Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
Steinahlaup Léttklæddur skokkari hljóp eftir Sæbrautinni óhefðbundna leið á hleðslusteinunum.
Kristinn Magnússon
Meirihluti borgar-
stjórnar hefur kynnt
áform um breytingar á
skólahaldi í norðan-
verðum Grafarvogi.
Fyrirhugað er afnám
skólahalds í Staða-
hverfi og sameiningar
skóla sem áður voru
fjórar aðskildar skóla-
einingar. Börnum
Staðahverfis verður nú
gert að sækja skóla utan hverfis.
Íbúar eru að vonum ósáttir.
Breytingarnar munu hafa í för
með sér umferðaróöryggi og slysa-
hættu fyrir börn. Langar vegalengd-
ir verða til skóla meðfram umferð-
arþungum götum. Hættan hefur
legið fyrir um árabil en engar ráð-
stafanir verið gerðar til að auka ör-
yggi barna.
Íbúar borgarhlutans hafa áður
staðið frammi fyrir sambærilegum
sameiningum. Árið 2012 kvartaði
hluti íbúa til umboðsmanns Alþingis
vegna samskonar áforma. Komst
umboðsmaður að þeirri niðurstöðu
að ekki væri unnt að gera breytingar
á skólahaldi án undanfarandi breyt-
inga á deiliskipulagi, enda gerir
deiliskipulag ráð fyrir skóla-
starfsemi í hverfinu. Þess var ekki
gætt við breytingar ársins 2012.
Þess hefur ekki verið gætt við fyr-
irhugaðar breytingar í Staðahverfi.
Ábendingar umboðsmanns virðast
hafðar að engu.
Það er eðlileg forsenda við bú-
setuval fjölskyldufólks að í nærliggj-
andi umhverfi megi finna grunn-
skóla. Fyrirhugaðar breytingar á
skólahaldi eru því alvarlegur for-
sendubrestur fyrir íbúa hverfisins.
Foreldrum er mætt af skilningsleysi
og meðal uppgefinna ástæðna er
hagræðing.
Víða í stjórnkerfi
Reykjavíkurborgar eru
tækifæri til niður-
skurðar. Síðastliðinn
vetur var ráðist í
stjórnkerfisbreytingar
hjá Reykjavíkurborg.
Ætla mátti að til-
gangur breytinganna
væri hagræðing í
rekstri borgarinnar.
Það skaut því skökku
við þegar breyting-
arnar voru kynntar –
þær skiluðu nákvæmlega engri hag-
ræðingu. Hið sama mátti sjá í ný-
legri samantekt á starfslýsingum hjá
miðlægri stjórnsýslu. Samantektin
tók eingöngu til afmarkaðs hluta af
yfirbyggingu borgarinnar en sam-
anstóð af ríflega 600 blaðsíðum.
Síðufjöldinn talar sínu máli. Vannýtt
tækifæri til hagræðingar blasa við.
Reykjavíkurborg þarf sannarlega
að bregðast við slæmri fjárhags-
stöðu með hagræðingu af fjölþætt-
um meiði. Niðurskurðarhnífnum
skal þó aldrei beitt fyrst gagnvart
lögbundnum verkefnum sveitarfé-
lags – né heldur grunnskólabörnum
og fjölskyldum þeirra. Réttara væri
að hagræða fyrst í yfirbyggingunni
og fækka blaðsíðum hins 600 blað-
síðna bindis. Af nógu er að taka.
Eftir Hildi
Björnsdóttur
» Víða í stjórnkerfinu
eru tækifæri til
niðurskurðar. Rétt er
að skera fyrst niður í
yfirbyggingu, áður en
ráðist er í niðurskurð
á grunnþjónustu.
Hildur Björnsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
hildurb@reykjavik.is
600 blaðsíðna bindi
Hér á landi er al-
gengt að líta á hús-
næðismál með þeim
augum að það sé ein-
göngu hlutverk mark-
aðarins að leysa málin.
Þetta sé einfaldlega
spurning um framboð
og eftirspurn. Vissu-
lega er mikilvægt að
huga að samspili fram-
boðs og eftirspurnar en
húsnæði er fyrst og síð-
ast ein af grunnþörfum allra fjöl-
skyldna. Í því ljósi eiga húsnæðismál
að fá aukið vægi í umræðunni um
stöðu fjölskyldna og í raun allri um-
ræðu um velferðarmál.
Mikill meirihluti vill
komast í eigið húsnæði
Áætlað er að í kringum 30.000
heimili séu á leigumarkaði á Íslandi.
