Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 50

Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 ✝ Ragnar HeiðarMagnússon fæddist á Brekku í Langadal í Naut- eyrarhreppi við Ísafjarðardjúp 19. nóvember 1935. Hann lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi, 17. september 2019. Foreldrar hans voru Magnús Jensson á Brekku og síðar á Hamri, f. 30.8. 1896, d. 19.9. 1969, og Jensína Arn- finnsdóttir, f. 7.6. 1894, d 30.11. 1986. Systkini Ragnars voru: 1) Jón Arnar Magnússon, f. 6.8. 1926, d. 24.1. 2002. 2) Guð- mundur Kristján Magnússon, f. 27.10. 1927, d. 2.3. 2018. 3) Jens Magnússon, f. 6.10. 1928, d. 7.2. 1930. 4) Kristín Magnúsdóttir, f. 25.10. 1929, d. 9.7. 2011. 5) Sig- ríður Gyða Magnúsdóttir, f. 7.5. 1931, d. 11.8. 2018. 6) Margrét Guðrún Magnúsdóttir, f. 9.6. 1932, d. 22.11. 1994. 7) Halldór b) Lilja Dögg, maki Ingvar Örn Ingólfsson, barn þeirra Aníta Eir. c) Eva Lind, maki Þórarinn S. Jónsson, barn hennar Eyrún Irma, börn hans Jón Agnar og Ingi Þór. 4) Júlía Björk, f. 21.9. 1964, maki Marinó Hákonarson, börn þeirra eru a) Heiðar Ingi. b) Steinar Bjarki, maki Svan- fríður Guðrún Bergvinsdóttir, börn þeirra Júlía Sif og Marín Rún. Ragnar fæddist á Brekku í Langadal og ólst þar upp fram til 1945 þegar fjölskyldan flutt- ist að Hamri í sömu sveit. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi. Ragnar tók við búi á Hamri af foreldrum sínum ár- ið 1967. Hann var m.a. umsjónarmað- ur með Blævardalsárvirkjun fyrir Orkubú Vestfjarða með bústörfunum. Árið 1986 brá hann búi og flutti út á Ísafjörð. Hann gegndi ýmsum störfum eftir það, m.a. umsjón og veiði- vörslu í Langadalsá í nokkur sumur og bjó þá á Hamri, hann fluttist síðar til Hólmavíkur en árið 1998 settist hann að á Akra- nesi þar sem hann bjó til dánar- dags. Útförin fer fram frá Akranes- kirkju í dag, 26. september 2019, klukkan 13. Magnússon, f. 9.6. 1933, d. 22.5. 1976. 8) Edda Magnús- dóttir, f. 5.7. 1937. Ragnar kvæntist Björk Sigurbjörgu Júlíusdóttur 9.9. 1967 en þau slitu samvistum 1986. Þau eignuðust tvö börn, 1) Jens Heið- ar, f. 20.10. 1970, maki Sonja Sveins- dóttir, börn þeirra eru a) Sunna Dís, maki Pétur Ingi Jónsson, börn hennar Ísarr Myrkvi og Eldey Rán. b) Alexander Freyr, maki Ingibjörg Helga Rögn- valdsdóttir. c) Karen Þöll. 2) Lilja Ósk, f. 30.10. 1976, maki Marías Hjálmar Guðmundsson, dóttir hennar a) Ronja Ragney, sonur hans Marteinn Bóas. Fóst- urdætur Ragnars eru 3) Kristín Anna, f. 11.9. 1962, maki Helgi Lárus Guðlaugsson, börn þeirra eru a) Helga Björk, maki Svanur Ingi Halldórsson, börn þeirra eru Birta Kristín og Róbert Ingi. Nú er komið að kveðjustund, elsku pabbi minn. Mikið er ég lánsöm, betri pabba hefði ég ekki getað fengið. Ég vildi helst fá að fara með þér hvert sem þú fórst og alltaf varst þú tilbúinn með allri þinni þolinmæði og gæsku að leyfa mér að koma með að sinna þeim verkum sem til féllu og leiðbeina mér þó að afköstin væru ekki mikil og ég veit að oft lengdi það vinnudaginn þinn til muna. Þú kenndir mér að biðja bæn- irnar mínar og bera virðingu fyrir öðrum. Þú varst alltaf að passa að okkur liði vel og að engin hætta væri á að við gætum farið okkur að voða við leik og störf. Alltaf gat ég leitað til þín ef eitthvað bjátaði á. Þú hvattir mig til að fara í fram- haldsnám, og þegar árin liðu og