Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 70

Morgunblaðið - 26.09.2019, Síða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Sýningin Letur og list verður opn- uð í dag kl. 17 í Galleríi Gróttu. Á henni munu Þorvaldur Jónasson, skrautritari og myndskreytir og bókbandsmeistararnir Ragnar G. Einarsson og Guðlaug Friðriks- dóttir sýna letursöguna og hvern- ig hún hefur þróast allt frá Kristsburði, ásamt einstöku list- bókbandi, eins og segir í tilkynn- ingu. Gallerí Grótta er í Bókasafni Seltjarnarness á 2. hæð Eiðistorgs og er sýningin opin á meðan það er opið. Sýnendur Þorvaldur, Guðlaug og Ragnar á sýningunni í Galleríi Gróttu. Letursaga og list- bókband í Gróttu Sváfnir Sigurðarson heldur tón- leika á Hard Rock í kvöld kl. 21 ásamt hljómsveit. Leikin verða lög af plötunni Loforð um nýjan dag sem kom út fyrir þremur ár- um og einnig lög af væntanlegri sólóplötu Sváfnis. Fyrsta lagið sem gefið hefur verið út af plötunni, „Fólk breyt- ist“, hefur notið vinsælda í sumar og sat í 13 vikur á vinsældalista Rásar 2. Í dag verður annað lag af plötunni, „Fer sem fer“, frum- flutt á Rás 2. Með Sváfni koma fram á tónleikunum þeir Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari, Kristján Freyr Halldórsson trommari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Stefán Magnússon gítarleikari. Miðasala fer fram á tix.is Kvintett Sváfnir í fagurrauðum bol með félögum sínum í hljómsveitinni. Sváfnir og félagar á Hard Rock Café Sæunn Þorsteinsdóttir, einn fremsti sellóleikari Íslands, leikur Selló- konsert í D-dúr eftir Joseph Haydn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í Eldborg í kvöld. Hljómsveitin mun auk þess flytja Egmont forleik eftir Ludwig van Beethoven og Sin- fóníu nr. 5 eftir Dmítríj Shostako- vitsj. „Dramatísk örlög og frelsisþrá eru leiðarstef í kraftmiklum verkum Beethovens og Shostakovitsj sem hljóma á þessum tónleikum. Beetho- ven samdi forleik sinn við leikritið Egmont eftir Goethe, sem segir frá frelsishetju á Niðurlöndum á 16. öld. Egmont leiðir uppreisn gegn spænska einveldinu en mistekst og er dæmdur til dauða. Shostakovitsj samdi fimmtu sinfóníu sína um það leyti sem ofsóknir Stalíns stóðu sem hæst, og verkið varð til þess að bjarga ferli tónskáldsins á við- kvæmum tíma,“ segir á vef Hörpu um tónleika kvöldsins og að selló- konsertinn sé svo gleðin og létt- værðin uppmáluð. Á tónleikunum verður líka frum- flutt ný einleikskadensa sem Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld sin- fóníuhljómsveitarinnar sem er auk þess menntaður sellóleikari, hefur samið við konsertinn sérstaklega af þessu tilefni. Tónleikakynning verður haldin í Hörpuhorni fyrir tónleikana í kvöld og hefst hún klukkan 18. Sæunn hefur haldið tónleika víða um lönd, er m.a. fastagestur í Carne- gie Hall og kom fram með Fílharm- óníusveitinni í Los Angeles á róm- aðri Íslandshátíð hennar og var nýverið tilnefnd til Tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs. Sæunn hélt útgáfutónleika í Ásmundarsal 20. febrúar sl. út af nýrri plötu sinni Vernacular sem kom út 8. mars á vegum bandarísku útgáfunnar Sono Luminus og hefur að geyma fjögur verk eftir jafnmörg íslensk tón- skáld. Hlaut Solti-verðlaunin Hljómsveitarstjóri á tónleikunum í kvöld verður Karina Canellakis, aðalstjórnandi Hollensku útvarps- hljómsveitarinnar, og segir um hana að hún hafi vakið mikla hrifningu fyrir innblásna hljómsveitarstjórn og þá m.a. á Nóbelstónleikunum í Stokkhólmi í desember í fyrra. Canellakis hlaut Solti-hljómsveitar- stjóraverðlaunin árið 2016 og ári síð- ar stjórnaði hún Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sveitarinnar í Eldborg og hlaut mikið lof fyrir.  Sæunn Þorsteinsdóttir leikur Sellókonsert í D-dúr eftir Haydn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld Dramatík og frelsisþrá Morgunblaðið/Hari Hæfileikafólk Sæunn á æfingu með SÍ og Canellakis í Eldborg í gær. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar kusu um framlagið í rafrænni atkvæðagreiðslu og hlaut myndin meirihluta atkvæða. Hlynur Pálmason leikstýrði og skrifaði handritið að Hvítum, hvítum degi sem hlotið hefur lof gagnrýn- enda og var frumsýnd í maí á Critics‘ Week sem er hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Þar hlaut Ingvar E. Sigurðsson verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands Hlynur Pálmason Metropolitan-óperan í New York hefur vikið óperu- söngvaranum Plácido Domingo úr starfi vegna fjölda ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni í garð kvenna. Domingo átti að syngja aðalhlutverkið í óperunni Macbeth eftir Verdi sem frumsýnd var í Metro- politan í gær. Domingo hefur neitað öllum ásökunum og sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem hann segir 51 árs sambandi sínu við óperuhúsið lokið. Alls hafa 20 konur sakað spænska söngvarann um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð og einnig að hafa skemmt fyrir þeim í starfi eftir að þær höfnuðu honum. Domingo sagt upp hjá Metropolitan Plácido Domingo Enska hljómsveitin Tindersticks heldur tónleika í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 7. febrúar á næsta ári og hefst miðasala á tónleikana á morgun á tix.is. Tindersticks var stofnuð árið 1992 og á sér fjölmennan og dygg- an hóp aðdáenda. Hún hefur gefið út tíu breiðskífur og sú ellefta, No Treasure but Hope, kemur út í nóvember, að því er fram kemur á Facebook-síðu tónleikanna. Í tilefni af útgáfunni heldur hljómsveitin í tónleikaferð um Evr- ópu og er Ísland einn viðkomu- staða. Hljómsveitin hefur þó leikið hér áður því hún hélt tónleika á Nasa fyrir 11 árum. Rútuferðir verða í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallarinnar og verður lagt af stað frá BSÍ kl. 19 á tónleikadegi. Verður hægt að kaupa rútumiða um leið og tón- leikamiðar eru keyptir. Tindersticks leikur í Hljómahöllinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Nasa Tindersticks á tónleikum sínum hér á landi 11. september árið 2008. EKKI GLEYMA AÐ SKRIFA UNDIR Á FINNUMLAUSNIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.