Þetta svarar til um 17 prósent ein-
staklinga yfir 18 ára aldri. Leigu-
markaðurinn nærri tvöfaldaðist í
kjölfar efnahagshrunsins haustið
2008 og samkvæmt könnun Íbúða-
lánasjóðs telja 92 prósent leigjenda
það óhagstætt að leigja og einungis
átta prósent telja sig geta farið af
leigumarkaði innan sex mánaða. Á
sama tíma segjast 86 prósent leigj-
enda myndu vilja búa í eigin húsnæði
samkvæmt nýlegri könnun Íbúða-
lánasjóðs og aðeins átta prósent leigj-
enda segjast vera á leigumarkaði af
því þeir vilja vera þar. Af þessu má
draga þá ályktun að mikill meirihluti
þeirra sem er á leigumarkaði vilji
komast í eigið húsnæði.
Fleiri þurfa aðstoð fjölskyldu
við kaup á húsnæði
Í mörgum tilfellum nær fólk ein-
faldlega ekki að brúa bilið sem þarf til
að leggja fram 20-30 prósenta eigið fé
við kaup á íbúð. Niðurstöður könn-
unar sem framkvæmd
var í fyrra bendir til
þess að 44 prósent
þeirra sem keyptu sína
fyrstu fasteign á ár-
unum 2000-2009 hafi
fengið aðstoð frá vinum
eða ættingjum en á
meðal þeirra sem
keyptu fyrstu fasteign
sína árið 2010 eða síðar
hafi hlutfallið verið 59
prósent. Þessar niður-
stöður gefa til kynna að
innan við helmingur
þeirra sem hafa keypt
fyrstu fasteign sína á undanförnum
árum hafi gert það hjálparlaust. Sam-
hliða þessu fer hlutfall þeirra sem eru
í lægstu tekjutíundum samfélagsins
hækkandi á leigumarkaði. Þá eru
þrjú af hverjum fjórum heimilum á
leigumarkaði með samanlagðar
heimilistekjur undir 800.000 kr. á
mánuði og meira en helmingur með
undir 550.000 kr.
Aðgerðir hjálpi öllum
að eignast húsnæði
Í ljósi ofanritaðs hljótum við að
geta verið sammála um að óheftur
markaðurinn hefur ekki skilað úr-
lausn fyrir þann hóp sem nú er á
leigumarkaði. Þess vegna erum við
nú að skoða kerfisbreytingar sem
miða að því að styðja við íbúðarkaup
ungs fólks, tekjulægri einstaklinga og
fjölskyldna sem misstu eignir sínar í
hruninu. Þarna er bæði unnið að því
að hægt verði að nýta lífeyrissparnað
sem innborgun við fasteignakaup en
einnig er unnið að frumvarpi til inn-
leiðingar á sérstökum hlutdeildar-
lánum að skoskri og breskri fyrir-
mynd.
Hlutdeildarlán til að
yfirstíga þröskuldinn
Hlutdeildarlán er úrræði sem
hugsað er til að mæta þeim bresti
sem nú ríkir á húsnæðismarkaði og
er ætlað að auðvelda ungu fólki og
tekjulágu að eignast eigið húsnæði.
Hlutdeildarlánin bera lægri vexti og
afborganir fyrstu árin og eiga þannig
að gera tekjulágum kleift að komast
yfir útborgunarþröskuldinn þar sem
krafa um eigið fé er lægri. Ríkið fær
síðan endurgreitt þegar eigandi selur
viðkomandi íbúð eða greiðir lánið upp
á matsvirði. Helstu kostir eru aug-
ljósir. Ungir og tekjulágir eiga auð-
veldara með að koma sér þaki yfir
höfuðið, byggingaraðilar njóta aukins
fyrirsjáanleika um markað fyrir íbúð-
ir og lánveitendur fá öruggari lán
með lægra veðhlutfalli og ættu því að
geta boðið hagstæðari kjör.
Útfærsla á hlutdeildarlánum eru
nú í vinnslu í góðu samstarfi við aðila
vinnumarkaðar líkt og lífskjarasamn-
ingar lögðu grunn að. Þetta úrræði
hefur skilað góðum árangri í Bret-
landi og Skotlandi síðastliðin sex ár
og erum við í góðu samstarfi við
stjórnvöld þar um heppilega innleið-
ingu og útfærslur.
