Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 64
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Ómar Ingi Magnússon, landsliðs- maður í handknattleik, hefur ekki getað leikið með dönsku meist- urunum frá Álaborg í upphafi keppn- istímabilsins vegna höfuðáverka sem hann varð fyrir hinn 26. maí. „Ég fékk höfuðhögg í leik á móti Silkeborg í undanúrslitunum á síð- asta tímabili. Tveir leikmenn fóru í mig á sama augnabliki. Við það missti ég alveg jafnvægið og lenti með hnakkann í gólfinu. Ég fékk gat á hausinn og tilheyrandi. Eftir það hef ég verið frá,“ útskýrði Ómar Ingi þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum í gær. Spurður um gang mála kveðst Óm- ar reglulega fá höfuðverk og lítið hafi þokast í rétta átt. „Staðan hefur lítið breyst. Ég hef ekkert getað æft með liðinu og er ég í rauninni mjög róleg- ur þessa dagana. Höfuðverkurinn kemur og fer en er eiginlega alltaf til staðar í einhverri mynd. Ég prófaði að hlaupa um daginn og það gekk ekki nægilega vel. Þá hafði ég getað hjólað í nokkurn tíma en það kom í ljós að ég er ekki orðinn nægilega góður til að hlaupa.“ Leitar til sérfræðinga Fyrir lesendur sem ekki þekkja til eru vinnureglurnar í grófum dráttum þannig að „trappa“ skal íþróttamann upp í æfingaálagi eftir heilahristing. Þá kemur í ljós hvort viðkomandi þol- ir álagið og hversu mikið. Fái fólk annað höfuðhögg, þegar einkenni heilahristings eru ekki horfin, getur slíkt haft grafalvarlegar afleiðingar. „Maður getur prófað sig aðeins áfram með reglulegu millibili án þess að ástandið verði mikið verra.“ Ómar segist hafa leitað ráða hjá sérfræðingum í von um að ná bata. Ekki er víst hægt að fara með neinar galdraþulur til að losa fólk undan höfuðverkjum sem þessum. „Ég hef aðeins heimsótt einhverja sérfræðinga til að heyra hvað þeir leggja til. Hef leitað ráða bæði í Dan- mörku og heima á Íslandi. Ég hef fengið æfingar fyrir hnakka og augu sem eiga að geta hjálpað mér. En annars er þetta mikil þolinmæðis- vinna,“ sagði Ómar sem ekki hefur áður fengið einkenni heilahristings á ferlinum. Spenntur fyrir Magdeburg Ómar er búinn að semja við þýska félagið Magdeburg og gengur í raðir þess næsta sumar. Gekk hann frá samkomulagi þess efnis snemma á þessu ári. Gerði hann fjögurra ára samning við þýska félagið enda leist honum vel á. „Ég hafði mestan áhuga á Magde- burg. Forráðamenn félagsins sýndu mér mikinn áhuga og mér fannst þetta mjög spennandi kostur. Ég fór því einungis í samningaviðræður við þá. Mig langaði til að fara í sterkara lið, en Magdeburg hefur blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi. Liðið hefur verið stöðugt síðustu árin en vantar kannski að taka eitt skref til viðbótar til að geta barist um efsta sætið. Mér finnst liðið vera spennandi og hlakka til að geta spilað með því,“ sagði Ómar, en Íslendingum hefur nú fjölgað á ný í efstu deildinni í Þýska- landi. „Já, já, það er nóg af þeim,“ sagði Ómar Ingi Magnússon enn fremur í samtali við Morgunblaðið. Ómar Ingi glímir enn við höfuðáverka  Óvissa ríkir um hvenær landsliðs- maðurinn getur beitt sér á ný Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á sjúkralistanum Ómar Ingi Magnússon er ekki orðinn leikfær. 64 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 England Deildabikarinn, 32ja liða úrslit: Brighton – Aston Villa ............................. 1:3 Burton – Bournemouth............................ 2:0 Chelsea – Grimsby ................................... 7:1 MK Dons – Liverpool............................... 0:2 Oxford United – West Ham..................... 4:0 Sheffield United – Sunderland ............... 0:1 Wolves – Reading..................................... 1:1  Wolves áfram í vítakeppni, 4:2. Manchester United – Rochdale .............. 1:1  Man. United áfram í vítakeppni 5:3. Svíþjóð AIK – Gautaborg ..................................... 