Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 8

Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Í tengslum við nýkynnt fjárlöghafa orðið umræður um sífellt aukin útgjöld ríkisins og er ekki vanþörf á. Í grein Óla Björns Kárasonar alþingismanns hér í blaðinu í gær kom fram að frá árinu 2017 til næsta árs, á þremur ár- um, sé gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um 139 milljarða króna, eða um 18% að raungildi. Hvernig sem á það er litið þá er það gríðarleg útgjalda- aukning. Ef horft er lengra aftur verða tölurnar enn meira sláandi og ættu að vekja fólk til umhugs- unar um að nauðsynlegt sé að stöðva útgjaldaaukninguna eigi ekki illa að fara.    Á vef Hagstofunnar má sjá línu-rit yfir þróun útgjalda hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, frá árinu 1980 til 2018, eða á 38 ára tímabili. Árið 1980 voru út- gjöld hins opinbera 34% af lands- framleiðslunni en voru 42% í fyrra. Haldi þessi vöxtur áfram verður hlutur hins opinbera kominn í um það bil helming landsframleiðsl- unnar um miðja öldina og flestir hljóta að vera sammála um að slík þróun er ískyggileg.    Hluti af vextinum kemur framhjá ríkinu, sem er með rúm 30% af landsframleiðslunni, en ört vaxandi hlutur sveitarfélaganna, sem farið hafa úr 7% í 13% lands- framleiðslunnar, er enn meira áhyggjuefni.    Nauðsynlegt er að stjórnmála-menn, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi, séu meðvitaðir um þessa hættulegu þróun og grípi til ráðstafana til að draga úr umsvif- unum áður en það verður um seinan. Ískyggilegur vöxtur hins opinbera STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Garðabær hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi á Álftanesi vegna for- setasetursins á Bessastöðum. Tillagan gerir ráð fyrir breyting- um á aðkomu og bílastæðum framan við Bessastaði. Gert er ráð fyrir að bílastæði í brekkunni norðan og vestan við kirkju verð flutt yfir á túnið norðan við núverandi heimreið og fjær forsetasetrinu. Gert verður ráð fyrir um 110 bílastæðum sem munu hafa grænt yfirbragð og ætlað að vera áfram hluti af túnum Bessa- staða. Ný almenningsstæði á túninu verða lögð hertum grasmottum. Jafnframt verður gert ráð fyrir stæðum fyrir hópferðabíla meðfram heimreið að norðanverðu. Öryggis- hlið færist til. Markmið breytingar- tillögunnar er að að auka öryggi og bæta aðgengi ferðamanna og ann- arra sem sækja Bessastaði heim. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að á síðustu árum hafi um- ferð að Bessastöðum aukist veru- lega, bæði í tengslum við fjölgun ferðamanna og umfang við opinber- ar móttökur embættisins. Það eitt og sér hafi kallað á auknar öryggis- kröfur og endurskoðun á umferðar- flæði almennt. Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta gert athugasemdirer til og með 22. október nk. sisi@mbl.is Græn bílastæði við Bessastaði  Umferð að staðn- um hefur stóraukist undanfarin ár Morgunblaðið/Ófeigur Bessastaðir Umferð á staðinn hef- ur stóraukist á undanförnum árum. Að meðaltali voru 375 manns á bið- lista eftir hjúkrunarrými á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt upplýs- ingum frá embætti landlæknis. Fram kemur á heimasíðu embætt- isins að biðlisti hafi lengst umtals- vert frá árinu 2014 og náð hámarki í lok árs 2018 en heldur styst það sem af sé ári. Einkum fjölgaði í hópi þeirra sem höfðu beðið lengur en 90 daga á tilgreindum tímapunktum. Í yfirliti landlæknisembættisins kemur fram að flestum rýmum hafi verið úthlutað á fyrsta ársfjórðungi hvers árs. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2019 fengu 273 einstaklingar hjúkrunar- rými, fleiri en árin á undan. Af þeim biðu ríflega 50% lengur en 90 daga. Það hlutfall var innan við 20% á sama tímabili ársins 2014 og fór í fyrsta skipti yfir 50% á fyrsta árs- fjórðungi ársins 2019. Hjúkrunarrýmum fjölgar lítið Lítil fjölgun varð á hjúkrunar- rýmum á landsvísu á síðustu 10 ár- um, að sögn landlæknisembættisins. Árið 2017 fækkaði rýmum og ekkert hjúkrunarrými bættist við árið 2018. Á árinu 2019 hafa ný hjúkrunarrými hins vegar verið opnuð á Seltjarnar- nesi og í Hafnarfirði. Fjölgun hjúkr- unarrýma á höfuðborgarsvæðinu virðist þegar hafa haft jákvæð áhrif á fjölda á biðlista. Alls eru 790 hjúkrunarrými á framkvæmdaáætl- un til ársins 2023, þar af er fjölgun um rúmlega 580 rými og endur- bætur á yfir 200 rýmum. Segir landlæknisembættið að toppnum virðist hafa verið náð hvað varði fjölda á biðlista á höfuðborgarsvæð- inu, eftir stöðuga fjölgun á biðlistum síðan 2014. 375 á biðlista eftir hjúkrunarrými  Biðlistar hafa heldur styst það sem af er þessu ári Morgunblaðið/Ómar Rými Íbúð í hjúkrunarheimili. HAUSTTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM Í SEPTEMBER Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 9–18 Föstudaga. 9–17 Laugardaga. 11–15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.