Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 37
Það er fátt jólalegra og rómantískara en að njóta góðra veitinga yfir að-ventuna með útsýni yfir mannlífið
á Austurvelli. Gestgjafar Borgar Restaur-
ant, hjónin Þóra Sigurðardóttir og Völ-
undur Snær, bjóða í annað skiptið upp á
glæsilegt jólahlaðborð yfir jólin. Að sögn
Þóru hefur eldhús veitingastaðarins ný-
lega verið gert upp og er það nú eitt það
glæsilegasta hér á landi. Auk þess er búið
að stækka salinn þannig að hægt sé að
taka á móti fleiri gestum en áður. „Við
opnuðum hér í upphafi árs 2013 og héld-
um fyrsta jólahlaðborð okkar sama ár.
Viðtökurnar voru mjög góðar enda sam-
einast í jólahlaðborðum okkar bæði klass-
ískir og frumlegir réttir, fallegur salur og
þessi sérstaka stemning sem ríkir hér við
Austurvöll.“
Gestir Borgar Restaurant verða
í góðum höndum að sögn Þóru.
„Aníta Ösp Ingólfsdóttir er yfir-
matreiðslumaður hjá okkur og
er sannarlega mikill snilling-
ur. Til að toppa okkur enn frek-
ar fengum við Sturlu Birgisson
til liðs við okkur en hann þarf
vart að kynna fyrir landsmönn-
um, svo lengi hefur hann verið
í fremstu röð matreiðslumanna
hérlendis.“
Klassík í bland við nýjungar
Úrval forrétta og eftirrétta verður borið
beint á borð gesta en aðalréttina verður
að finna á glæsilegu hlaðborði. „Hér finna
gestir allar þessar klassísku jólahlað-
borðsveitingar á borð við hamborgarhrygg,
hangikjöt, kalkún og fleiri rétti en auk
þeirra eru ýmsir ljúffengir sérréttir í boði.
Þar má m.a. nefna patéin okkar en þau eru
öll matreidd hér frá grunni af Sturlu. Einn-
ig bjóðum við upp á fennelgrafinn lax að
hætti Jóhannesar á Borginni og súkkulaði-
köku að hætti Karolínu konu hans.
Jólahlaðborð Borgar Restaurant hefj-
ast 20. nóvember og standa yfir til 22.
desember. „Jólahlaðborð okkar er í boði
alla daga vikunnar, bæði í hádeginu og á
kvöldin. Í hádeginu geta gestir líka brot-
ið þetta upp með síldarævintýri þar sem
boðið er upp á sjö síldarrétti, rúgbrauð
og smjör og jólafjarkanum en þá fá gestir
fjóra gómsæta rétti.“
Margir fastagestir
Jólahlaðborðið kostar 9.900 kr. á föstu-
dögum til sunnudags en 8.900 kr. á mánu-
dögum til fimmtudags. Jólahlaðborð í há-
deginu kostar 3.500 kr. á virkum dögum
en 4.900 um helgar. Síldarævintýrið kost-
ar 1.990 kr. og einnig jólafjarkinn.
Á Þorláksmessu tekur svo hið geysivin-
sæla skötuhlaðborð við. „Skötuhlaðborð-
in á Borginni eru löngu orðin sögufræg.
Margir fastagestir hreinlega grétu í fyrra
þegar þeim var ljóst að þeir gátu hvorki
mætt í jólahlaðborð okkar né skötuhlað-
borðið þegar hér var lokað vegna breyt-
inga. Enda á staðurinn marga gallharða
viðskiptavini sem mæta hingað ár eftir ár
og finnst fátt betra en að njóta jólanna við
Austurvöll.“
Allar nánari upplýsingar má finna á
www.borgrestaurant.is.
Jólin byrja alltaf á Borginni
Fátt er betra en að njóta jólanna í fallegu og rómantísku umhverfi við Austurvöll. Borg Restaurant býður upp á geysivinsælt
jólahlaðborð sitt yfir aðventuna þar sem blandað er saman klassískum réttum í bland við spennandi sérrétti að hætti hússins.
Gestir Borgar Restaurant verða í góðum höndum matreiðslumeistaranna Sturlu Birgissonar og Anítu Aspar Ingólfsdóttur sem bjóða upp á klassíska rétti í bland við ýmsar
nýjungar. Búið er að endurnýja eldhúsið sem er eitt hið glæsilegasta hér á landi og stækka salinn sem rúmar nú fleirir gesti. MYND/STEFÁN
jólahlaðborð
laUGarDaGUr 10. október 2015 Kynningarblað borgin restaurant, VoX, Satt, Slippbarinn og hótel Örk.