Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 63

Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 63
ÞÓR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Þór frá Akureyri spilar í efstu deild karla í körfubolta í vetur eftir eins árs veru í 1. deild. Lárus Jónsson var ráðinn þjálfari liðsins eftir fall úr úr- valsdeildinni þarsíðasta vetur og undir stjórn hans vann liðið 17 af 21 leik á síðasta tímabili og bar sigur úr býtum í 1. deild. Þórsliðið mætir mik- ið breytt til leiks í vetur og eru leik- menn sem áttu stóran þátt í að liðið tryggði sér sæti í efstu deild að nýju horfnir á braut. Félagið hélt hins veg- ar hinum efnilega Júlíusi Orra Ágústssyni, sem er 18 ára gamall. „Þetta er búið að ganga frekar vel. Stemningin í liðinu er mjög góð og við erum mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Júlíus við Morgunblaðið. Hann vonast til að Þórsarar geti byggt ofan á gott tímabil síðasta vetur, þótt liðið sé mikið breytt. „Við ætlum að reyna að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrra, þrátt fyrir að vera með frekar breyttan hóp. Lalli stillir okkur vel saman. Við ætlum auðvitað að reyna að halda okkur uppi. Það er helsta markmiðið og við gerum allt sem við þurfum að gera til að ná því.“ Þór hefur samið við fjóra erlenda leikmenn fyrir tímabilið; Hansel Atencia, landsliðsmann Kólumbíu, Litháann Mantas Virbalas, Pablo Hernández frá Spáni og Bandaríkja- manninn Jamal Palmer. „Þetta eru mjög spennandi leik- menn. Kólumbíumaðurinn er virki- lega skemmtilegur, góður og snöggur. Ég held hann geti gert mjög góða hluti í þessari deild. Mantas er mjög sterkur inni í teign- um. Hann getur bitið vel frá sér og ætti að vera sterkur líka. Svo fengum við Spánverja sem heitir Pablo. Hann getur teygt á vellinum og er mjög góður að skjóta. Jamal er síðan ný- kominn til landsins og ég veit hann er mjög góður að skora og það er mikil sprengja í honum. Þeir líta allir mjög vel út,“ sagði Júlíus um nýju liðs- félagana. Júlíus spilaði alla 22 leiki Þórs tímabilið 2017/18, þá aðeins sextán ára gamall. Hann skoraði þá 7,1 stig að meðaltali. Síðasta vetur bætti hann í og skoraði 12,2 stig að meðal- tali. Reikna má með að Júlíus verði í stóru hlutverki í vetur og má segja að hann verði leiðtogi ungu og uppöldu Þórsaranna. „Ég býst við að ég verði í frekar stóru hlutverki í vetur og verði fyrirliði líka. Ég reyni að leiða þessa stráka áfram. Það er mjög spennandi og gott tækifæri til að sýna hvað ég get. Það verður mikið fylgst með manni og það verður mjög spennandi að sýna þessu fólki hvað maður getur.“ Fallegt af Þór að gera þetta Mikil rekistefna varð í sumar þeg- ar fréttir bárust af því að Þórsarar gætu dregið lið sitt úr keppni í vetur vegna áhyggja um fjármagn. „Þetta var mjög fljótt að ganga yfir og ég held við leikmennirnir hafi ekki mikið tekið eftir þessu. Við vissum alltaf af þessu en við treystum stjórninni í að gera það sem þurfti og gera það vel. Þessu var reddað fljótt og það er komið flott fólk í stjórnina núna,“ sagði Júlíus. Þórsarar spila með áletrunina „Fyrir Ágúst“ aftan á treyjum sínum í vetur til heiðurs Ágúst Guðmunds- syni. Ágúst starfaði lengi við þjálfun hjá Þór, en varð að láta af störfum er hann greindist með MND-sjúkdóm- inn, sem hann berst nú við. Ágúst er einmitt faðir Júlíusar, sem er stoltur að spila með nafn föður síns á bakinu. „Það hefur mjög mikla þýðingu fyrir mig og ég er stoltur af þessu. Það er fallegt af Þór að gera þetta. Hann hefur staðið vel við bakið á Þór og það er fallegt af félaginu að gera þetta fyrir hann,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson. Reyni að leiða þessa stráka áfram Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ungur Júlíus Orri Ágústsson lék alla leiki Þórs í úrvalsdeildinni fyrir tveim- ur árum, þá aðeins 16 ára gamall, og er hér í baráttu gegn Val.  