Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 52
52 MATUR 18. október 2019 Það er lítið mál að töfra fram dásamlegt brauðmeti heima fyrir – Hér eru þrjár mjög ólíkar uppskriftir Hráefni: n 2 msk. þurrger n 2 bollar volgt vatn n 3 msk. sykur n 2 tsk. salt n 6 ½ bolli brauðhveiti n 3 egg n 50 g brætt smjör Aðferð: Byrjið á því að blanda þurrgeri, volgu vatni, sykri, salti og helmingnum af hveitinu vel saman. Leyfið þessu að standa í 5 mínútur. Blandið síðan eggjunum við, einu í einu. Því næst er smjörinu blandað við og því næst restinni af hveitinu. Skellið deig- inu á hreinan borðflöt sem búið er að dusta með hveiti og hnoðið það létt. Skellið deiginu í skál, stráið smá hveiti yfir, setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 1 klukkustund á þurrum og volgum stað. Skellið deiginu aftur á borð- flötinn og hnoðið það upp með smá hveiti. Skiptið deiginu í sirka 15 parta og búið til kúlur úr því. Raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu. Setj- ið viskastykkið yfir og leyfið stykkjun- um að hefast í 20–30 mínútur. Hitið ofninn í 200°C og bakið rúnnstykkin í 15–20 mínútur. Penslið þau með smjöri um leið og þau koma úr ofnin- um. Þið getið líka nuddað smjörstykk- inu á þau, þar sem smjörið bráðnar á stundinni. Njótið! Deig – Hráefni: n 1/3 bolli volgt vatn n ½ bolli léttmjólk n 1 msk. smjör n 1 pakki þurrger n 1 ½ tsk. sjávarsalt n 3 bollar hveiti n 1 egg n 3 msk. ólífuolía Fylling – Hráefni: n ¾ bolli rifinn ostur n 3 msk. rifinn parmesanostur n ½ bolli ólífur (saxaðar) n 2 hvítlauksgeirar (saxaðir) n 1 bolli skinka (grófsöxuð) n ¼ bolli ferskt basil (saxað) Toppur – Hráefni: n 1 msk. ólífuolía n 1 tsk. ítalskt krydd n ½ tsk. sjávarsalt n ½ tsk. hvítlaukskrydd Aðferð: Byrjum á deiginu. Hitið mjólkina og smjör- ið saman í örbylgjuofni þar til blandan er orðin volg og smjörið nánast bráðnað. Blandið þessu saman við vatnið, gerið og sjávarsaltið og leyfið þessu að bíða í um fimm mínútur, eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið síðan restinni af hrá- efnunum saman við og hnoðið vel saman. Smyrjið skál með örlítilli olíu og setjið deigið í hana. Setjið hreint viskastykki eða klút yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í um klukkustund. Fletjið deigið út og dreifið fyllingunni yfir. Rúllið deiginu síðan upp eins og þegar þið bakið kanilsnúða og færið rúlluna yfir á smjörpappírsklædda ofnplötu. Passið að snúa sárinu niður. Takið ykkur skæri í hönd og klippið í deigið hér og þar – þetta skref er ekki nauðsynlegt en gerir brauðið voða fallegt og leyfir fyllingunni að gægjast út hér og þar. Klæðið herlegheitin í plast- filmu og leyfið deiginu að hefast aftur í um 40 mínútur. Hitið ofninn í 175°C. Takið plastfilmuna af deiginu og blandið öllu vel saman sem á að fara í toppinn. Í toppinn má að sjálf- sögðu nota hvaða krydd sem er – fer allt eftir smekk. Penslið deigið vel með topp- inum og setjið plötuna síðan inn í ofn í 35–40 mínútur, eða þar til brauðið er orðið fallega gullinbrúnt. Leyfið brauðinu aðeins að bíða, bara í nokkrar mínútur, og byrjið svo gúfferíið! Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Æðisleg rúnnstykki Ómótstæðilegt ítalskt brauð Hráefni: n 2¼ tsk. þurrger n 1 bolli volgt vatn n 2 msk. volg nýmjólk n 3 msk. púðursykur n 4 msk. brætt smjör n 1 tsk. sjávarsalt n 3 bollar hveiti n 2 lítrar vatn n ½ bolli matarsódi Aðferð: Blandið vatni, mjólk, púðursykri og sjávarsalti saman í stórri skál og strá- ið þurrgeri yfir blönduna. Leyfið þessu að standa í um fimm mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið smjöri og hveiti saman við gerblönduna og hrærið þokkalega vel saman. Hnoðið deigið í 1–2 mín- útur í skálinni, skellið deiginu sem er búið að dusta hveiti á og hnoðið í 2–3 mínútur í viðbót. Smyrjið smá olíu í skálina og dembið deigkúlunni ofan í hana. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið þessu að hefast í 55–60 mínútur á volgum stað. Stillið ofninn á 230°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Á meðan vatnið er að hita sig búið þið til bollur úr deiginu, eins stórar og þið viljið. Þegar vatnið er byrjað að bull- sjóða skellið þið bollunum ofan í það, bara 1–2 í einu, og látið þær liggja í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sekúndur. Takið bollurnar upp úr vatninu og raðið á ofnplötuna. Sker- ið x í bollurnar, ekki mjög djúpt, strá- ið vel af sjávarsalti yfir þær og bakið í 14–16 mínútur, eða þar til bollurnar eru orðnar dásamlega dökkar og djú- sí. Ekki er verra að pensla þær með smjöri um leið og þær koma úr ofn- inum. Pretzel-rúnnstykki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.