Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 8 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 8 . s e p t e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Lilja Alfreðsdóttir skrifar um virðisaukaskatt á bækur. 14 sport Blikar geta rænt titlinum af Þór/KA í lokaumferðinni í dag. 12 Menning Kvenfólk – sagnfræði og söngur á Akureyri. 32 lÍFið Bubbi Morthens er hrifinn af rapp­ laginu B.O.B.A en það er innblásið af mismælum hans. 46 plús 2 sér- blöð l Fólk l  einingahús *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 BRÚÐHJÓNALISTAR Matar-­&­kaffistell­í­miklu­úrvali LAUGAVEGI 178 – S: 568 9955 NÝTT - 25 % Verð áður 5399 kr. kg 3999 kr.kg Ungnauta piparsteik file, Írland Viðskipti Eignir hugbúnaðarfyrir­ tækisins Azazo, sem er meðal ann­ ars í eigu lífeyrissjóða og áhættu­ fjárfestingarsjóðs í eigu íslenska ríkisins, hafa verið kyrrsettar og rambar það á barmi gjaldþrots. Brynja Guðmundsdóttir, fyrrver­ andi forstjóri og stofnandi Azazo, fór fram á kyrrsetninguna og hefur stefnt félaginu fyrir dómstóla eftir að ráðningarsamningi hennar var rift í kjölfar mikilla deilna á milli hennar og stjórnarmanna. Hún fór fram á kyrrsetninguna vegna launa­ kröfu sem hún segist eiga upp á 65 milljónir króna. Tap Azazo í fyrra nam 633 milljónum króna. „Félagið stendur mjög illa. Þetta er löng saga í samskiptum á milli stofnanda og stjórnar í gegnum tíðina sem hefur ekki gengið átaka­ laust fyrir sig,“ segir Friðrik Friðriks­ son, stjórnarformaður Azazo og full­ trúi stærsta hluthafa fyrirtækisins, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA), í stjórn þess. Ráðningarsamningi Brynju, næststærsta hluthafa Azazo, var rift 6. júlí. Velta fyrirtækisins á fyrri helmingi þessa árs hafði þá lækkað um 33 prósent samanborið við sama tímabil í fyrra og fjárhags­ staðan versnað umtalsvert. Stjórn Azazo telur Brynju hafa haldið eftir upplýsingum um raunverulega stöðu fyrirtækisins og fegrað bók­ hald þess. Þessu hafnar hún alfarið. Hlutafé félagsins var nýverið lækkað og stjórnin vinnur að skuldabréfa­ útgáfu í von um að fá inn fjármagn. „Ég er eini hluthafinn með ábyrgðir, það er að segja í ábyrgð fyrir yfirdráttarskuld fyrirtækis­ ins, og ég er búin að reyna ítrekað síðustu ár að fá stjórnina til að losa mig undan henni eða aðrir hlut­ hafar beri þær byrðar með mér. Þegar samningnum var rift fékk ég ekki greitt uppsafnað orlof eða þá daga sem ég hafði unnið í júlí. Ég tók tugi milljóna króna í lán og setti inn í fyrirtækið og skuldsetti mig í botn til að bjarga því, og hef hafnað öllum ásökunum stjórnarinnar og tel uppsögnina ólögmæta,“ segir Brynja. – hg / sjá síðu 12 Eignir kyrrsettar og Azazo í gjörgæslu Lífeyrissjóðir og íslenska ríkið eru hluthafar í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo sem rambar nú á barmi gjaldþrots. Forstjórinn fyrrverandi hefur stefnt félaginu eftir að ráðningarsamningi við hana var rift. Hafnar ásökunum stjórnarinnar sem hún hefur deilt við í þrjú ár. Brynja Guð- mundsdóttir, fyrrverandi for- stjóri Azazo Meira en 800 manns skráðu sig á fund Icelandair á Hilton Nordica Hóteli í gær. Þar fór fram kynningarfundur fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nýja námsleið á vegum Icelandair. Upphaflega stóð til að halda fundinn í þjálfunarsetri Icelandair, sem staðsett er í Hafnarfirði. En vegna fjölda þátttakenda var ákveðið að færa fundinn. FréttABlAðið/Anton Brink saMgöngur Samfélagslegur kostn­ aður af umferðarslysum á helstu stofnæðum í kring um höfuðborgar­ svæðið nam tæpum 16 milljörðum á árunum 2012 til 2016. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um fjár­ mögnun framkvæmda við helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgar­ svæðinu. Formaður starfshópsins segir að með tölunum megi glöggva sig á hversu lengi umbætur á veg­ unum yrðu að borga sig upp. Starfshópurinn kynnir skýrslu sína á Samgönguþingi í dag. Heild­ arfjárfesting framkvæmdanna sem starfshópurinn leggur til að ráðist verði í á Suðurlandsvegi, Vestur­ landsvegi og Reykjanesbraut nemur 56 milljörðum króna og mun hóp­ urinn einnig kynna hugmyndir að fjármögnun framkvæmda með veg­ gjöldum. – aá / sjá síðu 4 Umferðarslys kosta milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.