Eitt af meginmarkmiðum mínum í
embætti ráðherra er að gera ungu og
tekjulágu fólki kleift að kaupa sínu
fyrstu íbúð. Hlutdeildarlán eru góð
og skynsamleg leið til koma íbúðar-
kaupendum yfir útborgunar-
þröskuldinn í upphafi. Ég bind mikl-
ar vonir við að þau muni ryðja sér til
rúms á íslenskum húsnæðismarkaði
og hjálpi ungu fólki, tekjulágum og
fólki sem misst hefur húsnæði að
eignast þak yfir höfuðið.
Eftir Ásmund Einar
Daðason »Eitt af meginmark-
miðum mínum í
embætti ráðherra er að
gera ungu og tekjulágu
fólki kleift að kaupa
fyrstu íbúð sína.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er félags-
og barnamálaráðherra.
Hvers vegna þarf að
styðja ungt og tekjulágt
fólk til fasteignakaupa?
Í samræmi við sam-
starfssáttmála ríkis-
stjórnarinnar um efl-
ingu hafrannsókna er í
fjárlagafrumvarpi
næsta árs mælt fyrir
um 750 milljón króna
framlag til Hafrann-
sóknastofnunar til
rannsókna og fjárfest-
inga. Þar er annars
vegar um að ræða 600
milljóna króna framlag í byggingu
nýs hafrannsóknaskips sem mun
stórefla grunnrannsóknir. Alls hefur
þá verið varið 900 milljónum króna til
þessa verkefnis sem sérstök bygg-
ingarnefnd hefur umsjón með. Í byrj-
un september skrifuðu Hafrann-
sóknastofnun og Ríkiskaup undir
samning um útboðsvinnu fyrir skipið.
Áformað er að smíði skipsins verði
boðin út á fyrri hluta næsta árs en
nýtt skip mun marka tímamót í haf-
rannsóknum Íslendinga
Hins vegar er um að ræða 150
milljóna króna framlag til Hafrann-
sóknastofnunar vegna samdráttar í
framlögum úr Verkefnasjóði sjávar-
útvegsins til stofnunarinnar. Það
framlag kemur til viðbótar 250 millj-
óna króna framlagi á þessu ári. Rétt
er að gera nokkra grein fyrir þessari
aukningu. Þannig er að undanfarin ár
hefur nokkuð verið fjallað um fjár-
framlög til Hafrannsóknastofnunar
en sú umræða var til þess fallin að
varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika
varðandi það hvernig stofnunin hefur
verið fjármögnuð. Munar þar mest
um að stofnunin hefur verið mjög háð
framlögum úr verkefnasjóði sjávar-
útvegsins og hafa þær tekjur lækkað
mikið á undanförnum árum. Með
fjárlagafrumvarpi næsta árs er verið
að breyta þessu fyrirkomulagi og
tryggja stofnuninni fastar tekjur
þannig að hún verði
ekki lengur háð sveiflu-
kenndum tekjustofnum
með tilheyrandi óvissu.
Þrátt fyrir framan-
greint þarf stofnunin,
líkt og allar aðrar stofn-
anir ríkisins, að takast á
við þá hagræðingar-
kröfu sem sett er í fjár-
lögum hvers árs enda er
sú sjálfsagða krafa gerð
á allar stofnanir að
þurfa stöðugt að huga
að forgangsröðun verkefna og gæta
aðhalds í rekstri. Á sama tíma hefur
ráðuneytið staðið fyrir úttekt á fjár-
hag stofnunarinnar með það að mark-
miði að nýta betur fjármuni til
kjarnaverkefna stofnunarinnar.
Loks má nefna varðandi fjár-
framlög til Hafrannsóknastofnunar
að á þessu ári fær stofnunin einnig
fjármuni til húsnæðismála, en á
næstu mánuðum mun stofnunin
koma sér fyrir í nýju húsnæði í
Hafnarfirði þar sem öll starfsemin
verður þá undir sama þaki.
Allt eru þetta markverð skref í þá
veru að stuðla að öflugum hafrann-
sóknum en þær eru ein af undir-
stöðum verðmætasköpunar í sjávar-
útvegi. Þannig tryggjum við um leið
sterka stöðu Íslands sem fiskveiði-
þjóðar.
Dregið úr óvissu
Eftir Kristján Þór
Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
» „… og tryggja
stofnuninni fastar
tekjur þannig að hún
verði ekki lengur
háð sveiflukenndum
tekjustofnum með
tilheyrandi óvissu.“
Höfundur er sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra.