Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 72

Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ FRÁ A TIL IFÖ Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum. IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í dag og er dagskrá hennar þéttskipuð, margt í boði og fjölbreytnin að vanda mikil. Á morgun mun Ómar Ragnarsson taka við nýjum heiðursverðlaunum hátíðarinnar, Græna lundanum, í Norræna húsinu kl. 18 og vill RIFF með því heiðra hann fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru lands- ins. Um leið verður opnuð ljósmynda- sýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar, Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur en hún er haldin í tilefni af hálfrar aldar af- mæli félagsins. Sýningin er haldin í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið. Heimildarmynd Ólafs, Veröld sem var, verður frum- sýnd en hún fjallar um Kára- hnjúkavirkjun og hálendið í kringum Snæfell. „Á stóru tjaldi verða sýnd þrjú myndbandsverk / kvikmyndir um öræfin kringum Snæfell, áhrifa- svæði Kárahnjúkavirkjunar norð- austan Vatnajökuls og eyðileggingu þess sem að Ólafur Sveinsson hefur gert sérstaklega fyrir sýninguna,“ segir í tilkynningu. Auk þess verður fimm mínútna löng mynd um fyr- irhugaða Hvalárvirkjun sýnd og er dagskráin í heildina 50 mínútur að lengd. Í anddyri verða sýndar ljós- myndir af stöðum sem eru í bið- og nýtingarflokkum rammaáætlunar. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er vinnutitill sýning- arinnar sem er styrkt af umhverf- isráðuneytinu, Ferðafélagi Íslands, Náttúruverndarsjóði Pálma Jóns- sonar, Skjámynd og Útivist. Ólafur er sýningarstjóri hennar. Morgunblaðið/RAX Heiðraður Ómar Ragnarsson hefur barist ötullega fyrir náttúruvernd. Ómar Ragnarsson hlýtur Græna lundann á RIFF Árni Matthíasson arnim@mbl.is Svavar Pétur Eysteinsson þekkja kannski ekki allir, en allir kannast við lagasmiðinn og söngvarann Prins Póló, aukasjálf Svavars, sem lét fyrst heyra í sér fyrir áratug með plötunni Jukk. Prinsinn er þó ekki það eina sem Svavar hefur fengist við um tíðina, því hann stofnaði menningarmiðstöðina Havarí með Berglindi Häsler, eiginkonu sinni, líka fyrir áratug, og er að auki bulsu- og boppuppfinningamaður og -fram- leiðandi. Undanfarin ár hafa Havarí og Prinsinn búið á Karlsstöðum í Beru- firði, þar sem Svavar og Berglind reka einnig gistingu og matstað og framleiða bopp . Síðsumars var Hav- aríi svo lokað fyrir veturinn því þau hyggjast dvelja hér syðra í vetur með börnin, sinna vinum og ætt- mennum, menningarstússi og mann- lífi. Lokaballið í Havaríi á Karls- stöðum var haldið fyrir fullu húsi með liðsinni FM Belfast, sem slútt- aði einnig starfi Havarís í Reykjavík fyrir áratug, og vitanlega tróð Prins- inn einnig upp tíu ára gamall á tíu ára afmæli Havarís. Gleðibankinn breytti lífi mínu Svavar rekur sögu Prinsins aftur til þess er hann sá þau Eirík Hauks- son, Helgu Möller og Pálma Gunn- arsson syngja um innlegg í Gleði- bankann. Það var tónlist á heimili Svavars, pabbi hans, Eysteinn Pétursson eðlisfræðingur, spilaði á ýmis hljóð- færi, gítar, píanó og harmonikku, og þau hljóðfæri voru öll til á heimilinu. „Það var hægt að grípa í hljóðfæri sama hvar maður var staddur, en það var ekkert popp fyrr en ég sá Eurovision 1986, Gleðibankinn breytti lífi mínu og ég fór strax í það að semja Eurovision-lag. Ég reyndi að fá pabba með mér en honum fannst það glatað. Áhuginn var þó kviknaður og ég fór að læra á raf- magnsgítar hjá Ólafi Gauki. Eftir það langaði mig að eignast svoleiðis gítar, en þegar pabbi fór og spurði Ólaf hvort það væri eitthvert vit í þessu hjá mér sagði hann að raf- magnsgítarinn væri bara bóla. Ég man svo vel eftir þessu því þegar pabbi sagði mér hvað Óli hefði sagt skildi ég ekki hvað hann átti við – hvað þýddi það að rafmagnsgítarinn væri bara bóla? Eftir að ég hætti í því tónlistar- námi keypti ég mér samt rafmagns- gítar og fór að glamra og hef gert það síðan. Ég græddi á því að læra, en þurfti ekki að læra meira, næsta skref var að gera hlutina sjálfur og það er sú hugmyndafræði sem ég hef tileinkað mér.