Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2008, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 10.01.2008, Qupperneq 76
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Nú er þynnkutíð. Það er luntur í mannskapnum. Jólaskrautið er komið ofan í kassana. Allt orðið dimmt á ný. Allsnakin jólatré fjúka um göturnar, fyrrum gull- bryddað og ljósumvafið stofu- stáss, nú úrgangur. Jæja, þau verða þó að minnsta kosti að moltu, reyni ég að hugsa upp- byggilega og segi syni mínum á leið í leikskólann að jólatrén endi niðurkurluð í göngustíg ef þau verða heppin. Ég hugsa samt heimspekilega með sjálfum mér að örlög jólatrjánna séu eins og örlög manns sjálfs. Við eigum okkar tíma í gleðskapnum en endum sem molta. Og í sumum er kveikt, af starfsmönnum kirkju- garðanna eða óknyttastrákum. SAMT er gott að fólk hefur eitt- hvað til að stefna að nú þegar glaðlegri ofgnótt jólanna sleppir. Það helst að brenna af sér belginn og borga niður jólavísað. Hmm, ætti ég að skipta reikningnum í þrjá mánuði eða fjóra? hugsar maður í myrkrinu og bætir við (ekki ósvipað og á sama tíma í fyrra): djöfull ætla ég að standa mig í fjármálunum þetta árið og láta þetta ekki endurtaka sig um næstu jól. Á þessum tímapunkti, eins og ávallt þegar peningahugsanir eru of fyrirferðarmiklar, er eins og ævi manns opinberist. Það sem maður á ólifað birtist eins og excel-skjal og það er ófögur sýn: Endalaust hark til að borga niður reikninga. Síðasti greiðsluseðill- inn af íbúðinni kemur inn um lúg- una árið 2044, krónur 3.700.000 með vöxtum og verðbótum. EINS og segir í dægurlagi eftir Pál Óskar á maður bara eitt líf sem ber að njóta í botn því maður fær ekki annað tækifæri. Fáir halda því fram að maðurinn sé eilífðarvél með endalaus líf í bak- höndinni, hvað þá að peningalaus himnavist bíði manns með til- heyrandi afslappelsi. Þegar þetta liggur fyrir fer maður að íhuga leiðir út úr excel-skjalinu. Búferlaflutningur til afskekktrar eyju í Kyrrahafinu virðist væn- legur kostur. Maður fer jafnvel að skoða fasteignaauglýsingar á Puka Puka á netinu. ÞETTA ástand varir sem betur fer ekki lengi. Fjúkandi jólatrén eru tínd upp eitt af öðru og greiðsluþjónustan sér um vísað. Einn daginn fattar maður svo að daginn er farið að lengja allveru- lega. Ef maður dregur andann nógu djúpt má jafnvel finna lykt af vori. Örlitla lykt af vori en það er nóg. Fjúkandi jólatré F í t o n / S Í A Evrópa fellur! Vodafone stórlækkar verðið í Evrópu Vodafone styrkir sig enn í sessi sem besti ferðafélaginn því um áramótin stórlækkaði verð á símtölum hjá okkur innan Evrópu, eða um og yfir 50%. Með breytingunni eru öll lönd innan Evrópusambandsins og EES, auk Færeyja og Sviss, orðin eitt gjaldsvæði. Ef þú skráir þig í Vodafone Passport getur þú lækkað símkostnaðinn erlendis enn frekar. Frelsisviðskiptavinir njóta þess einnig að Vodafone er eina símafyrirtækið á Íslandi sem býður alvöru Frelsi í útlöndum – engir bakreikningar þegar heim er komið. Af íslensku símafyrirtækjunum býður Vodafone ferðalöngum í Evrópu besta verðið og reikisamninga við flest lönd. Allar nánari upplýsingar á www. vodafone.is Svona segjum við gleðilegt ár hjá Vodafone. Gríptu augnablikið og lifðu núna Í dag er fimmtudagurinn 10. janúar, 10. dagur ársins. 11:07 13:35 16:04 11:15 13:20 15:24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.