Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta er gott fyrir líkama og sál.
Alls konar fólk kemur saman og upp-
lifir að svitna saman næstum nakið í
þessari nánd, þá gerist alltaf eitthvað
ótrúlega skemmtilegt. Þó að engir
tveir hópar séu eins er alltaf mikil já-
kvæðni ríkjandi. Þetta snýst líka um
að þrauka, láta sig hafa það, bæði að
vera í hitanum í gufunni og vera í
kuldanum í sjónum, en hvort tveggja
veitir mikla vellíðan eftir á. Allir
koma á sínum forsendum og enginn
er neyddur til eins eða neins,“ segir
Hafdís Hrund Gísladóttir, Gúsfrú og
eigandi fargufunnar Rjúkandi sem
er í formi hjólhýsis sem hún útbjó
sem gufubað og ferðast um með til að
bjóða fólki að koma og njóta.
„Þetta á allt upphaf sitt í því að
ég fór fyrir nokkrum árum til Kaup-
mannahafnar til að skoða baðaðstöðu
þegar ég var starfandi strandvörður
á Ylströndinni í Nauthólsvík. Í fram-
haldi af því fór ég að fara meira til
Danmerkur til vinkonu minnar þar
og við böðuðum okkur í sjó og gufu
saman og fórum á árlega gufu-
viðburði sem stóðu yfir heila helgi.
Tjöldum var skellt upp, heitum pott-
um, veitingastöðum og fleiru og þar
sá ég í fyrsta sinn nokkra hreyf-
anlega gufuvagna, hjólhýsi. Ég gaf
mér tvö ár til að hugsa um hvernig
ég ætti að framkvæma hugmynd
mína um fargufu á hjólum, tók svo
tvö ár í að útbúa hjólhýsið og rúllaði
af stað með það í sumar. Fólk er him-
inlifandi með þetta,“ segir Hafdís,
sem keypti notað hjólhýsi, reif allar
innréttingar úr því, lagaði það sem
þurfti að laga, klæddi að innan með
krossviði og panel, smíðaði bekki og
setti að lokum kamínu, viðarkyntan
ofn.
„Ég gerði þetta ein og sér og
sjálf, sinnti þessu í garðinum heima
eftir vinnu.“
Sungið, kveðið og spjallað
Í Rjúkandi fargufu býður Haf-
dís upp á svokallaða gufugusu sem
felst í því að Gúsfrúin leiðir þriggja
lotu kröftuga ofursánu með ilm-
olíum.
„Ég kveiki eld í kamínunni svo
steinarnir ofan á henni hitni, fólk
sest síðan inn í heita gufuna og dvel-
ur þar með mér í tíu mínútur. Ég
spila tónlist, spjalla, býð fólki til
dæmis klaka til að kæla sig, kaffi-
korg og blöðruþang til að skrúbba
sig með á meðan ég eys vatni á sjóð-
andi steinana. Síðan förum við út í
kaldan sjó og eftir það aftur í gufuna.
Í þrígang gengur það þannig og við
drekkum vel á milli. Gufugusa er
stunduð á Norðurlöndum og í Þýska-
landi en þetta snýst um að vera í
miklum hita og ég kalla þetta gusur,
því ég gusa miklu vatni á sjóðheita
steinana til að ýkja hitann. Hand-
klæði er sveiflað með ákveðnum
hætti inni í gufunni, en ég nota stór-
an blævæng til þess, þá fer loftið á
hreyfingu, Stundum er sungið, kveð-
ið, leikið á gong, það er hægt að út-
færa gufugusur á ótal vegu, hug-
myndaflugið ræður för,“ segir
Hafdís, sem er mikil sjósundskona
og reynir því ævinlega að setja far-
gufuna upp í nálægð við hafið, svo
hún og þeir sem mæta í gufuna geti
kælt sig í sjónum á milli heitu gus-
anna.
„Það þarf ekki nauðsynlega að
vera við sjó, það er líka hægt að fara
bara í gufu.“
Borgarstjóri mætti í gusu
Fyrsta langferð Hafdísar með
fargufuna í sumar var í Norðurfjörð
á Ströndum og var það engin til-
viljun.
„Ástæðan fyrir því að fargufan
heitir Rjúkandi, er sú að stofnun
samtaka um verndun umhverfis,
náttúru og menningarminja í Árnes-
hreppi sem heita Rjúkandi var mikið
rædd heima hjá mér á þeim tíma sem
ég var að smíða og gera gufubaðið
klárt. Ég sá að það var eina rétta
nafnið á fargufuna,“ segir Hafdís,
sem bauð blaðamanni í gufugusu til
viðtals þar sem hún var stödd kvöld
eitt við Ægisíðuna í Reykjavík.
„Hér er alveg sérstakt and-
rúmsloft og töfrar í lofti. Ákveðin
þorpsstemning og notalegt að fólk
gengur hér framhjá og kíkir við og
forvitnast. Allir eru svo upprifnir yfir
þessu og ánægðir eftir gufugusu.
Dagur borgarstjóri kom í gusu til
mín með vinahópi í óvissuferð og
hann var harla ánægður.“
Bök Nokkrir á efri bekk, en þröngt mega sáttir sitja í fargufu. Á ferðinni Staldrað við nálægt hafi til að fara í gufu og sjó. Betri stofan Hafdís í rýminu framan við gufuna í hjólhýsinu.
Flakkar um með Rjúkandi fargufu
Við Ægisíðu Piltar á leið í fargufu, drykkjarvatn framan við og eldiviður tilbúinn til að kveikja upp í kamínu.
Gúsfrúin Hafdís Hrund breytti hjólhýsi í gufubað á hjólum og býður þar upp á gufugusur
Fyrir þá sem langar að prófa er
hægt að fylgjast með á fésbókar-
síðunni Rjúkandi fargufa, hvar og
hvenær fargufan er sett upp. Fólk
þarf að skrá sig, því ekki er pláss
fyrir fleiri en 10 manns í einu í
hverri gusu. Fólk getur líka pantað
að fá Hafdísi með fargufuna til sín
í einkasamkvæmi ýmist á opin-
berum stað eða heima hjá sér.
OPNUM AFTUR
Á MORGUN
með nýja rétti
11.30 – 21.00
Hverfisgata 123 við Hlemm
S: 588-2121
smelltu á yummi menu
Opnunartími
Lau og Sun. 17.00 – 21.00
banthai.isKíkið nýja matseðil á.