Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 67

Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 67
danska fegurðardrottningin, blaða- maðurinn og kvikmyndastjarnan Inga Arvad sem tók tvö viðtöl við Adolf Hit- ler, var ástkona Johns F. Kennedy og nefnd tvisvar í dagbókum Jósefs Göbbels, áróðursmeistara nasista. „Þýska hernámið í Danmörku er bæði umdeilt og skrýtið, sem helgast af því að Danmörk var frekar eins og nýlenda heldur en hernumin þjóð. Best hafði staðið fyrir útrýmingu gyð- inga í Frakklandi og Póllandi, en þeg- ar hann kom til Danmerkur ákvað hann að stjórna með mjúkri hendi, enda var hann ótrúlega slægur og póli- tískur refur. Hann gerði sér grein fyr- ir því að árangursríkasta leiðin til að stjórna bæði dönsku borgarastéttinni og verkalýðnum væri að taka upp samstarf við danska sósíaldemókrata í stað danskra nasista,“ segir Egill og rifjar upp að samstarf Thorvalds Stauning, sem var forsætisráðherra Danmerkur 1929-42, við Þjóðverja hafi ávallt verið harðlega gagnrýnt. „Verkið fjallar því um tíma sem er Dönum mjög erfiður á sama tíma og við reynum að setja fortíðina í sam- hengi við samtímann,“ segir Egill og bendir á að Best hafi verið dæmdur í fangelsi í Danmörku eftir stríð, en flutt heim til Þýskalands 1951 eftir að hann var náðaður. „Þar gekk hann til liðs við Kristilega demókrata í V- Þýskalandi og starfaði til dauðadags sem lögfræðingur þar sem hann varði iðulega aðra nasista,“ segir Egill og tekur fram að uppspuninn í Lucasi Svensson blikni í samanburði við sögulegar staðreyndir. Á ólík tímabil sem leikstjóri Að sögn Egils er uppsetning De befriede hluti af áherslu leikhússtjóra Østerbro Teater á söguleg verk þetta leikárið. „Leikhópurinn sem ég er að vinna með frumsýnir þannig 3. októ- ber nýtt verk um Lehman Brothers í leikstjórn Peters Langdal. Báðar uppfærslur eiga það sameiginlegt að þær eru að reyna að útskýra hvers vegna efnahagurinn og þjóðremban er aftur orðin eitur í samfélagi okkar. Til að skilja það þarf að rekja hlutina aftur í fortíðina og setja í samhengi.“ Þú notar sögumenn bæði í De befriede og Fanný og Alexander. Er það aðferð í leikhúsi sem þér finnst mest spennandi nú um stundir? „Þetta er góð spurning. Ég hef átt ólík tímabil sem leikstjóri. Sem stendur hef ég mestan áhuga á því að segja þessar stærri sögur og draga ekki dul á að leikhúsið er staður þar sem sögur eru sagðar. Í mörg ár var ég upptekinn af „deconstruction“ eða anduppbyggingu, en venti kvæði mínu í kross og að uppbyggingunni. Ég held að fólk hafi miklu meiri þörf fyrir samhengi heldur en ósamhengi. Ég held að hinar stóru sögur geti frekar sameinað okkur,“ segir Egill og rifjar upp að hann hafi unnið með pólitískt leikhús bæði undir merkjum leikhópanna Mindgroup hérlendis og Fix & Foxi í Kaupmannahöfn. „Fyrir efnahagshrunið var ég upp- tekinn af því að draga fram sannleik- ann um pólitíkina sem afhjúpaðist í raun í hruninu og rataði á forsíður blaðanna. Í framhaldinu fór ég að skoða hvernig einstaklingnum líður inni í samfélaginu. Hluti af því var sýningin Hver er hræddur við Virg- iniu Woolf? þar sem ég var að skoða hvernig við færum átökin inn á heim- ilið og berjumst þar,“ segir Egill og bendir á að sviðsgerðir hans á öllum kvikmyndum Johns Cassavetes á síð- ustu árum séu einnig liður í þessu, en þar sé um að ræða sögur án plotts sem drifnar eru áfram af tilfinninga- legri frásögn. Framtíðarsögur kalla á mig „Á tímum vaxandi þjóðernis- kenndar finnst mér mikilvægt að segja sögur sem ná betur utan um okkur og útskýra samfélagsstrúkt- úrinn í heild sinni,“ segir Egill og bendir á að Himnaríki og helvíti hafi verið hluti af þessari skoðun á sam- tímanum. „Önnur nýleg sýning er Tidens korthed (Stytting tímans) sem ég vann í N-Noregi. Þar var alþjóða- væðingin skoðuð út frá ævi sjófarans Jens Munk sem 1620 sigldi norðvest- urleiðina til Indlands gegnum Ís- hafið,“ segir