1:0  Kolbeinn Sigþórsson tók út leikbann hjá AIK. Sirius – Hammarby ................................. 1:3  Aron Jóhannsson spilaði síðari hálfleik- inn með Hammarby. Hvíta-Rússland Dinamo Brest – BATE Borisov.............. 1:1  Willum Þór Willumsson var ónotaður varamaður hjá BATE. Belgía Bikarkeppnin, 32ja liðaúrslit: Mandel United – Oostende ..................... 0:2  Ari Freyr Skúlason var á varamanna- bekk Oostende. Danmörk Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Skive – Bröndby ...................................... 2:3  Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby. Hvidovre – SönderjyskE ........................ 2:4  Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn með SönderjyskE en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópnum. AB – Viborg.............................................. 3:1  Ingvar Jónsson lék allan leikinn með Vi- borg. Rússland Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Mordovija – Rostov.................................. 0:2  Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson voru ekki í hóp hjá Rostov. Alania Vladikavkaz – CSKA Moskva.... 1:3  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn og Arnór Sigurðsson fyrstu 65 mín- útrnar með CSKA. Khimki Moskva – Rubin Kazan.............. 3:0  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Rubin Kazan. Nizhnij Novgorod – Krasnodar ............. 1:0  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Krasnodar. Pólland Bikarkeppnin, 64-liða úrslit: Cracovia – Jagiellonia ............................ 4:2  Böðvar Böðvarsson var ónotaður vara- maður hjá Jagiellonia. Polonia Sroda – Górnik Zabrze............. 0:6  Adam Örn Arnarson lék allan leikinn með Górnik Zabrze. KNATTSPYRNA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sveindís Jane Jónsdóttir, framherj- inn ungi hjá Keflavík, var besti leik- maður úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar, í septembermán- uði, samkvæmt M-gjöfinni, ein- kunnagjöf Morgunblaðsins. Eins og fram kom í þriðjudags- blaðinu var Sveindís jafnframt besti leikmaður tímabilsins í heild, sam- kvæmt M-gjöfinni, en hún varð efst í henni með samtals 19 M í 17 leikj- um sem hún spilaði með Keflavík. Í september, þar sem þrjár síð- ustu umferðir deildarinnar voru leiknar, fengu þær Sveindís og Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslandsmeistara Vals, flest M eða fjögur hvor. Sveindís hlýtur útnefninguna því hún fékk M í öllum þremur leikjunum, tvisvar eitt og einu sinni tvö, á meðan Hallbera fékk tvisvar tvö M en ekkert í einum leikjanna. Þetta er í ann- að sinn sem Sveindís er leik- maður mánaðar- ins á þessu tíma- bili en hún varð líka efst í júnímánuði. Þessir leik- menn fengu útnefningarnar fyrir hvern mánuð fyrir sig: Maí: Cloé Lacasse, ÍBV. Júní: Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík. Júlí: Hallbera Guðný Gísladóttir, Val. Ágúst: Elín Metta Jensen, Val. September: Sveindís Jane Jóns- dóttir, Keflavík. Sveindís Jane var líka best í september 4-5-1 Lið septembermánaðar hjá Morgunblaðinu í Pepsi Max-deild kvenna 2019 Fjöldi sem leikmaður fékk í mánuðinum 5 Varamenn: Kelsey Wys, Selfossi Viktoría V. Guðrúnard., Stjörnunni Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki Ásgerður Stefanía Baldursd., Val Margrét Lára Viðarsdóttir, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Berglind Björg Þorvaldsd., Breiðabliki 2 2 2 2 2 2 2 Audrey Baldwin HK/Víkingi Anna María Baldursdóttir Stjörnunni Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Barbára Sól Gísladóttir Selfossi Hallbera Guðný Gísladóttir Val Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Breiðabliki Betsy Hassett KR Karitas Tómasdóttir SelfossiNatasha Anasi Kefl avík Hulda Ósk Jónsdóttir Þór/KA Sveindís Jane Jónsdóttir Kefl avík 3 3 4 3 4 2 2 3 3 3 3 Sveindís Jane Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.