ég eignaðist mína fjölskyldu þá fylgdist þú alltaf með hvernig okk- ur gengi og varst strákunum mín- um mjög góður og dýrmætur afi. Þú varst svo nægjusamur og aldrei máttum við hafa neitt fyrir þér en alltaf varst þú tilbúinn að aðstoða okkur svo við hefðum það sem allra best. Ég kveð þig með söknuð í hjarta, takk fyrir allt. Þín dóttir, Júlía Björk. Það er erfitt að setja niður í nokkrum orðum heilt lífshlaup. Það sem er efst í huga mér núna er þakklæti fyrir stundirnar sem við áttum saman. Pabbi var fædd- ur og uppalinn í Ísafjarðardjúpi, hann var góður og hæglátur mað- ur og okkur systkinunum til fyr- irmyndar. Hann fór ekki hamför- um en fylgdi sinni sannfæringu, og bar hag okkar og öryggi fyrir brjósti. Hann var glaðlyndur og hafði gaman af því að spjalla við samferðafólk sitt. Lengst af ævi sinnar var pabbi bóndi þar sem hann sinnti bústörf- um af miklum myndarskap. Ísa- fjarðardjúpið er fallegur staður þó að búseta væri hörð og veturnir langir, þar undi hann sér vel og átti þar góðar stundir. Pabbi var mjög iðjusamur og handlaginn og leysti öll þau verkefni sem upp komu í kringum búskapinn ásamt því að gefa sér tíma fyrir okkur systkinin. Ég man eftir leikföng- um sem hann smíðaði eða tálgaði fyrir okkur og hvað mér fannst þetta merkilegir hlutir. Einnig eru mér minnisstæðar stundirnar sem við áttum saman þegar þú last fyr- ir mig áhugaverðar sögur fyrir svefninn. Það er dýrmætt að eiga þessar minningar til að ylja sér við. Pabbi var mjög fróðleiksfús og hafði gaman af því að fræðast um það sem var efst á baugi hverju sinni, hann las mikið og sótti sér fróðleik úr bókum, blöðum og fjöl- miðlum. Eins og t.d. ef Ísland var að spila landsleik í fótbolta þá var hann mjög áhugasamur og búinn að skoða íbúafjölda landa and- stæðinganna og bera saman við íbúafjölda á Íslandi. Eftir að pabbi fór inn á dval- arheimili varð okkur sérstaklega tíðrætt um Ísafjarðardjúpið. Hug- urinn leitaði oft vestur í Djúp og man ég eftir skemmtilegum sam- ræðum þar sem Djúpið, bæina og fólkið bar á góma og hugurinn hvarf aftur í Djúpið eins og það var þegar hann var að alast upp. Nú er komið að kveðjustund. Þú skilur eftir þig stórt skarð og þín er sárt saknað. Við þökkum fyrir samfylgdina í gegnum lífið, elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi Ragnar. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvíl í friði. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Þinn sonur Jens Heiðar, Sonja, barna- börn og barnabarnabörn. Elsku pabbi minn. Tilhugsunin um að þú sért far- inn af þessu tilverustigi er svo erfið. Söknuðurinn er mikill og sár, en líka að vita að núna líður þér vel er huggun. Ég veit að þú heldur verndar- hendi þinni yfir okkur eins og þú gerðir alltaf. Ómetanlegt var að fá þann heiður að vera dóttir þín, allt sem þú gerðir fyrir mig og hana Ronju þína. Það er mér svo dýrmætt hvað þú gafst mér yndislega æsku og samveru á fullorðinsárunum. Ég veit að þú ert kominn heim núna í sveitina og situr með Guð- mundi bróður þínum og þið horfið yfir djúpið. Báðir með pípu í munnvikinu sem var oftast ekki kveikt í. Elsku besti pabbi minn, takk fyrir allt . Ég elska þig alltaf. Þín dóttir Lilja. Móðurbróður minn og uppeldisbróðir, Ragnar Heiðar Magnússon frá Hamri við Ísa- fjarðardjúp, er fallinn frá. Hann var einstakt