Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 4
 „Það er léleg stemning á hlutabréfamarkaðnum og kaup- hliðin lítil,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans, um mikla lækkun á íslenskum hlutabréfa- markaði það sem af er árs. Vísitalan féll um 3,26 prósent í gær og nemur árslækkunin 13,44 prósentum á þeim fimm viðskipta- dögum sem af eru á árinu. Vísital- an endaði í gær í 5.469 stigum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan ágúst í hittifyrra. Þetta var í samræmi við lækkun á alþjóðleg- um hlutabréfamörkuðum þótt þró- unin hafi verið meiri hér en víða. Ástæðan er sú að vægi fjármála- fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni er talsvert meira en í öðrum löndum. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa lækkað frá miðju síð- asta ári eftir að vanskil jukust á fasteignalánamarkaði í Bandaríkj- unum. Í kjölfarið hefur álag á láns- fé farið í hæstu hæðir og gert skuldsetningu þunga í vöfum. Í ofanálag hefur ótti við samdráttar- skeið í bandarísku efnahagslífi og vísbendingar um að farið sé að hægja á vexti í Evrópu stýrt mark- aðnum beggja vegna Atlantsála. Fjármálasérfræðingar bæði hér og erlendis telja líkur á að seðla- bankar víða um heim muni bregð- ast við ástandinu með lækkun stýrivaxta fyrr en reiknað var með. „Menn eru hræddir við ytra umhverfi og ástandið [á hluta- bréfamörkuðum] lagast ekki fyrr en fjárfestar fá sjálfstraust aftur,“ bætir Edda Rós við og leggur áherslu á að lítið þurfi til að hreyfa við markaðnum, orðr- ómur um slæma lausafjárstöðu einstakra fjárfestingafélaga nægi. Edda sagði óhægt um vik að spá fyrir um hvenær lækkana- ferlinu verði náð en taldi líkur á að það muni gerast þegar jákvæð- ar fréttir berist, hvort heldur sem það verði af erlendum eða inn- lendum markaði. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, tekur undir með Eddu en bendir á að lausafjárþurrðin hafi valdið því að fjárfestar hafi leitað í tryggari fjárfestingar á borð við skulda- bréf. Markaður með slík bréf hefur verið líflegur upp á síðkastið sló veltumet í gær, þriðja daginn í röð. Dansk-grænlenska nefndin, sem í þrjú ár hefur unnið að gerð nýrra heimastjórnarlaga, getur nú hafið störf á ný eftir að hlé varð á þeim vegna dönsku þingkosning- anna í nóvem- ber. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Dan- merkur, upplýsti á þriðjudag að hann hefði ákveðið að skipta aðeins um einn dönsku fulltrú- anna í nefndinni, jafnvel þótt sumir þeirra væru nú hættir á þingi. Þeir fá nú tækifæri til að ljúka verkinu, sem var alveg að lokum komið í haust. Eini nýi fulltrúinn er Kim Andersen úr Venstre, sem tekur við af Birthe Rønn Hornbech sem er orðin ráðherra. Nefnd hefur aftur störf Vond stemning og sjálfstraustið lítið Úrvalsvísitalan hefur fallið alla daga ársins og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hittifyrra. Greiningardeildir banka segja markaðinn afar viðkvæman. „Þetta er kuldaleg byrj- un á árinu,“ segir Þórður Friðjóns- son, forstjóri íslensku Kauphallar- innar, um mikla lækkun á gengi hlutabréfa að undanförnu. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mikla lækkun í upphafi árs, að minnsta kosti ekki frá því ég kom til Kauphallarinnar árið 2002. En þótt það sé einna mest lækkun hjá okkur þá verður jafn- framt að hafa í huga að hlutabréfa- markaðir eiga víðast hvar í heim- inum undir högg að sækja um þessar mundir,“ segir Þórður og minnir á að hlutabréfavísitalan á Íslandi hafi á síðustu fimm árum eða svo hækkað langt um meira en sambærilegar vísitölur í Banda- ríkjunum og Evrópu. Þórður segir aðstæður á mark- aði nú vera þannig að búast megi við stimpingum þar til sér fyrir endann á þeim hremmingum sem séu á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. „Það glittir ábyggilega í betri tíð við sjónarrönd en það er ekki gott að segja hvar sjónarröndin er,“ segir forstjórinn og rifjar upp að gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hafi áður lækkað hratt. „Síðasta lækkunarhrina var í febrúar og mars 2006. Markaður- inn jafnaði sig þá tiltölulega fljótt og undir lok árs var hann að fullu búinn að rétta úr sér og gott betur,“ segir Þórður Friðjónsson. Kuldalegt en glittir í betri tíð jan feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. 2007 2008 Ú R V A L S V Í S I T A L A N 9.000 8.000 7.000 6.000 0 Ári eftir að ísbjarnarhúnninn Knútur, sem síðar varð heimsfrægur, var fjarlægður frá áhugalausri móður sinni í dýragarðinum í Berlín í Þýskalandi og uppeldið færðist í hendur dýragarðsvarð- ar virðist sagan vera að endur- taka sig. Í dýragarðinum í Nuremberg í Þýskalandi ákváðu stjórnendur á þriðjudag að fjarlægja mánaðar- gamlan ísbjarnarhún frá móður sinni Veru vegna ótta um að hún kynni að borða hann eftir að hún sást bera hann um í skoltinum. Annar ísbjörn, Vilma, fæddi húna í dýragarðinum um leið og Vera en talið er að hún hafi drepið þá og borðað vegna þess að þeir voru veikir. Húnn tekinn frá móður sinni Einingaverksmiðjan Borg, sem Kópavogsbær hefur kært til lögreglu fyrir að reka steypistöð í óleyfi á Kársnesi, óskar nú eftir því við bæjaryfir- völd að fá leyfi til rekstrarins. Borg hefur haft leyfi til að reka einingaverksmiðju en ágreiningur er um hvort það leyfi nái einnig til að framleiða og selja steypu. Nágrannar hafa kvartað undan steypistöðinni og bæjaryfirvöld segja Borg hafa unnið skemmdar- verk á eigum bæjarins utan við lóðina í Kársnesi. Afgreiðslu leyfisumsóknarinnar var frestað á síðasta fundi byggingarnefndar. Sækir um leyfi fyrir steypistöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.