“ Múldýr, Rúnk og Skakkamanage Múldýrið var fyrsta hljómsveit Svavars sem gaf eitthvað út, það kom út 7" 1996, en þar á undan var hann í grunnskólahljómsveit sem hét Blimp og tók þátt í Músíktil- raunum 1992. Múldýrið breyttist í hljómsveitina Emmett 1997 og átti tvö lög á safnskífunni Spírur. Næsta ævintýri var Rúnk sumarið 2002, sem skipuð var þeim Hildi Guðna- dóttur, Benedikt Hermanni Her- mannssyni, Birni Kristjánssyni, Óla Birni Ólafssyni og Svavari. Hún spil- aði víða innan lands og utan, gaf út plötur og skipulagði hátíðir, en svo skyndilega var allt búið. Það var röðin komin að Skakka- manage sem var sólóverkefni. „Ég tók upp plötu einn inni í herbergi, sjö laga plötu, sem er stundum köll- uð „fjársjóðsplatan“ því það stóð bara framan á henni fjársjóðskort innifalið. Hún kom út 2003. Á þess- um tíma kynntist ég Berglindi og þegar ég stofnaði hljómsveit í kring- um Skakkamanage bauð ég henni að vera með og Þormóði Dagssyni. Það komu svo fleiri við sögu síðar.“ Prinsinn birtist Prins Póló varð svo til á Seyðis- firði þegar þau Berglind fluttu aust- ur árið 2008. „Þar var ég kominn á litlu listamannalaunin svokölluðu og hafði nógan tíma. Þegar maður flyt- ur út á land fyllist maður af sveita- rómantík og þjóðrembu, eðlilega, og ég fékk allt í einu áhuga á því að fara að semja texta á íslensku, popplög án þess að vera popp. Ég veit reynd- ar ekki hvort ég ákvað það eða ekki en þetta þróaðist í þessa átt. Ætli ég hafi ekki verið kominn aftur í Gleði- bankann, aftur á byrjunarreit, í ís- lenska 90’s músík. Þetta var líka munurinn á því að gera tónlist án þess að vera undir áhrifum af áfengi eða vímuefnum og svo edrú. Ég hafði verið að sulla frá unglingsárum, mikið í kringum mús- ík fram að þessu. Rauði þráðurinn var alltaf fylliríið og sullið fram að fylliríinu. Það var orðið rosalega þreytandi og ég var löngu búinn að gefast upp á því en þorði bara ekki að taka skrefið. Ég var viss um að það yrði svo ógeðslega leiðinlegt að hætta, var skíthræddur við það að drepast úr leiðindum, en svo varð allt skemmtilegra, auðveldara, þægi- legra og betra.“ Havarí Á Seyðisfirði voru þau Svavar og Berglind einn vetur og tvö sumur, en fluttust svo suður aftur og opn- uðu plötubúð í samvinnu við plötuút- gáfuna Kima, Gogoyoko og Borgina, útgáfu Hjálma. Búðin sú, Havarí, sem varð fljótlega meira en bara plötubúð, var opnuð í Austurstræti í september 2009. „Hugmyndin var að opna plötu- búð, en svo varð Havarí að eins kon- ar félagsmiðstöð og svo fór mynd- listarkreðsan að hreiðra um sig og bókverkaforlagið og bókabúðin Úti- dúr leigði aðstöðu hjá okkur,“ segir Svavar og Berglind heldur áfram: „Þetta var í byrjun ferðamanna- sprengjunnar og útlendingar voru farnir að sýna þessu mikinn áhuga þannig að þetta var mjög tregafullt þegar við þurftum að loka, við vorum ekki tilbúin að hætta, en höfðum ekki húsnæðið lengur.“ Austur Um líkt leyti voru þau farin að velta því fyrir sér að flytja aftur út á land og voru alltaf að skoða jarðir til sölu. Á endanum ákváðu þau að flytja austur, það væri hæfilega langt til að ekki væri hægt að skreppa í bæinn í tíma og ótíma. Á endanum urðu Karlsstaðir fyrir val- inu. „Einn janúardag ákváðum við að fara og skoða jörðina, sem var þá hálfgerð eyðijörð, og sáum mögu- leika í húsunum á staðnum fyrir all- ar hugmyndirnar,“ segir Berglind. Í einu af þeim húsum var Havarí svo endurreist og starfar enn, þó að hlé hafi verið gert á starfseminni í vetur og þau hjón og börn hafi vetur- setu syðra. „Í rekstrinum ganga sumrin mjög vel,“ segir Berglind, „en veturinn er ansi erfiður og þess vegna ákváðum við að vera meira fyrir sunnan, að sinna þar hinum verkefnunum sem við erum að gera. Við erum alltaf að elta verkefnin.“ Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Havaríbændur Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló sjálfur, og Berglind Hässler, eiginkona hans. Poppuð sveitarómantík  Prins Póló og Havarí fögnuðu tíu ára afmæli á árinu og héldu upp á það með partíi í Berufirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.