Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 36
 10. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skólar & námskeið Símennt Háskólans í Reykja- vík býður upp á fjölda nám- skeiða. Nú á vorönn er boðið upp á nokkrar nýjungar og ber þar hæst Opinn háskóla þar sem al- menningi gefst kostur á að taka valin námskeið til eininga úr öllum deildum HR. Þetta hefur áður verið boðið í viðskiptadeild en nú er í fyrsta sinn í boði í laga- deild, tækni- og verkfræðideild, kennslufræði- og lýðheilsudeild og tölvunarfræðideild. Tinna Ösp Ragnarsdóttir verkefnastjóri segir viðtökurn- ar góðar, einstök námskeið séu þegar hafin en enn er verið að skrá í önnur. Þeir sem taka ein- stök fög innan HR í Opnum há- skóla fá einingarnar metnar sem nýtist vel ef ákvörðun er tekin um að halda áfram námi. Nám- skeiðin eru þau sömu og í dag- skóla en eru kennd á öðrum tíma sem hentar betur vinnandi fólki. „Fólk getur ekki klárað nám með þessum hætti en þetta er ágæt byrjun fyrir þá sem vilja prófa sig áfram,“ segir Tinna en nán- ari upplýsingar um Opinn há- skóla má fá á www.opinnhaskoli. hr.is. Aðrar nýjungar sem boðið er upp á á vorönn eru meistara- nám fyrir stjórnendur í heil- brigðisþjónustu, sem er gert í samstarfi við tvo virta háskóla, McGill-háskólann í Montreal í Kanada og Columbia-háskólann í New York. Þá verður frá og með hausti 2008 boðið upp á meistaranám í verkfræði: byggingarverkfræði, fjármálaverkfræði, rekstrar- verkfræði, heilbrigðisverk- fræði, hátækniverkfræði, orku- verkfræði og hugbúnaðarverk- fræði. Opinn háskóli fyrir almenning Nokkrar nýjunar verða í boði á þessu ári hjá Símennt Háskólans í Reykjavík. Ásdís Helga Bjarnadóttir er verkefnastjóri endurmennt- unar Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún lýsir því sem þar er að gerast á næstu vikum. „Flest námskeiðin í byrjun árs snúast um hesta og reiðmennsku. Þau eru ætluð almenningi og verða haldin á Hvanneyri og í ná- grenni en einnig dreifast þau að- eins um landið. Við reynum að bjóða námskeið á öllum starfs- sviðum skólans og á heimasíðunni okkar www.lbhi.is er listi yfir far- andnámskeið. Þau erum við yfir- leitt með tilbúin og fólk getur kall- að eftir þeim fyrir félög, klúbba eða hópa,“ segir Ásdís Helga. Hún nefnir einnig námskeið í mars um fjárhúsbyggingar og vinnu- hagræðingu. Þau verða hald- in á tveimur stöðum á landinu: á Kirkjubæjarklaustri og á Strönd- um. Skyldi staðarvalið fara eftir því hvar verið er að byggja flest fjárhús hverju sinni? „Nei. Yfirleitt byrjum við á því að bjóða námskeiðin fram á Hvanneyri. Síðan erum við í góðri samvinnu við ráðunautaskrifstof- ur um allt land og þær geta óskað eftir námskeiðum á sitt svæði. Í fyrra vorum við með fjárhúsbygg- inganámskeið hér á Hvanneyri og í Þingeyjarsýslum og nú komu beiðnir frá Klaustri og af Strönd- um. Garðyrkjutengd námskeið eru reyndar haldin fyrst á Reykj- um í Ölfusi en þau fara líka út á land ef fólk óskar eftir og nú eru Eyfirðingar að fá eitt slíkt til sín. Þannig byggjum við þetta upp.“ Áburður og áburðarnotkun heit- ir eitt námskeiðanna. Það verður á Egilsstöðum. „Nú eru bændur að spá í áburðarkaupin sem er einn af stóru kostnaðarliðunum við búskap- inn. Því er kjörið tækifæri fyrir þá að fræðast um hvernig hægt er að reikna út áburðarþörfina og hvaða tegundir henta hvar. Það var óskað eftir þessu námskeiði til Egilsstaða og þangað fer það.“ Ásdís Helga minnist einnig á handverksnámskeið eins og flóka- gerð og spuna sem unnin eru í samstarfi við Ullarselið á Hvann- eyri. „Með þeim erum við að vekja athygli á nýtingu afurða í land- búnaðinum. Ullin er svo frábært hráefni. Þessi námskeið henta til dæmis vel leikskóla- og grunn- skólakennurum. Svo höfum við líka verið að sinna arkitektum, skipulagsfræðingum og skrúð- garðyrkjumeisturum.“ Að lokum bendir hún á að námskeið Land- búnaðarháskólans séu mörg hver styrkhæf. - gun Flest námskeiðin eru farandnámskeið Útihúsabyggingar er eitt af því sem hægt er að læra um á námskeiðunum. „Við reynum að bjóða námskeið á öllum starfssviðum skólans,“ segir Ásdís Helga, verkefnastjóri endurmenntunar í Landbúnaðarháskóla Íslands. Jack Canfield er í hópi eftirsóttustu fyrirlesara Bandaríkjanna. Hann hefur rannsakað hverjir ná árangri og hverjir ekki og hvað það er sem gerir gæfumuninn. Hann verður staddur á Íslandi í byrjun febrúar og heldur námsstefnu um árang- ursþjálfun í Háskólabíói. Tíu mánuði ársins ferðast Jack Canfield um heim- inn og talar til áheyrenda í Evrópu, Asíu, Norður-Am- eríku og í Afríku. Nú er komið að Íslandi en Canfi- eld heldur námsstefnu í Háskólabíói 2. febrúar næst- komandi. Kristján Viðar Haraldsson er framkvæmdastjóri New Vision sem sér um viðburðinn. „Canfield mun fjalla um lögmál sem hann segir frá í bók sinni The Success Principles: How to Get From Where You Are to Where You Want to Be,“ segir Kristján. „Um lög- mál þessi og hvernig við getum mótað þau og beitt þeim. Um leið segir hann örugglega einhverjar ár- angurssögur, hann kann ógrynni af þeim,“ bætir Kristján við. Jack Canfield hefur háskólapróf frá Harvard og Massachusetts-háskóla. Hann er þekktur víða um heim undir heitinu „Árangursþjálfari Bandaríkj- anna“. Nýjasta bók hans gæti útlagst á íslensku sem Árangurslögmálin: Hvernig þú kemst þaðan sem þú ert þangað sem þig langar að vera. Í bókinni er að finna 64 aðferðir sem afreksmenn á öllum svið- um mannlífsins hafa notað, að sögn, með góðum ár- angri. „ „Í rauninni er markhópurinn fyrir námsstefnuna allir, bæði fólk í viðskiptum og eins fólk sem hefur áhuga á að ná markmiðum sínum á næsta ári og hefur gott af því að fá spark í rassinn. Það er mikilvægt að fólk noti það sem það lærir, það á að vera hægt að taka vel á í sínu lífi eftir að hafa hlustað á Jack Can- field.“ segir Kristján Viðar. Áhugasömum er bent á heimasíðuna newvision.is. - nrg Árangursþjálfari Banda- ríkjanna með námsstefnu Jack Canfield er annar höfunda „Chicken Soup for the Soul,“ og var töluvert áberandi í kvikmyndinni „The Secret“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.