Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
T
ónlistarnám þarf að vera
skemmtilegt og hvetj-
andi, og styðja við þá
ríku músíkhefð sem er
til staðar á Íslandi,“
segir Júlíana Rún Indriðadóttir,
formaður Samtaka tónlistar-
skólastjóra. „Ýmsir leggja tónlist-
ina fyrir sig; til
dæmis sem hljóð-
færaleikarar,
kennarar eða
tónskáld. Margir
eiga svo tónlist-
ina sem áhuga-
mál; leika á
hljóðfæri sér til
ánægju, eru í
kórum eða spila í
hljómsveitum.
Tónlistarskól-
arnir þurfa að hlúa að breiðum hópi
nemenda.“
Til skrafs og ráðagerða
Samtök tónlistarskólastjóra, sem
eru fimmtíu ára um þessar mundir,
standa fyrir opnu málþingi í Hörpu
á morgun, föstudaginn 27. septem-
ber. Yfirskrift málþingsins er
Framtíð tónlistarskólanna – hvert
stefnum við? Þar eru kallaðir til
framsögu, skrafs og ráðagerða
fulltrúar stjórnvalda, menningar-
mála, háskólasamfélagsins, tón-
listarkennara og foreldra. Einnig
Lára Sóley Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, og Sigtryggur Baldursson
sem stýrir ÚTÓN, sem er útflutn-
ingsmiðstöð íslenskrar tónlistar.
Þá leggur orð í belg Belginn
Marc Erkens, sem hélt tónleika-
fyrirlestur fyrir íslenska tónlistar-
skólastjóra sem fóru í náms- og
kynnisför til Belgíu ekki alls fyrir
löngu. Tónlist sem hluti af lífinu er
inntak erindis Marc sem Júlíana
segir að hafi hrifið Íslendingana.
Fjölbreytt atriði koma frá tónlistar-
skólunum á ráðstefnunni og auk
þess tvíeykið Hundur í óskilum.
„Fyrirkomulag tónlistarkennslu á
Íslandi, sem sveitarfélögin standa
að, er almennt vel heppnað, aðgengi
víða nokkuð gott og þeir sem vilja
geta fengið nám við hæfi. Hins veg-
ar þarf að tryggja að börn efna-
minni foreldra og nemenda af er-
lendum uppruna fái tækifæri til að
stunda tónlistarnám, ef tónlistin á
að vera fyrir alla og sömuleiðis þarf
að stytta biðlistana sem víða eru
langir,“ segir Júlíana Rún.
Á Íslandi eru starfræktir um 90
tónlistarskólar og eru nemendur
þeirra á bilinu 14-15 þúsund. Víða
hefur tónlistarnámi og grunnskóla-
starfi verið fléttað saman – og segir
Júlíana Rún það gefa góða raun.
Mikil sóknarfæri eru fyrir leik-
skóla, grunnskóla og framhalds-
skóla í samstarfi við tónlistar-
skólana og tónlistarnám getur
hjálpað börnum í öðru námi og
bætt félagsfærnina.
Tónlistarnám krefst
aga og þrautseigju
„Aðferðir í tónlistarkennslu þurfa
að vera aðlaðandi og í samræmi við
aðstæður á líðandi stund. Börn og
unglingar í dag eru orðin vön snjall-
tækjum og fá það sem þau lystir í
gegnum símann sinn án mikillar
fyrirhafnar. Í því samhengi er
hætta á að glatist sá agi og þraut-
seigja sem tónlistarnám vissulega
krefst. Finni fólk sig í tónlistarnám-
inu er það alveg frábært því tónlist-
in er skemmtileg ævintýraveröld,“
segir Júlíana Rún, sem er skóla-
stjóri Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar í Reykjavík.
Tónlistin er
ævintýraveröld
Á Íslandi eru starfræktir um 90 tónlistarskólar og
eru nemendur 14-15 þúsund. Skólastjórar ræða
fyrirkomulag kennslu og náms í Hörpu á morgun.
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Stórstjörnurnar Ragnar Bjarnason og Katrín Halldóra Sigurðardóttir taka lagið í anda Ellyjar Vilhjálms.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sinfóníuhljómsveitin Mikilvæg stofnun í menningarlífi þjóðarinnar.
Júlíana Rún
Indriðadóttir
Morgunblaðið/Hari
Söngvaskáldið Svavar Knútur
spilar og syngur af hjartans list.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
TIL LEIGU
Ármúli 11 – 108 Reykjavík
Stærð: 160 m2
Gerð: Verslunarhúsnæði
s 534 1020
Til leigu 160 m² verslunarhúsæði á besta stað
í Ármúla 11, Reykjavík. Stórir verslunargluggar
og góð aðkoma að húsinu.
Húsnæðið er laust. Leigusali setur upp eldhús
og snyrtiaðstöðu.
Mögulegt er að fá leigt 100 m² lager í sama húsi.
Frekari upplýsingar um eignina veitir
Bergsveinn Ólafsson löggiltur fasteignasali í
síma 863-5868, bergsveinn@jofur.is.