Fréttablaðið - 28.09.2017, Page 10

Fréttablaðið - 28.09.2017, Page 10
Regnið byrjar með stökum dropa. Manal al-Sharif, skipuleggjandi Women2Drive herferðarinnar Sádi-ArAbíA „Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persa- flóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýr- ið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggj- enda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fang- elsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi- Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi- Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karl- menn hafa hingað til mátt taka bíl- próf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráð- leggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður til- skipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkj- unum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterr es, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi- Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafn- rétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádi- arabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. thorgnyr@frettabladid.is Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum löng. Enn er þó langt í land og konur þykja kúgaðar á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Konum í Sádi-Arabíu verður brátt heimilt að keyra. NordicphotoS/AFp írAk Haider al-Abadi, forsætis- ráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálf- stæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. Írakar, sem og alþjóðasamfélagið, hafa gagnrýnt kosningarnar harð- lega. Krafðist íraska ríkisstjórnin þess að þær yrðu ekki haldnar og lýsti þær ólöglegar. Al-Abadi sagði í gær að hann myndi „aldrei nokkurn tímann ræða niðurstöðuna“ við yfirvöld á svæð- inu og kallaði eftir því að Kúrdar hæfu viðræður á hátt sem stenst stjórnarskrá landsins. Kúrdar hafa áður sagt að jákvæð útkoma kosninganna myndi ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfir- lýsingu. Hún myndi fremur veita umboð til að hefja viðræður við Íraksstjórn og nærliggjandi ríki um sjálfstæði. „Ef þau vilja hefja viðræður verða þau að ógilda niðurstöður kosning- anna sem og kosningarnar sjálfar,“ sagði al-Abadi. Enn fremur sagði hann forgangsmál sitt nú vera að vernda íbúa ríkisins og lofaði hann því að verja Kúrda gegn hvaða árás- um sem er. – þea Niðurstöðurnar verði gerðar ógildar haider al-Abadi krefst ógildingar kosninga Kúrda. FréttAblAðið/EpA ÞýSkAlAnd Óljóst er hvaða flokkar munu mynda ríkisstjórn í Þýskalandi eftir nýafstaðnar kosningar. BBC greinir frá því að óvissan hafi leitt til þess að gengi evrunnar mældist lægra í gær en það hefur gert undan- farinn mánuð. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar (CDU/CSU), undir for- ystu Angelu Merkel, muni leiða ríkis- stjórn með Frjálslynda demókrata (FDP) og Græningja sér við hlið. Það er eini mögulegi meirihlutinn ef frá eru talin stjórnarmynstur með flokkum sem hafa útilokað samstarf með ákveðnum flokkum eða ríkis- stjórnarsetu alfarið. Christian Lindner, leiðtogi FDP, sagði í samtali við Die Welt í gær að þótt stærðfræðin gengi upp teldi flokkurinn sig hafa umboð til að breyta stefnu þýskra stjórnmála. Flokkur Linder var annar tveggja sem bættu við sig meira en eins pró- sentustigs fylgi frá 2013. Talið er að lengst sé á milli Græn- ingja og FDP. Eru flokkarnir til að mynda ósammála í mennta-, inn- flytjenda- og Evrópumálum, að því er BBC greinir frá. – þea Erfitt verkefni fram undan Angela Merkel kanslari reynir að mynda ríkisstjórn. NordicphotoS/AFp · Skýrsla stjórnar · Endurskoðaðir reikningar félagsins · Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins · Atkvæði um skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga · Breytingar á samþykktum félagsins · Kjör formanns til eins árs · Stjórnarkjör · Kjör löggilts endurskoðanda og eins skoðunarmanns · Ákvörðun um félagsgjald · Önnur mál Aðalfundur AFS á Íslandi verður haldinn kl. 14.00, laugardaginn 7. október í húsnæði samtakanna í Skipholti 50c. Skipholt 50C | 552 5450 | info-isl@afs.org | afs.isfacebook.com/skiptinemi AÐALFUNDUR #AFSeffect Fu n d ar ef n i Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Sólgleraugnadagar 20% afsláttur 2 8 . S e p t e m b e r 2 0 1 7 F i m m t U d A G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.