Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is T ónlistarnám þarf að vera skemmtilegt og hvetj- andi, og styðja við þá ríku músíkhefð sem er til staðar á Íslandi,“ segir Júlíana Rún Indriðadóttir, formaður Samtaka tónlistar- skólastjóra. „Ýmsir leggja tónlist- ina fyrir sig; til dæmis sem hljóð- færaleikarar, kennarar eða tónskáld. Margir eiga svo tónlist- ina sem áhuga- mál; leika á hljóðfæri sér til ánægju, eru í kórum eða spila í hljómsveitum. Tónlistarskól- arnir þurfa að hlúa að breiðum hópi nemenda.“ Til skrafs og ráðagerða Samtök tónlistarskólastjóra, sem eru fimmtíu ára um þessar mundir, standa fyrir opnu málþingi í Hörpu á morgun, föstudaginn 27. septem- ber. Yfirskrift málþingsins er Framtíð tónlistarskólanna – hvert stefnum við? Þar eru kallaðir til framsögu, skrafs og ráðagerða fulltrúar stjórnvalda, menningar- mála, háskólasamfélagsins, tón- listarkennara og foreldra. Einnig Lára Sóley Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Sigtryggur Baldursson sem stýrir ÚTÓN, sem er útflutn- ingsmiðstöð íslenskrar tónlistar. Þá leggur orð í belg Belginn Marc Erkens, sem hélt tónleika- fyrirlestur fyrir íslenska tónlistar- skólastjóra sem fóru í náms- og kynnisför til Belgíu ekki alls fyrir löngu. Tónlist sem hluti af lífinu er inntak erindis Marc sem Júlíana segir að hafi hrifið Íslendingana. Fjölbreytt atriði koma frá tónlistar- skólunum á ráðstefnunni og auk þess tvíeykið Hundur í óskilum. „Fyrirkomulag tónlistarkennslu á Íslandi, sem sveitarfélögin standa að, er almennt vel heppnað, aðgengi víða nokkuð gott og þeir sem vilja geta fengið nám við hæfi. Hins veg- ar þarf að tryggja að börn efna- minni foreldra og nemenda af er- lendum uppruna fái tækifæri til að stunda tónlistarnám, ef tónlistin á að vera fyrir alla og sömuleiðis þarf að stytta biðlistana sem víða eru langir,“ segir Júlíana Rún. Á Íslandi eru starfræktir um 90 tónlistarskólar og eru nemendur þeirra á bilinu 14-15 þúsund. Víða hefur tónlistarnámi og grunnskóla- starfi verið fléttað saman – og segir Júlíana Rún það gefa góða raun. Mikil sóknarfæri eru fyrir leik- skóla, grunnskóla og framhalds- skóla í samstarfi við tónlistar- skólana og tónlistarnám getur hjálpað börnum í öðru námi og bætt félagsfærnina. Tónlistarnám krefst aga og þrautseigju „Aðferðir í tónlistarkennslu þurfa að vera aðlaðandi og í samræmi við aðstæður á líðandi stund. Börn og unglingar í dag eru orðin vön snjall- tækjum og fá það sem þau lystir í gegnum símann sinn án mikillar fyrirhafnar. Í því samhengi er hætta á að glatist sá agi og þraut- seigja sem tónlistarnám vissulega krefst. Finni fólk sig í tónlistarnám- inu er það alveg frábært því tónlist- in er skemmtileg ævintýraveröld,“ segir Júlíana Rún, sem er skóla- stjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík. Tónlistin er ævintýraveröld Á Íslandi eru starfræktir um 90 tónlistarskólar og eru nemendur 14-15 þúsund. Skólastjórar ræða fyrirkomulag kennslu og náms í Hörpu á morgun. Morgunblaðið/Eggert Gleði Stórstjörnurnar Ragnar Bjarnason og Katrín Halldóra Sigurðardóttir taka lagið í anda Ellyjar Vilhjálms. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sinfóníuhljómsveitin Mikilvæg stofnun í menningarlífi þjóðarinnar. Júlíana Rún Indriðadóttir Morgunblaðið/Hari Söngvaskáldið Svavar Knútur spilar og syngur af hjartans list. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is TIL LEIGU Ármúli 11 – 108 Reykjavík Stærð: 160 m2 Gerð: Verslunarhúsnæði s 534 1020 Til leigu 160 m² verslunarhúsæði á besta stað í Ármúla 11, Reykjavík. Stórir verslunargluggar og góð aðkoma að húsinu. Húsnæðið er laust. Leigusali setur upp eldhús og snyrtiaðstöðu. Mögulegt er að fá leigt 100 m² lager í sama húsi. Frekari upplýsingar um eignina veitir Bergsveinn Ólafsson löggiltur fasteignasali í síma 863-5868, bergsveinn@jofur.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.