ljúfmenni, algjörlega hrekklaus og vildi öll- um vel. Ég ólst upp á Hamri frá þriggja ára aldri fram til 15 ára aldurs. Ég á bara ljúfar og góðar minningar með Ragnari. Hæst ber þegar við vorum í heyskap, mjöltun, réttum og sauðburði. Á veturna gat verið basl að koma mjólkinni út að Melgraseyri þar sem djúpbáturinn Fagranes sótti mjólk frá bændum tvisvar í viku. Vegir voru ekki ruddir og oft mikill snjómokstur og listin að keyra á svellbólstrum var sigur í hvert skipti. Hann var einnig góð refaskytta. Ragnar var næstyngstur níu systkina og þegar ég kom að Hamri þriggja ára til afa og ömmu voru öll systkini Ragnars farin að heiman og búin að finna sér maka og stofna heimili. Hann hefur ef- laust íhugað hvort hann ætti líka að fara eða hjálpa foreldrum sín- um með að reka búið. Hann fór og var nokkra mánuði í byggingar- vinnu í Reykjavík. En þegar vorið kom og sauðburður var byrjaður var Ragnar mættur og fór ekki aftur. Þegar systkini Ragnars komu í heimsókn á sumrin með maka og börn gat verið fjölmennt á Hamri og annasamt. Á hverju sumri réð afi til sín kaupakonu til að létta á heimili og heyskap. Síðasta kaupakonan var Björk Júlíusdóttir frá Njarðvík og hafði hún með sér sínar fallegu dætur, þær Önnu og Júlíu. Ragnar og Björk felldu saman hugi og byrjuðu sambúð og eign- uðust þau síðan tvö börn, Jens Heiðar og Lilju Ósk. Veturnir á Hamri voru langir, enginn vegur var kominn til Ísa- fjarðar og Steingrímsfjarðarheiði var enn ekki opnuð. Einu sam- göngurnar á veturna voru með djúpbátnum Fagranesi sem fór tvær ferðir á viku með farþega, vörur og mjólk til og frá Ísafirði. Leiðir Ragnars og Bjarkar skildu og hætti Ragnar búskap skömmu seinna. Eftir það starfaði Ragnar víða, til dæmis við máln- ingarvinnu, í sláturhúsi og við heyskap. Síðan flutti hann til Akraness þar sem börn hans, Anna, Jens Heiðar og Lilja Ósk búa, en Júlía og fjölskylda búa á Ísafirði. Þegar Ragnar kom í heimsókn til Noregs til að heimsækja Lilju dóttur sína kom hann til mín og var eina helgi, þar voru rifjaðir upp gamlir tímar og áttum við frændur góðar og eftirminnilegar stundir saman. Við höfðum reglulega samband í síma eða með bréfaskriftum. Við hjónin heimsóttum hann í tilefni áttræðisafmælis hans á Akranesi. Tók ég sérstaklega eftir því að börn hans, stjúpbörn og barnabörn sýndu honum mikinn kærleik, þetta fannst mér svo fal- legt að ég varð hrærður og hugs- aði að hér ætti hann heima í faðmi fjölskyldunnar. Ég er mjög þakklátur fyrir all- ar þær góðu og eftirminnilegar stundir sem við áttum saman. Megi englar Guðs styrkja að- standendur á þessum erfiðu tím- um. Innilegar samúðarkveðjur, Magnús Ingvarsson. Vor er indælt, ég það veit, þá ástar kveður raustin. En ekkert fegra’ á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin. (Steingrímur Thorsteinsson) Haustið hefur breitt skraut- blæju sína yfir hlíðar Djúpsins. Gullrautt, bleikt og grænt í bland við brúnt og grátt grjótið silfur- glitrandi í mildu haustregninu. Þessi dýrð umvefur Hamar á Langadalsströnd. Seinasti bónd- inn þar, Ragnar Magnússon, hef- ur nú kvatt og hans vil ég minnast í fáeinum orðum, góðs nágranna í mörg ár. Ragnar og Edda systir hans voru yngst í stórum systkinahópi. Nú er hún ein eftir. Jensína Arn- finnsdóttir og Magnús Jensson, foreldrar þeirra, fluttu frá Brekku í Langadal