Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 30

Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 „Ég vonast til þess að það verði fyrirferðarmikil skógrækt á Vopna- firði á komandi árum,“ segir Þór Steinarsson, sveitarstjóri á Vopna- firði. Við kynningu á uppbyggingar- áformum breska auðmannsins Jim Ratcliffe á laxveiðiám á Norðaustur- landi sem fór fram í Vopnafirði í byrjun vikunnar komu fram áhuga- verðar hugmyndir um að reyna að bæta lífsskilyrði laxa með nýskóg- rækt og endurheimt gróðurfars. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á þriðjudag hefur Else Möller, verk- efnastjóri á skógræktarsviði Vopna- fjarðarhrepps, þegar hafið þá vinnu og mun fylgja henni eftir næstu 4-5 árin. Þór sveitarstjóri segir að þessi vinna sé mjög áhugaverð. Hún sé þó aðeins hluti af stórum áformum sveitarfélagsins á sviði skógræktar. „Við höfum metnað til þess að auka hér skógrækt töluvert. Sveitar- félagið hefur tekið það frumkvæði að ræða við bændur og hvetja þá til þess að fara í samstarf við skógrækt- ina og svo á hreppurinn töluvert land sem við getum nýtt til kolefnisbind- ingar,“ segir Þór. Hann segir að skógræktarfélagið á staðnum sé lítið sjálfboðaliðafélag og því liggi beint við að hreppurinn, í krafti umfangs síns, ýti þessum áformum af stað. „Við viljum vera í samstarfi við alla Vopnfirðinga um skógrækt, bæði einstaklinga, fyrirtæki og veiði- félög,“ segir sveitarstjórinn, en auk samstarfs við veiðifélagið Streng er stefnan að fá til liðs við verkefnið út- gerðarfyrirtækið Brim og önnur fyrirtæki á Vopnafirði. „Vopnafjörður vill gjarnan fjölga stoðum undir atvinnulíf sitt og það er nærtækt að hugsa um ferðaþjónustu í því samhengi. En ef maður hugsar málið aðeins betur er miklu nærtæk- ara að horfa til skógræktar. Þetta er mjög umsvifamikil starfsemi; það þarf að sinna stígagerð, girða, planta, bera á og fylgjast með öllu. Ég vonast til að þessi fyrirferð- armikla skógrækt á Vopnafirði á komandi árum verði hluti af því markmiði að við verðum kolefnis- hlutlaust land.“ Sveitarstjórinn kveðst raunar stefna að því að Vopnafjörður verði stór þátttakandi í áformum um kol- efnishlutlaust land. „Ég á mér þann draum að Vopnafjörður verði fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið á Ís- landi og ég vona að það geti orðið töluvert áður en almenn krafa um slíkt verði komin upp. Ríkisstjórnin talar um að það markmið náist 2040. Ég held að það geti gerst töluvert fyrr hér og ég held að allir séu ein- huga um það.“ Else Möller skógfræðingur fagnar þessum metnaðarfullu áformum sveitarfélagsins. „Þetta er stórt markmið en frábært. Það er mjög gaman að fá að taka þátt í því. Ég trúi því að þetta gæti orðið öðrum sveitarfélögum hvatning og fyrir- mynd. Það gerist allt miklu hraðar ef það er skógfræðingur á hverjum stað.“ Meðal verkefna Else hefur verið að hvetja landeigendur til að gera samning við skógræktina um að gróðursetja samfelldan skóg á jörð- um þeirra. Þá hefur hún unnið að samstarfi við Kolvið um að hefja plöntun á svæði í Vopnafirði. „Þá geta fyrirtæki hér á Vopnafirði kol- efnisjafnað sig hér á Vopnafirði en ekki á svæðum annars staðar á land- inu.