Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 18

Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Umhverfismál verða í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni Brim sem haldin verður á Eyrarbakka á laugardag. Hinir ýmsu staðir í byggðarlaginu verða nýttir til sýningarhalds, þar sem ekkert bíóhús er í þorp- inu. Meðal annars tekur grunnskól- inn í þorpinu þátt með því að nem- endur í níunda bekk sýna stutt- mynd sem þau hafa gert og fjallar um plast og hafið. Sú mynd verður sýnd á Sjóminjasafninu og verður hægt að skoða safnið á sama tíma. Einnig verður bíósýning í fangels- inu á Litla-Hrauni, þeim lukta stað sem er þó stærsta heimilið á Eyrar- bakka. Sýningin á laugardag hefst klukkan 14 og verður sýnd kvik- myndin Plastic Ocean, sem er um áhrif plasts í hafinu og við strendur. Eftir sýningu myndarinnar verður svo fyrirlestur sem ber yfirskriftina Umhverfismál og fangelsi? Þar mun Halldór Valur Pálsson, forstöðu- maður á Litla-Hrauni, fjalla um hvernig þetta tvennt tengist; náttúr- an og hin lukta veröld innan múra. Öðruvísi hátíð „Hugmyndin að Brimi kom í koll- inn á mér einn morguninn og þegar ég hugsaði málið lengra var ómögu- legt að snúa til baka,“ segir Guð- mundur Ármann Pétursson, skipu- leggjandi hátíðarinnar. „Mér fannst strax mikilvægt að þemað tengdist þorpinu og þegar horft var til um- hverfismálanna blasti við að þemað yrði plastið í hafinu og áhrif þess. Ekki hef ég áður sett af stað kvik- myndahátíð og aðstaðan hér í byggðarlaginu er takmörkuð, þann- ig að ekki var hægt að fylgja neinu handriti. Útkoman verður því hátíð sem er öðruvísi. Samfélagið hér tek- ur líka þátt í viðburðinum og fólkið er jákvætt fyrir málefninu.“ Kvikmyndir, aðrar en Plastic Ocean, sem sýndar verða á Eyrar- bakka á laugardaginn eru Bag It, sem verður brugðið á tjald í Óðins- húsi kl. 13 og 15, og Albatross, sem fjallar um fuglinn Stormfugl og áhrif plasts á hann og umhverfið. Hún verður sýnd í Byggðasafni Árnes- inga í Húsinu og hefjast sýningarnar kl. 14.30 og 17. Segir frá uppsprettum örplasts Auk kvikmyndasýning verða á há- tíðinni á Eyrarbakka fyrirlestrar um umhverfismál og plastmengun. Þar verður m.a. sagt frá uppsprettum örplasts. Þá mun Guðfinnur Sigur- vinsson segja frá því hvað sé til ráða við plastmengun í hafi og hvaða ráð- stafanir íslensk stjórnvöld geti gert í því sambandi. Fyrirlestrarnir verða á veitinga- staðnum Rauða húsinu. Sjá nánar á brimkvikmyndahatid.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyrarbakki Bíó og fræðsla á hátíð næstkomandi laugardag. Plastið og sjórinn  Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka  Bíó á Litla-Hrauni  Samfélagið tekur þátt AFP Rusl Plastmengun er hnattrænt vandmál. Mynd frá Afríkuríkinu Senegal. Guðmundur Ármann Pétursson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýr ísfisktogari Gjögurs hf., Vörður ÞH 44, er kominn til lands- ins og var í eftirmiðdaginn lagt að bryggju í Grindavík. Við hátíðlega athöfn þar tók fjölmenni á móti skipinu nýja og áhöfn þess, sem kom frá Noregi. Þetta er fyrra skipið sem Gjögur hf. fær, hitt er Áskell ÞH 48 sem væntanlegt er til landsins á næstu vikum. Smíðin á þessum tveimur skipum Gjögurs hf. er hluti af stórum pakka. Á sínum tíma sömdu fjögur íslensk útgerðarfélög við VARD í Brattvaag í Noregi um smíði sjö skipa. Það voru, auk Gjögurs, Bergur-Huginn (Síldarvinnslan) í Vestmannaeyjum, Skinney- Þinganes á Hornafirði og Samherji á Akureyri. Skip þessi eru tæpir 28,95 metrar á lengd, 12 metrar á breidd og 611 brúttótonn að stærð. Skrúfurnar eru tvær og rafmagns- spil af nýrri gerð um borð. Íbúðir eru í skipunum fyrir 13 manns og lestin tekur 18 tonn af fiski, eða alls 244 kör sem eru 460 lítrar hvert. Nokkur skipanna voru að hluta til smíðuð í Noregi en lokafrágangur fór fram í Noregi. Töluverð endurnýjun hefur verið í skipastól Grindvíkinga að undan- förnu. Auk Varðar og Áskels er nýr Vísisbátur Páll Jónsson GK væntan- legur innan tíðar. Þá fékk Þorbjörn hf. togarann Tómas Þorvaldsson GK nú í sumar „Þetta er afskaplega þægilegt skip og heimsiglingin frá Noregi gekk vel, enda vorum við á sléttum sjó alla leiðina,“ sagði Þorgeir Guð- mundsson skipstjóri. Næsta mál á dagskrá er að koma fyrir vinnslu- búnaði í skipinu, sem gæti farið til veiðar eftir 5-6 vikur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavík Vörður ÞH 44, fallegt skip og fánum prýtt, kemur til hafnar. Systurskip er væntanlegt á næstu vikum. Nýr Vörður ÞH til Grindavíkur í gær  Heimsigling frá Noregi á sléttum sjó Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 JAPANSKT 12 MÁNAÐA BÓN FUSSO 12 mánaða bílabón Útsölustaðir: Verkfæralagerinn • ET verslun • RS partar GLACO 12 mánaða rúðubón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.