Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Björgun hefur hætt starfsemi í Sævarhöfða í Reykjavík og undirbýr flutning að Álfsnesvík á Álfsnesi, gegnt Þerney innst í Kollafirði. Miklar og kostnaðarsamar fram- kvæmdir fylgja því að fyrirtækið haslar sér völl á nýjum stað. Um er að ræða framkvæmdir á landi og um- fangsmiklar landfyllingar. Í frummatsskýrslu, sem ráðgjaf- arfyrirtækið Alta hefur unnið fyrir Björgun, kemur fram að svæðið er fremur láglent, að hluta vel gróið og þýft og að hluta jarðvegssnautt og grýtt. Ströndin er bæði grýtt og sendin og standa klappir upp úr en upp af ströndinni er mýri. Engar þekktar fornleifar eru í sjó en merki um mógrafir eru í mýrinni. Viðlegukantur 130 metrar Efnisþörf í landfyllingar er um 435.000 rúmmetrar sem verða fengn- ir með skeringum á landi og úr dýpk- unum. Þá verður fengið efni frá at- hafnasvæði Sorpu í skiptum fyrir jarðveg frá framkvæmdasvæðinu. Gert er ráð fyrir viðlegukanti með allt að 130 metra löngu þili og miðað við að þar geti lagst að skip sem eru meira en 1.700 brúttólestir. Skip Björgunar sækja sand og malarefni í námur á sjávarbotni sem verður landað á nýtt athafnasvæði til frekari vinnslu. Þar til gerður verður varanlegur viðlegukantur verður efninu landað um rör úr skipum sem liggja við akkeri utan við landfyll- inguna. Heildarstærð lóðar fyrir vinnslu- svæðið er áætluð 7,5 hektarar (75.000 fermetrar) og þar af eru um 4,1 ha á nýrri landfyllingu og 3,4 ha á landi. Auk þessa er gert ráð fyrir fyllingarfláa sjómegin og skering- arfláa landmegin, en skeringarfláinn verður utan við lóð Björgunar. Á lóðinni er gert ráð fyrir tveimur setlónum, öðru minna þar sem seti (möl og sandi) verður landað, og hinu stærra sem tekur við afrennsli frá fyrra lóninu. Hlutverk fyrra lónsins er að afvatna setið sem er dælt á land, svo það verði nýtilegt, en í seinna lónið fer sjóblandað affallið af því fyrra. Þar fær gruggið tækifæri til að setjast og verða eftir í lóninu. Lónið er lokað, og þar gætir flóðs og fjöru. Sjórinn síast í gegnum kjarnafyllingu milli sjávar og lónsins og skilar sér aftur út í sjó án gruggs. Efnisþörf í landfyllingar með setlón- um og viðlegukanti er um um 310.000 m³ sem verða fengnir með skering- um á landi og úr dýpkun vegna inn- siglingar. Þá verður fengið efni frá athafnasvæði Sorpu í skiptum fyrir jarðveg frá framkvæmdasvæðinu. Á meðan skip Björgunar landa efni með því að dæla því upp á land með sjó er gert ráð fyrir setlónum á land- fyllingunni. Í framtíðinni er mögu- legt að fjárfest verði í skipi sem not- ar aðferð til þurrlosunar við löndun á efni, og þá verður hægt að fylla í set- lónin til að búa þar til land. Til þess þarf um 125.000 m3 af efni sem fengið yrði úr efnisnámum Björgunar í sjó. Með fyllingu í setlónin er heildarefn- isþörf landfyllingarinnar talin vera 435.000 rúmmetrar. Bráðabirgðavegur í fyrstu Í fyrstu verður lögð áhersla á að leggja bráðabirgðaveg, leggja út landfyllingu með efnisþró og setlóni og vinna lóðina inn í landið. Efni verður landað um rör úr skipum sem liggja fyrir utan landfyllinguna þar sem viðlegukanturinn verður ekki tilbúinn og dýpkun innsiglingarinnar mun miða við það. Síðar verður farið í að ganga frá viðlegukanti en það er áætlað á seinni stigum