Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 40
 10. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● skólar & námskeið Íslenska konan er aldrei tignar- legri en íklædd íslenskum þjóð búningi, en meðal kvenna verður æ vinsælla að sauma sinn eigin búning. „Þjóðbúninganámskeiðin eru vin- sælust hjá okkur og frá árinu 1998 hefur þjóðbúningasaumur notið mestrar hylli,“ segir Ásdís Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis iðnaðarfélags Íslands, sem starfrækir Heimilisiðnaðar- skólann sem býður fjölbreytt námskeið á vetrum. „Við reynum að kenna alla ís- lensku þjóðbúningana sér því handverkið er mjög ólíkt. Nem- endur eru aldrei fleiri en sjö því vinnan er flókin og tímafrek fyrir kennarann, sem þarf mikið að leiðbeina og segja til,“ segir Ásdís, en alls tekur venjulegt námskeið í þjóðbúningasaumi þrjá mánuði. „Oft er ákveðið tilefni sem hvetur konur til að koma, eins og útskrift eða aðrir stórviðburðir, en einnig að þær hafa eignast gamalt kvensilfur, jafnvel bara einn lítinn hlut, sem þær vilja nýta og kaupa þá námskeið. Það hefur sýnt sig að konur sem sauma sjálfar sinn þjóðbúning eru duglegri að nota hann en konur sem eignast hann með öðrum hætti,“ segir Ásdís, en þrjú til fimm ár er algengt að taki að gera fald- og skautbúninga, sem eru þeir flóknustu í íslensku þjóðbúningafjölskyldunni. „Það er ekki vitað með vissu hvort íslenskar konur á öldum áður hafi allar verið svo flinkar í höndum að gera sinn eigin bún- ing en í ritum er getið um annál- aðar hannyrðakonur sem oft voru af heldri fjölskyldum sem höfðu tíma til að sitja við hannyrðir. Víst er að allar konur þurftu að nota nál og þráð, og sjálfsagt mun fleiri sem þurftu að sauma á sig sjálfar en getið er um í heimild- um. Konur í þá tíð áttu oftast eina flík til skiptanna og á þeim tíma var faldbúningur hversdags- klæðnaður, en mikil skreytiþörf virðist hafa ríkt og búningarnir bæði litríkir og margbrotnir með margs kyns handverki; kniplað, baldýrað og útsaumur með ullar- þræði,“ segir Ásdís um faldbún- inga, sem lögðust af um 1850 þegar konur fóru að nota innflutt- an klæðnað í meiri mæli. „Upp úr 1960 endurvakti Þjóð- dansafélag Íslands þessa elstu búninga. Frá árinu 2000 hefur áhuginn glæðst verulega og hópur innan Heimilisiðnaðarfélagsins, sem nefnist Faldafeykir, unnið markvissa rannsóknarvinnu á gömlu búningunum og endurgerð þeirra. Búningar á söfnum hafa verið rannsakaðir, en mikil vinna hefur ekki síst verið fólgin í því að finna alls kyns tillegg, efni og hluti sem framleiddir voru fyrir 200 árum og margt af því er er- lent. Í dag fáum við efni og tillegg alls staðar að úr heiminum, sem er mikið mál og vinna.“ Fyrsta námskeiðið í faldbún- ingasaumi, þar sem saumaður er 19. aldar upphluturinn, kostar sjö- tíu þúsund krónur og er þá fjórð- ungsvinnu lokið. Alls er kostn- aður um og yfir hálfa milljón að koma sér upp slíkum búningi en fullgerður er verðmæti hans um þrjár milljónir þegar öll handa- vinna er metin, en hún er talin í hundruðum klukkustunda. - þlg Þriggja milljóna króna klæði Hér stendur Ásdís Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilisiðnaðarfélags Íslands, í fögrum félagsskap íslenskra þjóðbúninga, en hinn skrautlegi faldbúningur stendur fremstur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heimilisiðnaðarskólinn hefur verið rekinn í um þrjátíu ár. Þar er boðið upp á námskeið þar sem kennd eru ýmis gömul vinnubrögð í greinum heimilisiðnaðar, handmennta og lista. Kennsla fer aðallega fram á kvöldnámskeiðum, en ein- staka námskeið eru kennd á daginn eða um helgar. Námskeið í boði við skólann eru til dæmis: Baldýring – Brjóstsykurgerð – Hekl – Hnífagerð, skepti og slíður – Jurtalitun – Leðurvinna – Lopapeysu- prjón – Myndvefnaður – Möttulsaumur – Orkering – Prjón: handstúkur og íleppar, sjöl, hyrnur og dúkar – Sauðskinnsskór – Skartgripa- og keðjugerð – Skyrtu- og svuntusaumur – Spjaldvefnaður – Tálgun – Tóvinna – Vefnaður – Vattarsaumur – Víravirki – Útsaumur – Þjóðbúningasaumur Námskeið í Heimilis- iðnaðarskólanum Skemmtileg námskeið Námskeið fyrir börn og unglinga: * Gítarnámskeið * Trommunámskeið * Bassanámskeið 10 vikna hljóðfæranámskeið ætlað byrjendum. Kennt í litlum hóptímum þar sem þátttakendum er raðað í hópa eftir aldri og getu. Námskeið fyrir fullorðna: * Partýgítarnámskeið * Leikskólagítarnámskeið 6 vikna skemmtileg gítarnámskeið ætluð byrjendum í gítarleik Upplýsingar og skráning á www.tonsalir.is ónsalir Bæjarlind 2 - Sími 534-3700 - www.tonsalir.is Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli þar sem leitast er við að viðhalda gleðinni í hljóðfæraleiknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.