Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Í tengslum við nýkynnt fjárlöghafa orðið umræður um sífellt aukin útgjöld ríkisins og er ekki vanþörf á. Í grein Óla Björns Kárasonar alþingismanns hér í blaðinu í gær kom fram að frá árinu 2017 til næsta árs, á þremur ár- um, sé gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um 139 milljarða króna, eða um 18% að raungildi. Hvernig sem á það er litið þá er það gríðarleg útgjalda- aukning. Ef horft er lengra aftur verða tölurnar enn meira sláandi og ættu að vekja fólk til umhugs- unar um að nauðsynlegt sé að stöðva útgjaldaaukninguna eigi ekki illa að fara.    Á vef Hagstofunnar má sjá línu-rit yfir þróun útgjalda hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, frá árinu 1980 til 2018, eða á 38 ára tímabili. Árið 1980 voru út- gjöld hins opinbera 34% af lands- framleiðslunni en voru 42% í fyrra. Haldi þessi vöxtur áfram verður hlutur hins opinbera kominn í um það bil helming landsframleiðsl- unnar um miðja öldina og flestir hljóta að vera sammála um að slík þróun er ískyggileg.    Hluti af vextinum kemur framhjá ríkinu, sem er með rúm 30% af landsframleiðslunni, en ört vaxandi hlutur sveitarfélaganna, sem farið hafa úr 7% í 13% lands- framleiðslunnar, er enn meira áhyggjuefni.    Nauðsynlegt er að stjórnmála-menn, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi, séu meðvitaðir um þessa hættulegu þróun og grípi til ráðstafana til að draga úr umsvif- unum áður en það verður um seinan. Ískyggilegur vöxtur hins opinbera STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Garðabær hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi á Álftanesi vegna for- setasetursins á Bessastöðum. Tillagan gerir ráð fyrir breyting- um á aðkomu og bílastæðum framan við Bessastaði. Gert er ráð fyrir að bílastæði í brekkunni norðan og vestan við kirkju verð flutt yfir á túnið norðan við núverandi heimreið og fjær forsetasetrinu. Gert verður ráð fyrir um 110 bílastæðum sem munu hafa grænt yfirbragð og ætlað að vera áfram hluti af túnum Bessa- staða. Ný almenningsstæði á túninu verða lögð hertum grasmottum. Jafnframt verður gert ráð fyrir stæðum fyrir hópferðabíla meðfram heimreið að norðanverðu. Öryggis- hlið færist til. Markmið breytingar- tillögunnar er að að auka öryggi og bæta aðgengi ferðamanna og ann- arra sem sækja Bessastaði heim. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að á síðustu árum hafi um- ferð að Bessastöðum aukist veru- lega, bæði í tengslum við fjölgun ferðamanna og umfang við opinber- ar móttökur embættisins. Það eitt og sér hafi kallað á auknar öryggis- kröfur og endurskoðun á umferðar- flæði almennt. Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta gert athugasemdirer til og með 22. október nk. sisi@mbl.is Græn bílastæði við Bessastaði  Umferð að staðn- um hefur stóraukist undanfarin ár Morgunblaðið/Ófeigur Bessastaðir Umferð á staðinn hef- ur stóraukist á undanförnum árum. Að meðaltali voru 375 manns á bið- lista eftir hjúkrunarrými á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt upplýs- ingum frá embætti landlæknis. Fram kemur á heimasíðu embætt- isins að biðlisti hafi lengst umtals- vert frá árinu 2014 og náð hámarki í lok árs 2018 en heldur styst það sem af sé ári. Einkum fjölgaði í hópi þeirra sem höfðu beðið lengur en 90 daga á tilgreindum tímapunktum. Í yfirliti landlæknisembættisins kemur fram að flestum rýmum hafi verið úthlutað á fyrsta ársfjórðungi hvers árs. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2019 fengu 273 einstaklingar hjúkrunar- rými, fleiri en árin á undan. Af þeim biðu ríflega 50% lengur en 90 daga. Það hlutfall var innan við 20% á sama tímabili ársins 2014 og fór í fyrsta skipti yfir 50% á fyrsta árs- fjórðungi ársins 2019. Hjúkrunarrýmum fjölgar lítið Lítil fjölgun varð á hjúkrunar- rýmum á landsvísu á síðustu 10 ár- um, að sögn landlæknisembættisins. Árið 2017 fækkaði rýmum og ekkert hjúkrunarrými bættist við árið 2018. Á árinu 2019 hafa ný hjúkrunarrými hins vegar verið opnuð á Seltjarnar- nesi og í Hafnarfirði. Fjölgun hjúkr- unarrýma á höfuðborgarsvæðinu virðist þegar hafa haft jákvæð áhrif á fjölda á biðlista. Alls eru 790 hjúkrunarrými á framkvæmdaáætl- un til ársins 2023, þar af er fjölgun um rúmlega 580 rými og endur- bætur á yfir 200 rýmum. Segir landlæknisembættið að toppnum virðist hafa verið náð hvað varði fjölda á biðlista á höfuðborgarsvæð- inu, eftir stöðuga fjölgun á biðlistum síðan 2014. 375 á biðlista eftir hjúkrunarrými  Biðlistar hafa heldur styst það sem af er þessu ári Morgunblaðið/Ómar Rými Íbúð í hjúkrunarheimili. HAUSTTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM Í SEPTEMBER Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 9–18 Föstudaga. 9–17 Laugardaga. 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.