Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 44
Fólk| matur LauS VIÐ BJÚG Nanna hafði lengi verið í stríði við mikinn bjúg á fótunum. Nú er hann horfinn og hún notar tveimur númerum minni skó. MYND/ANTON briNk GOtt BrauÐ kúrbíts-súkkulaðibrauð með sveskjum. en ég gerði. Ég passa ekki lengur í gömlu skóna svo ég hef þurft að endurnýja fataskápinn að öllu leyti,“ segir hún. BakaÐ án SykurS Nanna er þekktur matgæðingur. Hún hefur gefið út fjölda mat­ reiðslubóka, verið matarblaða­ maður hjá tímaritum og ritstýrt fjölda þýddra matreiðslubóka. Hún starfar hjá Forlaginu og hef­ ur gefið út tvær bækur á þessu ári, aðra með sykurlausu matar­ æði. Það hlýtur að vera erfitt fyrir slíkan ástríðukokk að neita sér um sætmeti. Hún segist þó ekki finna fyrir því. „Mér finnst þetta ekki erfitt, ég borða flest allan mat. Hugsa bara meira um hvað ég borða og hversu mikið. Ég borða brauð, helst það sem ég baka sjálf, og vel frekar heil­ hveiti en hveiti. Samt er ég ekk­ ert að sneiða hjá hveiti heldur finnst mér hitt betra. Ég sleppi hins vegar öllum sykri og sætu­ efnum en borða ávaxtasykur og nota hann gjarnan í bakstur. Oft eru ávextir á borðum hér í vinnunni og ef þeir verða of þroskaðir þá baka ég úr þeim. Það kom mér reyndar mjög á óvart hversu auðvelt þetta hefur verið. Ég hefði haldið að þetta væri erfitt. Ég hélt að ég væri sykurfíkill og háð sætindum. Það reyndist ekki vera. Vel getur verið að sykurleysi sé erfitt fyrir suma en þetta hefur reynst létt fyrir mig,“ segir hún. „Þegar ég fer í kökuveislu sneiði ég hjá öllu sætu og vel frekar brauð­ rétti eða annað ósætt. Það er ekkert vandamál fyrir mig að sleppa kökum, sælgæti, djúsum og gosdrykkjum. Ég les inni­ haldslýsingar á öllum umbúðum og sleppi því sem sykur er í. Ég kaupi til dæmis alltaf óspraut­ aðar kjúklingabringur en það hef ég alltaf gert hvort eð er,“ segir hún og bætir við að sykur leynist í ótrúlega mörgum mat­ vælum þegar að er gáð. „Ég las um daginn að í bresk­ um stórmörkuðum er sykur í 80­85% matvæla. Sykur er líka í mörgum mjólkurvörum en ég kaupi alltaf hreint skyr eða hreina jógúrt. Ég borða hreina jógúrt á hverjum morgni með ávöxtum og sykurlausu múslí sem ég bý sjálf til. Það er í raun margt sem hægt er að útbúa án sykurs. Ég baka til dæmis oft án þess að nota sykur. Stundum baka ég með sykri handa öðrum, til dæmis barnabörnunum en ég reyni þá að minnka skammtinn.“ JóLaSkap um heLGIna Stundum er sagt að sykur sé eitur, jafnvel fíkniefni. Nanna er ekki sammála því. „Mér finnst fárán legt að líkja sykri við heró­ ín. Það er móðgun við alvöru fíkla. Eins og allt annað er sykur óhollur í óhófi. Ég myndi mæla með að fólk prófaði að taka út sykurinn, sérstaklega ef fólk finnur fyrir einkennum eins og ég gerði. Fyrir mig hefur þetta líka reynst góð leið til að léttast.“ Þegar Nanna er spurð hvað sé á döfinni um helgina hlær hún og segir að hún muni líklegast vinna talsvert með sykur um helgina. „Jólin eru fram undan. Ég útbý matarþátt fyrir tímaritið Man og er að undirbúa uppskrift að jóla­ mat. Það verður bæði sætt og sykurlaust. Ég ætla því að vera í jólaskapi um helgina,“ segir Nanna en hún er vön því að jólin komi snemma hjá sér. „Þegar maður vinnur í bókaútgáfu þá eru jólabækurnar yfirleitt komn­ ar í prentsmiðju um þetta leyti.“ Nanna hefur gaman af því að ferðast. Hún fer alltaf á eigin veg­ um og kýs að ferðast ein. „Ég fór til Madeira um síðustu jól og er núna nýkomin frá Porto í Portú­ gal. Ég hef tekið á leigu íbúðir og verið mjög heppin,“ segir Nanna sem segist annars vera mjög heimakær kona. „Ég er grúskari, les gömul blöð á timarit.is og hef yndi af glæpasögum.“ Nanna gefur hér uppskrift úr bók sinni, Sætmeti án sykurs og sætuefna. kÚrBítS-SÚkkuLaÐIBrauÐ meÐ SVeSkJum Vissulega er ein leið til að auka grænmetisneyslu sú að nota grænmetið í bakstri en gulrótar­ kökur, kúrbítsbrauð og þess háttar bakkelsi er oft stútfullt af sykri og þá fer nú hollustan fyrir lítið. Í þessu kúrbítsbrauði notaði ég hins vegar sveskjur og appelsínusafa til að sæta, það ætti að vera ögn hollara. 350 g kúrbítur 200 g steinlausar sveskjur, mjúkar 125 g smjör, lint 3 egg 100 ml nýkreistur appelsínusafi 1 1/2 tsk. vanilluessens rifinn börkur af 1 sítrónu 250 g heilhveiti 40 g kakóduft 2 1/2 tsk. lyftiduft 1 tsk matarsódi 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. salt Hitaðu ofninn í 165°C. Rífðu kúrbítinn á grófu rifjárni og pressaðu svo eins mikinn safa úr honum og þú getur, annað­ hvort með því að setja hann í t.d. kartöflupressu eða setja hann á viskastykki og vinda það vel. Maukaðu sveskjurnar í mat­ vinnsluvél og hrærðu smjöri og eggjum saman við og síðan app­ elsínusafa, vanilluessens og sí­ trónuberki. Blandaðu heilhveiti, kakódufti, lyftidufti, matarsóda, kanil og salti saman og hrærðu það saman við deigið. Blandaðu að lokum kúrbítnum saman við með sleikju. Settu deigið í pappírs­ klætt jólakökuform og bakaðu brauðið á neðstu rim í ofni í um 50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið er í það kemur hreinn út. Láttu það kólna dá­ lítið í forminu en settu það svo á grind og láttu það kólna alveg. n elin@365.is önnur SkóStærÐ Nanna hefur þurft að taka til í fataskápnum, enda hefur hún misst 20 kíló og notar nú tveimur númerum minni skó. ↣ Fæst í apótekum og heilsubúðum w w w .z en b ev .i s - U m b o ð : v it ex e h f Friðsælar nætur Streitulausir dagar Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Vísindaleg sönnun á virkni http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/16053244 http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18066139 Melatónin Náttúrulegt Upplýsingasími 896 6949 og www.vitex.is ZenBev Triptófan úr graskersfræjum Upplýsingar www.SUPERBEETS.is vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa Nýsköpunarmiðstöð Íslands NO. - 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Betri heilsa Fæst í apótekum og heilsubúðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.