Egill og bendir á að De befriede dragi upp mynd af því hvað gerist „þegar hefðbundnir stjórn- málaflokkar eiga í samtali við þjóð- ernisflokka. Það er ekki hægt að eiga í samtali við fólk sem er með heims- yfirráða- og þjóðerniskenndar hug- myndir um sjálft sig“, segir Egill og tekur fram að framtíðarsögur verði sennilega næst fyrir valinu hjá sér. „Bæði útópíur og distópíur,“ segir Egill og tekur fram að framtíðar- sögurnar tengist þeim miklu breyt- ingum sem nú séu að verða í heim- inum þar sem „mannkynið stendur frammi fyrir umhverfishamförum, valdamikil ríki heims eru í kapp- hlaupi um yfirráð yfir norður- heimskautinu og olíukapítalisminn er á leið inn í rosalega krísu í tengslum við þá grænu byltingu sem virðist hafin samtímis því sem kapítalisminn daðrar við þjóðernisöflin. Undir þeim kringumstæðum eru það framtíðar- sögur sem kalla á mig.“ Ljósmynd/Allan Toft Ljósmynd/Grímur Bjarnason Átök Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee sem Borgarleikhúsið sýndi 2016. Minningar Úr uppfærslu Borgarleikhússins í Álaborg á Fanný og Alexander sem Egill frumsýndi í síðustu viku við góðar viðtökur. MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2020 Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn umsóknareyðublöð eru á slóðinni: http://styrktarsjodursut.is/ Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2020 Umsóknarfrestur er til kl. 24.00 mánudaginn 4. nóvember 2019. Viðtökur danskra gagnrýnenda við uppfærslu Borgarleikhússins í Ála- borg á Fanný og Alexander eftir Bergman í nýrri leikgerð og leik- stjórn Egils Heiðars Antons Páls- sonar hafa verið mjög góðar. Otto Pretzmann rýnir hjá Nordjyske gefur uppfærslunni fullt hús og segir þetta klassíska verk eftir Bergman „meistaralega leyst í uppfærslu leikhússins í Álaborg“. Trine Wøldiche rýnir Information segir uppfærsluna gríðarlega vel heppnaða þar sem hún „gefi kvik- mynd Bergman nýtt líf“ og Agli takist að skapa bæði dýnamíska og „lifandi sviðsetningu“. Tonny Olausen hjá Kulturtid gefur upp- færslunni fimm af sex stjörnum. „Þetta er hugmyndarík uppfærsla þar sem frammistaða leikaranna er í öndvegi í samblandi við ein- falda leikmynd og frásagnaraðferð sem kemur á óvart, þar sem hinn fullorðni Alexander horfir aftur til æsku sinnar og gefur von um að við munum öll lifa hana af þegar við viðurkennum hversu lítið við sem fullorðin í reynd vitum.“ Kasper Dam Nielsen hjá Iscene segir Egil koma „vel undirbúinn til leiks og hafi lært af forverum sín- um; minnisbók hans um leiklistar- aðferðir hlýtur að vera jafnþykk og biblían og hann nýtir aðferðirnar vel og hugvitssamlega í allri sýn- ingunni.“ Michael Hansen hjá Kult- urleben gerir í dómi sínum að um- talsefni viðtal við leikstjórann í leikskránni þar sem Egill bendir á samsömun milli eigin æsku og æsku Alexanders, en eftir erfiðan skilnað móður leikstjórans „valdi hún nýjan mann og stjúpa fyrir börnin. Mann sem var hvorki góður fyrir hana né börnin,“ skrifar Han- sen og tekur fram að það finnist skýrt í uppfærslunni að efni sýn- ingarinnar standi leikstjóranum nærri. „Það er sjaldan sem maður fær að sjá leikstjóra setja svo kröftugar og áhrifaríkar hug- myndir á flug. Og það virkar. Sýn- ingin er í natúralískum og kröftug- um leik grípandi og tilfinningarík. Allir leika litríkar persónur sínar þannig að þær fara undir húðina á okkur og allt ber þess merki, á já- kvæðan hátt, að leikstjórinn hafi vitað hvað hann vildi.“ Stine Kjølby Christensen hjá Mig og Aalborg lýsir Agli sem hæfileikaríkum leikstjóra og segir sýninguna „uppfulla af við- kvæmum augnablikum, grimmum örlögum og næstum óbærilegri sögu drengs, sem á fullorðinsárum neyðist til að horfast í augu við æskuáföllin.“ „Hugmyndarík uppfærsla“ VIÐBRÖGÐ DANSKRA RÝNA VIÐ FANNÝ OG ALEXANDER Ljósmynd/Allan Toft Áföll Gustav Dyekjær Giese sem Alexander.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.