Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 28
[ ] Einn, tveir, einn, tveir. Ný líkamsræktarstöð með spa-aðstöðu hefur verið opnuð á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík. Í tækjasalnum eru þjálfarar til aðstoðar almenn- ingi og herðanudd eftir æfingar er innifalið í prógramminu. „Hér er fullkomin líkamsræktar- stöð með tækjasal og líka spa sem felst í heitum potti ásamt gufubaði og nuddi,“ segir Sólveig Bjarna- dóttir, starfsmaður í móttöku Grand Spa, og sýnir aðstöðuna. Þar er meðal annars fullkomin La Mer snyrtistofa, ein fjögurra slíkra í heiminum, og herbergi til að slaka á í og teygja. Athygli vekur veggur með drag- vírum. Sólveig segir þá koma í stað lóða. „Þetta nefnist Kinesis og er nýtt æfingarform. Fólk færir sig eftir veggnum og tekur hvern líkamspart fyrir í einu. Þannig notar það allt hreyfisviðið eðli- lega.“ Önnur nýjung er skíða-fitness og golf-fitness. „Þá getur mann- eskja sem er mikið á skíðum þjálf- að vöðva sem hún þarf að styrkja vegna skíðaíþróttarinnar. Sama á við um golfið. Allir eiga að fá sem mest út úr þessu,“ segir Sólveig. Íþróttafræðingurinn Goran Micic er með leiðbeiningar um mataræði og námskeið sem byggj- ast á stöðvarþjálfun að sögn Sól- veigar. „Námskeiðin eru fyrir allan aldur og bæði kyn. Allir geta verið á sínum hraða og í hvaða formi sem er. Þarna er miðað við getu hvers og eins og fengið það út úr þjálfuninni sem þeir þurfa,“ lýsir hún. Svo kemur eitt trompið enn. Handklæði fylgja með fyrir hvern og einn þannig að fólk losn- ar við stöðugan handklæðaþvott á heimilunum. Lífrænt kaffi er í boði Grand Spa og þeir sem eru á námskeiði fá orkudrykk eftir hverja æfingu. Auk þess er boost- bar á staðnum. Í tækjasalnum eru þjálfarar ávallt tilbúnir að aðstoða fólk að sögn Sólveigar og þeir þátttakend- ur sem eru í föstum tímum fá þjálf- unarprógramm og geta fengið vigtun og mælingu. Þar sem stöðin er inni á hóteli fær Sólveig veiga- mikla spurningu. Er þetta stöð fyrir almenning eða bara fyrir hót- elgesti? „Þetta er sjálfstætt rekin stöð og er fyrir hvern sem er. Við reynum að hafa hana þannig að fólk sé í friði frá umheiminum og ekkert að spekúlera í hvernig veðr- ið sé úti. Það er bara í sínum heimi.“ gun@frettabladid.is Dragvírar í stað lóða Á spa-svæðinu er boðið upp á herða- nudd eftir æfingar. „Allir fá handklæði í hvert skipti sem þeir koma,“ segir Sólveig Bjarnadóttir, starfs- maður í afgreiðslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Heilsudrykkir ýmiss konar njóta nú mikilla vinsælda eftir ofát jólanna. Setja má heilmikla hollustu í eitt glas af safa og þeir sem eiga safapressu leika sér oft með ýmsar samsetningar. Til dæmis er engifer góður gegn kvefi sem og ýmiss konar vítamín í grænmeti og ávöxtum. Reyklaus spítali Æ FLEIRI REYKHERBERGJUM Á LANDSPÍTALA ER LOKAÐ. Nú nýverið var reykherbergjum á öldrunarsviði á Landakoti og á end- urhæfingarsviði á Grensási lokað en í desember var reykherbergi á sjúkrahótelinu lokað. Þetta er liður í því að gera Landspítala að reyk- lausu sjúkrahúsi en 15. ágúst í fyrra var reykherbergjum sjúklinga á Landspítala Fossvogi og á bráða- deildum við Hringbraut lokað. Um leið er þó lögð áhersla á að hjálpa fólki að hætta að reykja á meðan það dvelur á Landspítala og sjúklingum boðin meðferð meðan á innlögn stendur. Upplýsingar, stuðningur og meðferð hjálparlyfja til reyk- leysis fyrir sjúklinga eru á hönd- um þeirra sem annast meðferð á deildum. Þá hefur á geðsviði verið sett fram meðferðaráætl- un sem byggir á virkum stuðn- ingi við að hjálpa sjúklingum að hætta að reykja meðan þeir dvelja á sjúkrahúsinu. Kinesis. Veggur með dragvírum. / rakel@osk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.