Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 7

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 7
7www.virk.is STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR s• tuðla að fjölbreytni og auknu fram- boði úrræða í starfsendurhæfingu. b• yggja upp og stuðla að samstarfi allra þeirra aðila sem koma að starfsendurhæfingu viðkomandi einstaklinga. h• afa áhrif á viðhorf og athafnir í samfélaginu til að stuðla að aukinni virkni starfsmanna. s• tyðja við rannsóknir og þróunarvinnu á sviði starfsendurhæfingar. Meginverkefni Starfsendurhæfingarsjóðs eru að; s• kipuleggja störf ráðgjafa sem starfa á vegum sjúkrasjóða stéttar- félaganna og aðstoða þá sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda. Starfsendurhæfingarsjóður greiðir kostnað af störfum ráðgjafanna, hefur umsjón og eftirlit með starfi þeirra og veitir þeim faglegan stuðning. Sérstök áhersla er lögð á snemmbært inngrip og fjölþætt starfsendurhæfingarúrræði. g• reiða kostnað af ráðgjöf ýmissa fagaðila s.s. lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, félags- ráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa o.s.frv. vegna mótunar sérstak- rar einstaklingsbundinnar endurhæfingaráætlunar. gr• eiða kostnað við úrræði og endurhæfingu til að auka vinnugetuna, til viðbótar því sem þegar er veitt af almennri heilbrigðisþjónustu í landinu. Áhersluþættir Mótaðir hafa verið megináhersluþættir sem hafðir eru að leiðarljósi í starfsemi sjóðsins. Þeir eru eftirfarandi: J• ákvæð nálgun. Við viljum hafa jákvæð áhrif á einstaklinga, atvinnurekendur, stéttarfélög, opinbera aðila og fagaðila til að ná sem bestum árangri. G• ott samstarf. Við leggjum áherslu á gott samstarf við alla þá aðila sem koma með einum eða öðrum hætti að starfsendurhæfingu einstaklinga. Við viljum einnig leggja okkar af mörkum til að stuðla að góðu samstarfi mismunandi aðila, með hagsmuni þeirra einstaklinga að leiðarljósi sem þurfa á þjónustu og aðstoð að halda. A• ð nýta úrræði og byggja upp úrræði í nærumhverfi einstaklingsins. Það er mikilvægt að fólk um allt land hafi aðgang að góðri þjónustu í sinni heimabyggð og þjónustan taki mið af aðstæðum einstaklinga á hverjum stað. A• ð mæta fólki þar sem það er statt hverju sinni. Til að geta haft jákvæð áhrif á einstaklinga þarf að vera til staðar skilningur á aðstæðum þeirra og líðan. Með góðri samvinnu náum við árangri. V• irkni einstaklinga. Við viljum horfa á styrkleika hvers einstaklings en ekki veikleika og leggja áhersla á eiginleika og hæfileika viðkomandi. Út frá þeirri stöðu er metið hvernig unnt er að auka starfshæfni einstaklingsins eða viðhalda henni – allt eftir aðstæðum. A• ð skapa rými fyrir alla. Það þarf að vera rými fyrir einstaklinga með mismunandi færni og hæfni í okkar samfélagi. Með auknu rými aukum við möguleika allra til virkrar þátttöku í samfélaginu. A• ð efla þekkingu og reynslu. Við viljum efla þekkingu og reynslu á sviði starfsendurhæfingar á Íslandi. Mikilvægi snemmbærs inngrips Snemmbært inngrip er lykilhugtak í starfsendurhæfingu og forsenda góðs árangurs – þetta sýna bæði fjöldi erlendra rannsókna og reynsla fagmanna. Það þarf að bjóða upp á þjónustu um leið og fyrirséð er að einstaklingur verði frá vinnu í meira en fjórar vikur vegna heilsubrests. Mikilvægt er að ná til þessara ein- staklinga snemma og hvetja þá til að nýta sér þjónustu sem eykur virkni þeirra og þátttöku. Hér á landi er snemmbært inngrip af þessu tagi ekki mögulegt nema í samstarfi við atvinnurekendur og stéttarfélög því réttur til launa og bóta í veikindum liggur að mestu leyti hjá atvinnurekendum og hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Framfærsluskylda hins opinbera vegna veikra einstaklinga hefst oft ekki fyrr en mjög seint í ferlinu – oft ekki fyrr en einu og hálfu ári eftir að viðkomandi veiktist. Þessu er öðruvísi farið á hinum Norðurlöndunum en þar eru launagreiðslur í veikindum að verulegu leyti fjármagnaðar af opinberum aðilum og einstaklingar þurfa að eiga samskipti við opinberar stofnanir mun fyrr en hér á landi vegna bótagreiðslna til framfærslu. Þetta er ein ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins ákváðu að stofna Starfsendurhæfingarsjóð og byggja upp ráðgjafaþjónustu í samvinnu við sjúkrasjóði stéttarfélaga sem greiða bætur vegna veikinda eða slysa. Með því að staðsetja ráðgjafana hjá stéttarfélögum um allt land næst að veita þjónustuna á landsvísu og sem næst þeim einstaklingum sem þurfa á henni að halda. Tengsl og nálægð stéttarfélaga við atvinnulíf og atvinnurekendur skiptir einnig miklu máli því stafsendurhæfing þarf að eiga sér stað í mun meiri tengslum við atvinnulíf en tíðkast hefur hér á landi. Starfsfólk Starfsendurhæfingarsjóðs Hjá Starfsendurhæfingarsjóði starfa níu manns í ríflega sjö stöðugildum. Fremst í þessu riti er að finna lista yfir starfsmenn- ina. Verkefni starfsmanna og sérfræðinga á skrifstofu Starfsendurhæfingarsjóðs felast aðallega í stjórnun, uppbyggingu og þróun starfseminnar og faglegum stuðningi við ráðgjafa á vegum sjúkrasjóða stéttarfélaganna. Aðal starfsemin á vegum sjóðsins fer hins vegar fram hjá ráðgjöfum sjúkrasjóðanna og hjá utanaðakomandi starfsendurhæfingaraðilum sem kostaðir eru af Starfsendurhæfingarsjóði og starfa með þeim einstaklingum sem þurfa á ráðgjöf og starfsendurhæfingu að halda. Hlutverk sjóðsins, verkefni og áherslur í Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.