um miðjan desember þegar við höfum góðan tíma í það. Jólastemmningin ... er yndisleg. Hangikjöt er ... haft á jóladag hjá okkur. Malt og Appelsín eru ... nauðsyn- leg að hafa með jólamatnum. Jólasveinarnir eru ... hjá jólahús- inu sem við setjum upp á heimili okkar á hverjum jólum. Á Þorláksmessu fer ég ... stundum í skötuveislu en oftast förum við í kvöldkaffi til vinafólks. Aðfangadagur er ... haldinn með eiginkonu og sonum okkar. Um áramótin ætla ég ... að vera heima hjá mér að vanda með fjöl- skyldu minni og afkomendum, borða gott, horfa á skaupið og etv. skjóta upp smávegis. Grænar baunir eru ... nauðsynlegar á jólaborðið Aðventan í mínum huga ... er dásamlegur tími þrátt fyrir dimma daga Enginn vinningur? Þú átt enn möguleika! Skilaðu miðanum í kassa í næstu Nettó-verslun á Suðurnesjum. Næsti útdráttur er á Þorláksmessu kl. 18:00. Skafmiðaleikur Víku rfrétta og verslana á SuðurnesjumJólalukka Áramótablaði Víkurfrétta verður dreift um öll Suðurnes föstudaginn 27. og mánudaginn 30. desember. HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Gjafavöru- og blómabúð Tjarnargötu 3 - Sími 421-3855 Georg Jensen og Rosendahl gjafavörur - Kerti og úrval af smávöru GJAFAVÖRUR MEÐ30%AFSLÆTTI PÚÐAR 30-50% AFSLÁTTUR VALDAR 22 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.