Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Umhverfismál verða í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni Brim sem haldin verður á Eyrarbakka á laugardag. Hinir ýmsu staðir í byggðarlaginu verða nýttir til sýningarhalds, þar sem ekkert bíóhús er í þorp- inu. Meðal annars tekur grunnskól- inn í þorpinu þátt með því að nem- endur í níunda bekk sýna stutt- mynd sem þau hafa gert og fjallar um plast og hafið. Sú mynd verður sýnd á Sjóminjasafninu og verður hægt að skoða safnið á sama tíma. Einnig verður bíósýning í fangels- inu á Litla-Hrauni, þeim lukta stað sem er þó stærsta heimilið á Eyrar- bakka. Sýningin á laugardag hefst klukkan 14 og verður sýnd kvik- myndin Plastic Ocean, sem er um áhrif plasts í hafinu og við strendur. Eftir sýningu myndarinnar verður svo fyrirlestur sem ber yfirskriftina Umhverfismál og fangelsi? Þar mun Halldór Valur Pálsson, forstöðu- maður á Litla-Hrauni, fjalla um hvernig þetta tvennt tengist; náttúr- an og hin lukta veröld innan múra. Öðruvísi hátíð „Hugmyndin að Brimi kom í koll- inn á mér einn morguninn og þegar ég hugsaði málið lengra var ómögu- legt að snúa til baka,“ segir Guð- mundur Ármann Pétursson, skipu- leggjandi hátíðarinnar. „Mér fannst strax mikilvægt að þemað tengdist þorpinu og þegar horft var til um- hverfismálanna blasti við að þemað yrði plastið í hafinu og áhrif þess. Ekki hef ég áður sett af stað kvik- myndahátíð og aðstaðan hér í byggðarlaginu er takmörkuð, þann- ig að ekki var hægt að fylgja neinu handriti. Útkoman verður því hátíð sem er öðruvísi. Samfélagið hér tek- ur líka þátt í viðburðinum og fólkið er jákvætt fyrir málefninu.“ Kvikmyndir, aðrar en Plastic Ocean, sem sýndar verða á Eyrar- bakka á laugardaginn eru Bag It, sem verður brugðið á tjald í Óðins- húsi kl. 13 og 15, og Albatross, sem fjallar um fuglinn Stormfugl og áhrif plasts á hann og umhverfið. Hún verður sýnd í Byggðasafni Árnes- inga í Húsinu og hefjast sýningarnar kl. 14.30 og 17. Segir frá uppsprettum örplasts Auk kvikmyndasýning verða á há- tíðinni á Eyrarbakka fyrirlestrar um umhverfismál og plastmengun. Þar verður m.a. sagt frá uppsprettum örplasts. Þá mun Guðfinnur Sigur- vinsson segja frá því hvað sé til ráða við plastmengun í hafi og hvaða ráð- stafanir íslensk stjórnvöld geti gert í því sambandi. Fyrirlestrarnir verða á veitinga- staðnum Rauða húsinu. Sjá nánar á brimkvikmyndahatid.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyrarbakki Bíó og fræðsla á hátíð næstkomandi laugardag. Plastið og sjórinn  Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka  Bíó á Litla-Hrauni  Samfélagið tekur þátt AFP Rusl Plastmengun er hnattrænt vandmál. Mynd frá Afríkuríkinu Senegal. Guðmundur Ármann Pétursson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýr ísfisktogari Gjögurs hf., Vörður ÞH 44, er kominn til lands- ins og var í eftirmiðdaginn lagt að bryggju í Grindavík. Við hátíðlega athöfn þar tók fjölmenni á móti skipinu nýja og áhöfn þess, sem kom frá Noregi. Þetta er fyrra skipið sem Gjögur hf. fær, hitt er Áskell ÞH 48 sem væntanlegt er til landsins á næstu vikum. Smíðin á þessum tveimur skipum Gjögurs hf. er hluti af stórum pakka. Á sínum tíma sömdu fjögur íslensk útgerðarfélög við VARD í Brattvaag í Noregi um smíði sjö skipa. Það voru, auk Gjögurs, Bergur-Huginn (Síldarvinnslan) í Vestmannaeyjum, Skinney- Þinganes á Hornafirði og Samherji á Akureyri. Skip þessi eru tæpir 28,95 metrar á lengd, 12 metrar á breidd og 611 brúttótonn að stærð. Skrúfurnar eru tvær og rafmagns- spil af nýrri gerð um borð. Íbúðir eru í skipunum fyrir 13 manns og lestin tekur 18 tonn af fiski, eða alls 244 kör sem eru 460 lítrar hvert. Nokkur skipanna voru að hluta til smíðuð í Noregi en lokafrágangur fór fram í Noregi. Töluverð endurnýjun hefur verið í skipastól Grindvíkinga að undan- förnu. Auk Varðar og Áskels er nýr Vísisbátur Páll Jónsson GK væntan- legur innan tíðar. Þá fékk Þorbjörn hf. togarann Tómas Þorvaldsson GK nú í sumar „Þetta er afskaplega þægilegt skip og heimsiglingin frá Noregi gekk vel, enda vorum við á sléttum sjó alla leiðina,“ sagði Þorgeir Guð- mundsson skipstjóri. Næsta mál á dagskrá er að koma fyrir vinnslu- búnaði í skipinu, sem gæti farið til veiðar eftir 5-6 vikur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavík Vörður ÞH 44, fallegt skip og fánum prýtt, kemur til hafnar. Systurskip er væntanlegt á næstu vikum. Nýr Vörður ÞH til Grindavíkur í gær  Heimsigling frá Noregi á sléttum sjó Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 JAPANSKT 12 MÁNAÐA BÓN FUSSO 12 mánaða bílabón Útsölustaðir: Verkfæralagerinn • ET verslun • RS partar GLACO 12 mánaða rúðubón
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.