Þór Akureyri leikur í efstu deild eftir árs fjarveru  Átján ára lykilmaður ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn án.- m. kl. 9-18, f s. kl. 9-18 0, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1 Kolibri tr nur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listav rum WorkPlus Strigar frá kr. 195 BAKVERÐIR: Egill Elvarsson Hansel Athencia Jamal Palmer Júlíus Orri Ágústsson Kolbeinn Fannar Gíslason Sigurður Traustason Smári Jónsson FRAMHERJAR: Baldur Örn Jóhannesson Einar Húmi Valsson Pablo Hernández Ragnar Ágústsson Róbert Orri Heiðmarsson MIÐHERJI: Mantas Virbalas Þjálfari: Lárus Jónsson. Aðstoðarþjálfari: Hlynur Frið- riksson. Árangur 2018-19: Sigurvegari í 1. deild karla. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei.  Þórsarar mæta Haukum á úti- velli í 1. umferð deildarinnar fimmtudaginn 3. október og fá síðan Fjölni í heimsókn föstudag- inn 11. október. Lið Þórs 2019-20 KOMNIR Hansel Atencia frá Master’s Uni- versity (Bandaríkjunum) Jamal Palmer frá Lynn Univers- ity (Bandaríkjunum) Mantas Virbalas frá Bozole (Frakklandi) Pablo Hernández frá Missouri Baptist (Bandaríkjunum) FARNIR Bjarni Rúnar Lárusson í Hamar Damir Mijic, óvíst Ingvi Rafn Ingvarsson, óvíst Kristján Pétur Andrésson, óvíst Larry Thomas í Breiðablik Pálmi Geir Jónsson í Hamar Breytingar á liði Þórs  Það stefnir í erfiðan vetur hjá Þórsurum.  Þeir hafa misst marga lykilmenn og tefla fram ansi ungu liði ásamt fjórum erlendum atvinnumönnum.  Júlíus Orri Ágústsson er eini unglingur liðsins sem er með einhverja reynslu til að tala um af íslenska kjarnanum. Hann er samt bara nýorðinn 18 ára.  Af útlendingahersveitinni hafa tveir sýnt mér gæði sem nýtast liðinu en hinir tveir þurfa að rífa sig í gang ekki seinna en strax ef Þór á að eiga mögu- leika á að halda sér uppi. Benedikt Guðmundsson um Þór Akureyri Valur er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í ellefta sinn, verðskuldað svo því sé nú haldið til haga. Valskonur fóru taplausar í gegnum mótið með 50 stig ásamt því að skora 65 mörk. Sömu sögu er að segja um Breiðablik, sem endaði í öðru sætinu með 48 stig. Valur og Breiðablik eru langbestu lið landsins en Selfoss, næsta lið á eftir þeim, fékk 34 stig. Jón Þór Hauksson, þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins, valdi á dögunum landsliðhóp Íslands sem mætir Frökkum í æfinga- leik 4. október í Nimes og svo Lettlandi í Liepaja í und- ankeppni EM 2021. Af þeim 23 leikmönnum sem eru í hópnum leika þrettán þeirra á Íslandi. Tólf af þessum þrettán leik- mönnum spila með Breiðabliki eða Val. Í 23 manna hópnum fyrir leik- ina gegn Ungverjalandi og Slóv- akíu í undankeppni EM sem fram fóru í lok ágúst og byrjun september voru 14 leikmenn frá Breiðabliki eða Val. Auðvitað gefur það augaleið að bestu leikmenn landsins eru valdir í landsliðið en eykur það mögu- leika manns að spila fyrir ann- aðhvort Breiðablik eða Val? Það er draumur hjá mörgum ungum knattspyrnukonum að spila fyrir land sitt. Það hefur lengi verið í um- ræðunni að í keppnisferðum yngri landsliða sé markvisst reynt að selja ungum leik- mönnum það að möguleikar þeirra um að spila með A- landsliðinu aukist til muna ef þeir skrifa undir í Kópavogi eða á Hlíðarenda. Ég vona hins veg- ar að ungir leikmenn hætti að láta glepjast af gylliboðum og haldi kyrru fyrir hjá uppeldis- félögum sínum þar sem þær fá alvöru spilatíma, í það minnsta þangað til þær verða tvítugar. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.