Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Síða 4
4 www.virk.is
S
TA
R
FS
E
N
D
U
R
H
Æ
FI
N
G
A
R
S
JÓ
Ð
U
R
starfsendurhæfingu hér á landi, en þrátt fyrir
miklar umræður og umfjöllun um málið þá hefur
lítið orðið úr fyrirheitum og efndum.
Aðilar vinnumarkaðarins hér á landi hafa iðulega
haft frumkvæði að því að tryggja einstaklingum
á vinnumarkaði mikilvæg réttindi auk þess að
byggja upp og reka fjölbreytta þjónustu, svo sem
á sviði sí- og endurmenntunar, fullorðinsfræðslu,
sjúkratrygginga og lífeyrisréttinda. Markmiðið er
bæði að tryggja félagsmönnum mikilvæg réttindi
og nauðsynlega þjónustu og auka samkeppnis-
hæfni íslensks atvinnulífs þar sem mikilvægt er
að sérhver einstaklingur fái notið hæfileika sinna
og getu. Stofnun Starfsendurhæfingarsjóðs er
rökrétt framhald af þessari þróun og samvinnu
og mikilvægt skref í þá átt að tryggja snemmbært
inngrip til að auðvelda fólki endurkomu til vinnu
og tryggja öllum starfsmönnum á vinnumarkaði
þjónustu í formi starfsendurhæfingar ef um er að
ræða skerta vinnugetu vegna veikinda eða slysa.
Vegna þess að vinnumarkaðurinn axlar ábyrgð
á fjármögnun starfsendurhæfingar fyrir þátt-
takendur á vinnumarkaði er stjórnvöldum gert
mun auðveldar um vik að sinna þeim einstakling-
um, sem ekki eiga réttindi á vinnumarkaði. Þessi
„Starfsendurhæfingarsjóður er nú að ljúka sínu
fyrsta heila starfsári. Samið var um sjóðinn í
kjarasamningum á árinu 2008, fyrst af hálfu
ASÍ og SA en síðar af hálfu BSRB, BHM, KÍ og
annarra samtaka. Sjóðurinn var síðan stofnaður
formlega í maí 2008 og hóf starfsemi í ágúst
það ár. Haustið 2008 var síðan rætt við fulltrúa
opinberu samtakanna og náðist breið samstaða
um að breyta samþykktum hans til að tryggja
aðkomu þeirra að sjóðnum og stjórn hans. Að
sjóðnum standa því öll helstu samtök launamanna
og atvinnurekenda á Íslandi – bæði á almennum-
og opinberum vinnumarkaði – og undirstrikar það
meira en allt annað mikla áherslu þessara aðila
á að gefa þeim sem veikjast alvarlega eða lenda í
slysum tækifæri til að komast aftur til starfa.
Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga
markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af
vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með
aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum
úrræðum. Áhersla er lögð á að byggja upp
ráðgjöf í samstarfi við stéttarfélög um allt land
og sjóðnum er tryggt fjármagn til að fjármagna
bæði gerð áætlunar um starfsendurhæfingu
með aðkomu sérfræðinga og einnig nauðsynleg
starfsendurhæfingarúrræði fyrir einstaklinga.
Örorka hefur farið ört vaxandi hér á landi
undanfarin tíu ár án þess að við því hafi verið
brugðist á kerfisbundinn hátt af hálfu stjórnvalda.
Þessi þróun hefur valdið auknum kostnaði bæði
hjá stjórnvöldum, lífeyrissjóðum og í atvinnulífinu
og síðast en ekki síst skerðir hún lífsgæði þeirra
einstaklinga sem missa getu til þátttöku á
vinnumarkaði. Flestir hafa verið sammála um
mikilvægi og hagkvæmni þess að efla verulega
Ávarp formanns
Gylfi Arnbjörnsson formaður stjórnar Starfsendurhæfingarsjóðs
„Starfsendur-
hæfingarsjóður er
að taka sín fyrstu
skref og starf hans
á eftir að eflast
og þróast á næstu
árum. Starfsemin
er mikilvæg – ekki
síst á tímum
erfiðleika og kreppu
þegar öllu máli
skiptir að standa
vörð um velferð
og getu sérhvers
einstaklings og ekki
síst þeirra sem ekki
hafa fulla starfs-
getu.“