Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 6

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 6
6 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R Inngangur Fyrsta heila starfsár Starfsendurhæfingarsjóðs (VIRK) er að baki og fyrsta ársrit sjóðsins lítur hér dagsins ljós. Með útgáfu ársrits vill sjóðurinn miðla upplýsingum um starfsemina auk þess að koma á framfæri bæði innlendri og erlendri þekkingu og reynslu á sviði starfsendurhæfingar. Þessum upplýsingum er komið á framfæri í formi umfjöllunar, viðtala og greinarskrifa. Eitt af hlutverkum Starfsendurhæfingarsjóðs er að auka og miðla þekkingu á sviði starfsendurhæfingar hér á landi. Það er von okkar sem að ársritinu stöndum að það geti til framtíðar orðið mikilvægur vettvangur til miðlunar aukinnar þekkingar og reynslu á þessu sviði. Að Starfsendurhæfingarsjóði standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda hérlendis og á milli allra þessara aðila hefur myndast góð samstaða um uppbyggingu þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um sjóðinn var samið í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008 og mun hann til framtíðar verða fjármagnaður af atvinnulífi, lífeyrissjóðum og ríki. Sjóðurinn hóf starfsemi í ágúst 2008 og ráðgjafar sem starfa hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga í samræmi við starfsaðferðir Starfsendurhæfingarsjóðs, komu flestir til starfa á haustmánuðum 2009. Hér á eftir fer samantekt um starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs undanfarið ár. Einnig er gerð grein fyrir hlutverki, stefnu, verkefnum og helstu áhersluþáttum. Starfsendurhæfingarsjóður hefur ákveðið að nota orðið VIRK yfir bæði starfsemi sína, nafn á heimasíðu og í ýmsu samhengi í útgefnu efni sjóðsins. Heimasíða sjóðsins er þannig www. virk.is og kynningarbæklingur sjóðsins heitir „Verum virk“. Orðin Starfsendurhæfingarsjóður og VIRK eru því notuð jöfnum höndum í umfjöllun um sjóðinn hér á eftir. Hlutverk, stefna og verkefni Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs samkvæmt skipulagsskrá er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu starfsendurhæfingar og öðrum úrræðum. Stefna Starfsendurhæfingarsjóðs er að; s• kipuleggja ráðgjöf og þjónustu fyrir starfs- menn sem veikjast til lengri tíma eða slasast þannig að vinnugeta skerðist. st• uðla að snemmbæru inngripi með starfs- endurhæfingarúrræðum í samstarfi við sjúkrasjóði og atvinnurekendur. fj• ármagna ráðgjöf og fjölbreytt endurhæf- ingarúrræði sem miða að aukinni virkni starfsmanna sem búa við skerta vinnugetu, til viðbótar því sem þegar er veitt af hinni almennu heilbrigðisþjónustu í landinu. Fyrstu skrefin í uppbyggingu og þróun Starfsendurhæfingarsjóðs Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK „Það þarf að vera rými fyrir einstaklinga með mismunandi færni og hæfni í okkar samfélagi. Með auknu rými aukum við möguleika allra til virkrar þátttöku í samfélaginu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.