framkvæmdarinnar og verður einn af síðustu verkþátt- unum. Fram kemur í frummatsskýrsl- unni að framkvæmdum sem þessum fylgi ávallt nokkurt rask. Bein áhrif framkvæmdarinnar eru bundin við lóð fyrirtækisins og allra næsta um- hverfi. Gripið verði til ýmissa að- gerða, bæði á framkvæmdatíma og á rekstrartíma til að lágmarka þessi áhrif. Skoðaðir voru átta umhverfis- þættir og var niðurstaðan sú að framkvæmdin mun hafa óveruleg eða engin áhrif á sjö af þeim átta um- hverfisþáttum sem metnir voru. Niðurstaða matsins er að heildar- áhrif framkvæmdarinnar að teknu tilliti til mótvægisaðgerða verði óveruleg, nema á samfélag sem telj- ast talsvert jákvæð. Gögn málsins má sjá á www.reykjavik,is og www.bjorg- un.is. Athugasemdafrestur er til og með 11. október nk. Landfyllingar í Álfsnesvík  Björgun hf. undirbýr nýja aðstöðu á Álfsnesi í Kollafirði  Skipulagsbreytingar hafa verið auglýstar  Umfangsmiklar framkvæmdir og landfyllingar  Efnisþörf í landfyllingar er um 435.000 rúmmetrar Mynd/Alta Framtíðarsvæði Björgunar Hin nýja aðstaða verður á Álfsnesi, gegnt Þerney. Mannvirki verða á landi og landfyllingum. Lega Sundabrautar er einnig sýnd. Skip Björgunar sækja sand og malarefni úr sjó í Kollafjörð, Hvalfjörð og Faxaflóa til efnis- vinnslu. Síðan er siglt með efnið að landi þar sem það unnið frekar. Meðalmagn á ári frá 2008 hefur verið um 180.000 rúmmetrar en frá aldamótum til ársins 2008 var þetta meira. Áætlanir Björgunar miðast við að landað magn við eðlilega eft- irspurn sé um 200-350.000 þúsund rúmmetrar á ári. Efninu dælt af hafsbotni STARFSEMI BJÖRGUNAR Loftrýmisgæsla Atlantshafsbanda- lagsins við Ísland hefst að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins til landsins í vikunni, að því fram kemur í frétt á heimasíðu Land- helgisgæslunnar. Um 140 liðsmenn ítalska flughers- ins taka þátt í verkefninu og til við- bótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Comb- ined Air Operations Center). Flug- sveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 26. sept- ember til 4. október. Loftrýmisgæslan verður í sam- ræmi við loftrýmisáætlun Atlants- hafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og verið hefur. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflug- velli en þetta er í annað sinn á þessu ári sem ítalski flugherinn er hér á landi við loftrýmisgæslu. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok október. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Í mars á þessu ári tóku 140 liðs- menn ítalska flughersins þátt í loft- rýmisgæslu við Ísland. Flugsveitin kom til landsins með fjórar Euro- fighter Typhoon EF-2000 orrustu- þotur. Um miðjan júlí síðastliðinn kom flugsveit bandaríska flughersins til að sinna loftrýmisgæslu við Ísland. Alls tóku 110 liðsmenn flughersins þátt í verkefninu. Flugsveitin kom til landsins með fimm F16 orrustu- þotur. Verkefninu lauk í ágústlok. Nú hafa Ítalir tekið við keflinu og verða hér á landi næstu vikurnar. sisi@mbl.is AFP Gæsla Ítalska flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur. Ítalir mættir til að gæta loftrýmisins  Aðflugsæfingar verða á flugvöll- unum á Akureyri og Egilsstöðum KEILIR Kuldagalli Kr. 14.990.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.