Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Síða 11
11www.virk.is
STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR
Ráðgjafar bjóða öllum einstaklingum
sem fá greidda dagpeninga frá sjúkra-
eða styrktarsjóðum stéttarfélaga upp á
þjónustu og stærstur hluti þeirra sem
koma til ráðgjafa hafa þaðan framfærslu
sína. Töluverður hópur, sem er enn
á launum hjá atvinnurekanda vegna
veikinda, leitar einnig til ráðgjafa, og er þá
yfirleitt um að ræða fólk sem á rétt á launa-
greiðslum í nokkra mánuði. Eins hafa
leitað til ráðgjafa einstaklingar sem eru á
örorkulífeyri, en hafa líka verið í hlutastarfi
á vinnumarkaði, og einstaklingar sem
eru á endurhæfingarlífeyri. Ráðgjafar
hafa þá aðstoðað viðkomandi við gerð og
eftirfylgni endurhæfingaráætlunar.
Af þeim 770 einstaklingum sem hafa
leitað til ráðgjafa hafa 173 lokið ráðgjöf
frá ráðgjafa. Í töflunni hér á eftir má sjá
yfirlit yfir stöðu þeirra við lok ráðgjafar:
Eins og sjá má er um helmingur þeirra
sem hafa lokið ráðgjöf í vinnu og um
83% hafa vinnugetu þó ekki hafi allir
fundið vinnu. Þeir sem eru í námi við
lok ráðgjafar hafa yfirleitt hafið nám að
tilstuðlan ráðgjafanna. Um 17% þeirra
sem hafa útskrifast eru á örorkulífeyri og
langflestir þeirra voru á örorkulífeyri þegar
þeir leituðu sér aðstoðar hjá ráðgjafa. Í
sumum tilvikum eru þessir einstaklingar
einnig í einhverri vinnu og hafa leitast við
að auka getu sína á vinnumarkaði með
aðstoð ráðgjafa. Í einhverjum tilvikum
er þó um það að ræða að einstaklingar
hafa farið af bótum hjá sjúkrasjóðum
stéttarfélaga og á örorkulífeyri þegar um
er að ræða mjög alvarleg veikindi.
Ákveðinn fyrirvari er settur við þessar
tölur. Upplýsingakerfi og skráningarferlar
VIRK eru í uppbyggingu og þróun og má
segja að ekki sé kominn sá fjöldi og sú
reynsla sem þarf til að draga áreiðanlegar
ályktanir af tölunum. Þó er jákvætt að
sjá að um 83% af þeim sem hafa lokið
ráðgjöf hafa vinnugetu að fullu eða að
hluta. Þessa dagana er unnið að því
að bæta skráningarferla, skráningu, og
skýrslugjöf úr upplýsingakerfinu til að
geta á hverjum tíma fengið sem best
yfirlit og upplýsingar um þróun mála.
Árangur, gæðaeftirlit og
viðhorf notenda
Ráðgjafar, starfsmenn VIRK og
starfsmenn stéttarfélaga hafa fengið
mjög jákvæð viðbrögð frá félagsmönnum
stéttarfélaga við þjónustu ráðgjafanna
og mörg dæmi eru um góðan árangur
af starfi þeirra. Viðtöl hafa verið tekin við
nokkra einstaklinga sem hafa náð árangri
fyrir tilstuðlan ráðgjafa og þeirrar þjónustu
sem í boði er hjá VIRK. Þessi viðtöl eru
mjög lýsandi um þjónustu sjóðsins og er
þau að finna á heimasíðu VIRK
(http://virk.is/page/hvatning).
Sé litið til framtíðar er mikilvægt að gæði og
árangur þjónustunnar séu mæld og skráð
á kerfisbundinn og samræmdan hátt. Að
þessu er unnið en það tekur tíma að koma
upp nauðsynlegum ferlum og eftirliti til
að gera þetta mögulegt. Áhersluþættir í
þjónustu og gildi starfsmanna hafa nú
þegar verið mótuð og nú er unnið að
gerð formlegrar þjónustustefnu með
mótuðum ferlum um úrvinnslu kvartana
og könnun á viðhorfum notenda. Einnig
hefur verið ákveðið að ráðgjafar fylgi
eftir þeim einstaklingum sem þeir hafa
veitt þjónustu og hafi samband við þá
eftir tiltekinn tíma frá útskrift og staða
Útskrifaðir einstaklingar frá ráðgjafa – staða við lok ráðgjafar:
Í vinnu 91 53%
Í námi 19 11%
Atvinnulaus en með vinnugetu 33 19%
Á örorkulífeyri 30 17%
Samtals 173 100%
Fjöldi einstaklinga Hlutfall
viðkomandi athuguð. Upplýsingakerfi
VIRK sér um að minna ráðgjafa á þessa
eftirfylgni.
Í samningum við úrræðaaðila eru ákvæði
er varða gæðaeftirlit VIRK með þeirri
þjónustu sem veitt er. Sérfræðingar VIRK
hafa fylgt eftir þessum samningum og
fundað reglulega með þjónustuveitanda
um gang mála og árangur úrræðisins.
Í upplýsingakerfi VIRK eru ennfremur
skráð öll úrræði sem veitt eru og unnið er
að því að ráðgjafar skrái inn samræmdar
upplýsingar um árangur mismunandi
úrræða.
Starfshæfnismat og vinnu-
aðferðir
Hjá Starfsendurhæfingarsjóði hefur átt sér
stað þróun á verkfærum og vinnuferlum
sem hafa það að markmiði að meta getu
og færni einstaklinga til virkrar þátttöku á
vinnumarkaði, ásamt því að draga fram
þau tækifæri sem eru til staðar og virkja
og hvetja einstaklinga til dáða. Hér er
um að ræða svokallað starfshæfnismat
sem að hluta til hefur verið unnið í
samstarfi við faghóp um matsaðferðir.
Faghópurinn var settur á laggirnar af
opinberum aðilum og hafði það hlutverk
að koma með tillögur að leiðum í nýju
starfshæfnismati. Skýrslu þessa faghóps
er að finna á vef félagsmálaráðuneytisins.
Stór hluti þeirra verkfæra sem þar eru
sett fram hafa verið þróuð og prófuð af
sérfræðingum Starfsendurhæfingarsjóðs
og mynda grunn þess mats sem notað
er hjá sjóðnum í dag. Áframhaldandi
þróun þessara verkfæra og vinnuferla
er ákaflega mikilvæg og leggur
Starfsendurhæfingarsjóður mikla áherslu
á að standa vel að þeirri vinnu í samvinnu
við fjölmarga aðila bæði hérlendis
og erlendis. Nánari lýsingu á bæði
aðferðarfræðinni og áframhaldandi þróun
er að finna í grein Ásu Dóru Konráðsdóttur
sérfræðings hér aftar í ritinu.