Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
um vandlega listina á veggina. Ég
er einnig hrifin af orkusteinum og
raða þeim þannig upp að andrúms-
loftið sé heilbrigt og hollt öllum sem
eru næmir fyrir slíku.“
Tanit er mikið fyrir forn heilög
mynstur.
Hún er einnig með fjórar teg-
undir af ekta bambus ,,koshi“ bjöll-
um. Þær standa fyrir jörð, vatn, eld
og vind.
„Þegar kemur að orkusteinunum,
þá hreinsar glær kvars (Clear
Quartz) orkuna í húsinu, í raun um-
breytir neikvæðri orku í jákvæða.
Rósakvars (Rose Quarz) er kristall
ástarinnar. Hann opnar hjartastöð-
ina og minnir okkur á að við erum
öll hluti af heildinni. Mér þykir
gaman að raða steinunum upp í
ákveðið form og hef trú á að þeir
hjálpi til við að halda orkunni
hreinni og uppbyggilegri inni í hús-
inu á alls konar vegu.“
Kynntist Andra ofan í sjó
Tanit segir hjónaband þeirra
Andra einstakt. Þau njóti þess að
vera saman en einnig að eiga tíma
fyrir sig. Þau hafa verið saman í
þrjú ár og sagan á bak við það
hvernig þau kynntust tengist að
sjálfsögðu köldu vatni og íslenskri
náttúru.
„Eftir að ég hafði kynnst landinu
langaði mig að prófa að búa hér. Ég
fékk áhugaverða stöðu í dásamlegu
íslensku fyrirtæki, en það má segja
að ég hafi elskað vinnuna mína að-
eins of mikið. Ég örmagnaðist eftir
of mikla vinnu og þurfti að leita mér
allskonar leiða til að byggja mig aft-
ur upp. Það var þá sem ég kynntist
Andra. Við hittumst fyrst í Naut-
hólsvík, í febrúar þegar ég var að
prófa að kæla til að endurheimta
orkuna. Ég sá Andra sitjandi í ís-
köldum sjónum með friðsælan ham-
ingjusvip.
Vinir mínir bentu mér á hann svo
ég gekk bara til hans og byrjaði að
spjalla. Að sjálfsögðu komst ég ekki
ofan í sjóinn til hans, en hann leið-
beindi mér ofan í og þaðan varð
ekki aftur snúið. Þegar ég settist of-
an í sjóinn fann ég fyrir algjörri
slökun, einhverju sem ég hafði aldr-
ei upplifað áður. Það má segja að á
þessu augnabliki hafi ANDRI ICE-
LAND orðið til. Með þessum leið-
um náði ég að safna orkunni aftur
og þetta er eitt að því sem ég kenni
á námskeiðunum okkar. Ég gef
áfram til annarra hvernig hægt er
að vinna sig upp úr kulnun í lífi og
starfi, og í raun örmögnun eins og
ég upplifði á þessum tíma í mínu
lífi.“
Á von á fyrsta barni
sínu bráðlega
Tanit og Andri eiga von á fyrsta
barninu sínu eftir nokkrar vikur
þegar lítil stúlka mun líta dagsins
ljós.
Fyrir á Andri tvær dætur sem
deila heimili með þeim í Hafnarfirði
en einnig með móður sinni þess á
milli.
„Herbergi stúlknanna eru hlið við
hlið, sem mér finnst dásamlegt.
Yngri dóttir Andra á fallegt barna-
herbergi sem er innréttað í hennar
stíl. Eldri dóttir hans og systir mín
skiptast á að nota herbergið þar við
hliðina sem er fallega innréttað eftir
höfði þeirra beggja. Við erum ennþá
að móta herbergið sem yngsta dótt-
ir okkar mun eiga. Náttúran spilar
meginhlutverk og við höfum ákveð-
ið að hafa fáa hluti fyrst um sinn í
herberginu. Á meðan við erum að
finna hvað mun henta henni best.“
Í opna rýminu á neðri hæðinni er
svæði þar sem Andri situr oft með
bók eða tölvuna sína. Sófinn er lág-
ur og er einnig góður til að hugleiða
í. Inni í því rými eru einnig bækur
og altarið þar sem kristallar og
bjöllurnar eru.
Húsið þeirra Tanit og Andra er í
stöðugri þróun. Þau eru með aðbún-
að til að kæla úti í garði og fallega
verönd þar sem náttúran leikur
ekki síður hlutverk en svæðið inn í
húsinu.
„Ég fer daglega berfætt út í
garðinn okkar til að tengja mig með
aðstoð náttúrunnar. Hér er ein-
staklega mikill friður, hér eru álfar
og steinar, tröll og falleg orka sem
umvefur okkur í garðinum. Það er
dásamlegt að standa í garðinum
berfættur og vera úti í náttúrunni
og leyfa henni að endurnæra það
sem þarf að gerast innra með okkur
hverju sinni.“
Fer berfætt út í garð
sama hvernig viðrar
Tanit fer út í garð berfætt sama
hvernig viðrar.
„Ég fer út í garð berfætt á öllum
árstíðum. Ef mér sem dæmi líður
ekki vel einn daginn fer ég út og
það minnir mig á að allt verður í
lagi aftur.“
Af hverju heldurðu að þú hafir
tengt svona vel við Ísland allt frá
byrjun?
„Umhverfið og menningin hér er
svo allt öðruvísi en á Spáni. Í
Barselóna sem dæmi þá gat ég
aldrei lagt frá mér töskuna mína.
Þar er mikið um spennu í umhverf-
inu og maður er í raun og veru aldr-
ei alveg öruggur. Það er andstæðan
við það sem ég upplifi hér. Ég eign-
aðist strax marga vini og við vorum
dugleg að fara út í náttúruna, tjöld-
uðum og áttum dýrmætar stundir
saman inni á milli þess sem við
lærðum og unnum. Orkan í nátt-
úrunni hér hefur heillað mig frá
upphafi, síðan finnst mér dásamlegt
að geta lifað í því öryggi sem ég
upplifi hér daglega.“
Slökun „Koshi“-bjöllur úr bambus
gefa frá sér róandi hljóð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öðruvísi uppröðun Innigarður sem Tanit hefur skapað.
Íslensk náttúra Orkusteinar
sem raðað er upp á sérstakan hátt.
Friðsælt Garðurinn í kringum húsið í Hafnafirði er gulls ígildi.
Nóg pláss Tanit og Vilhjálmur Andri geta tekið á móti allt að 20 manns.
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til