“ hdm@mbl.is Háleit markmið Else Möller skógfræðingur leiðir vinnu á Vopnafirði við að sveitarfélagið verði í forystu við kolefnisjöfnun hér á landi á næstu árum. Háleit markmið í skógræktinni  Vopnafjörður verði í fararbroddi SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Áform breska auðmannsins Jim Ratcliffe um verndun á villtum laxi í ám á Norðausturlandi voru kynnt í byrjun vikunnar. Eins og Morgun- blaðið greindi frá á þriðjudag munu félög í eigu Ratcliffe verja yfir hundrað milljónum króna í rann- sóknir og uppbyggingu tengda laxastofninum og veiðiám í Vopna- firði á næstu árum. Stærsta verkefnið er 85 milljóna króna rannsókn á laxastofninum í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Imperial College í London. Munu tveir doktorsnemar fá það verkefni að greina „flöskuhálsa í viðgangi laxins“. Þar fyrir utan er ráðist í hrognagröft á efri svæðum Selár og skógrækt sem er nýmæli hér á landi. Eins og kom fram í blaðinu á þriðjudag er veiðifélagið Strengur sömuleiðis með frekari uppbyggingaráform á teikniborðinu í ám á svæðinu; byggingu laxastiga og nýrra veiðihúsa. Alls gæti þessi uppbygging kostað um 600 millj- ónir króna á næstu árum. Umdeild jarðakaup Jarðakaup Jims Ratcliffe á Norð- austurlandi og yfirráð hans yfir mörgum af bestu laxveiðiám lands- ins hafa verið umdeild. Morgun- blaðið hefur síðustu misseri fjallað ítarlega um jarðakaupin. Blaða- og fréttamönnum var boðið til fundar í Vopnafirði á mánudag og var flogið með hóp þeirra frá Reykjavík að morgni og til baka um kvöldið. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs, viðurkenndi fúslega að þessi kynningartörn væri meðal annars til að bregðast við nei- kvæðri umfjöllun um umsvif Rat- cliffe. Skiptar skoðanir í bænum Þór Steinarsson, sveitarstjóri á Vopnafirði, kannast vel við að skiptar skoðanir séu á jarðakaup- unum. „Ég held að bæjarbúar hafi bara misjafnar skoðanir á þeim. Gísli Ás- geirsson og Jóhannes Kristjánsson og þessir Strengs-menn hafa verið hér lengi og þekkja hvern einasta bónda í Vopnafirði. Þeir eru bara hluti af samfélaginu hér. En svo koma auðvitað þessir miklu pen- ingar til sögunnar og það hefur alls konar afleiðingar. Til að mynda hækkar þetta jarðaverð og það hef- ur gert fólki kleift að selja ævistarf sitt fyrir álitlegar upphæðir, eða alla vega eitthvað sem það er sam- þykkt að selja fyrir. Svo fylgir svona miklu eignarhaldi auðvitað óvissa. Það getur vel verið að hon- um gangi gott eitt til og ég held raunar að það sé tilfellið. En svo veit maður ekkert hver eignast þessar jarðir eftir fimmtíu ár, eða hvenær sem það er sem eitthvað breytist,“ segir Þór. Búið verði á öllum jörðum Hann segir að eyða þurfi óvissu og tortryggni, það sé verkefni sem þurfi að leysa. „Ég held að það sé hægt að vinna þetta verkefni þannig að hægt sé að minnka alla tortryggni og búa þannig um að hér sé búið helst á öllum jörðum. Það gengur auðvitað ekki að hér verði eyðijarðir um all- ar sveitir, hér þarf að vera fólk sem ræktar jarðirnar og heldur þeim við – fólk sem er hluti af samfélag- inu og borgar skatta. Þá er kannski ekki aðalatriðið hver er skrifaður eigandi jarðarinnar. Verkefni mitt og okkar er að tryggja það með öll- um ráðum að hérna sé blómleg byggð alls staðar. Ég verð bara að vinna við þær aðstæður sem eru hverju sinni í því verkefni.“ Morgunblaðið/Hari Sveitarstjórinn Þór Steinarsson tók við starfi sveitarstjóra á Vopnafirði í fyrra. Hann segir að það sé verkefni sitt að tryggja blómlega byggð í sveitinni og telur að hægt sé að minnka tortryggni vegna jarðakaupa Jims Ratcliffe. Eyða þarf óvissu og tortryggni  Sveitarstjórinn á Vopnafirði segir jarðakaup breska auðmannsins James Ratcliffe hafa skapað óvissu á svæðinu  Mikilvægt sé að tryggja búsetu á jörðunum og blómlega byggð í sveitinni til frambúðar Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.