út að Hamri. Þar var landrýmra og þægilegri aðstæður á ýmsan hátt. Þegar ég kom hing- að í sveitina 1958 bjó Ragnar á Hamri og Guðmundur bróðir hans bjó á Melgraseyri, næsta bæ. Ragnar var ekki maður átaka og umbrota, hann var þessi hljóð- láti og prúði maður sem vann að sínu, góður og óáleitinn nágranni sem gott var að vita af, hafði góða nærveru, tryggur og dagfarsprúð- ur. Þannig fólk er ekki síður þarft hverju samfélagi en þeir sem standa í stafni og átökin brotna á. Það þarf allt að fylgjast að. Eftir að Ragnar hætti búskap flutti hann á Akranes og þar voru líka þrjú börn hans búsett. Ein dóttirin átti heimili á Ísafirði og hann kom oft hingað að Lauga- landi þegar hann átti leið vestur. Böndin við gömlu sveitina voru sterk og mér hlýnaði alltaf í þeli við komur hans. Þær rifjuðu upp ánægjulega tíma og samveru- stundir eins og við æfingar á messusöng við Melgraseyrar- kirkju og undirbúning samkomu- halds og mannfagnaða sem þá voru haldnir í heimahúsum meðan ekkert samkomuhús var. Eins og áður sagði bjó Ragnar á Akranesi í nágrenni við börn sín sem létu sér mjög annt um hann. Þórður sonur minn lá þar á sjúkrahúsi fyrir fáeinum árum og þangað kom Ragnar í heimsókn til hans og gaf honum myndir sem teknar voru fyrir vestan þegar Þórður var barn. Við skiptumst á jólakortum í mörg ár, ég mun sakna þess að fá ekki kortið frá honum með hlýjum kveðjum, skrifað með fallegri og skýrri rit- hönd, en allt tekur enda. Ég sendi Önnu, Júlíu, Jens og Lilju innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Við þökkum Ragnari á Hamri samfylgdina og minnumst hans með hlýjum huga. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Ása Ketilsdóttir. Ragnar Heiðar Magnússon Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR RÚNAR MAGNÚSSON verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, konungssinni og fornbílaunnandi, til heimilis að Lindargötu 61, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi að morgni 28. ágúst eftir erfið veikindi. Útför fór fram í kyrrþey og hvílir hann í Hvammi í Hvammssveit, Dalabyggð. Ingibjörg Kr. Einarsdóttir Erla Kr. B. Sigurðardóttir Einar B. Sigurðarson Hafrún Gróa Árnadóttir Sigurður Kr. Bergmann Kristján Bergmann afastrákar Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA BJÖRG VIGFÚSDÓTTIR, fyrrverandi kaupmaður í Keflavík, lést sunnudaginn 22. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólk dvalarheimilisins Hlévangs fær þakkir fyrir góða umönnun. Birna Arnbjörnsdóttir Ólafur Arnbjörnsson Sossa Björnsdóttir Valgarður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS JÓNSSON húsasmíðameistari, lést á Sólvangi í Hafnarfirði laugardaginn 21. september. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 30. september klukkan 15. Sólveig Helgadóttir Gylfi Jónasson Hulda Hauksdóttir Jón Halldór Jónasson Guðrún G. Gröndal Þórir Jónasson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín og móðir, HRÖNN GARÐARSDÓTTIR heimilislæknir, lést á krabbameinsdeild LHS aðfaranótt 24. september. Útför Hrannar verður gerð frá Vídalínskirkju mánudaginn 7. október klukkan 13.00. Minningarathöfn verður á Egilsstöðum. Upplýsingar um hana verða auglýstar síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Rúnarsson Garðar Páll Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.