Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 12

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 12
12 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R Kynningarstarf, námskeið og ráðstefnur Mikið kynningarstarf hefur farið fram hjá VIRK undanfarið ár. Starfsmenn VIRK og ráðgjafar um allt land hafa undirbúið og tekið þátt í kynningarstarfinu, haldið fyrirlestra, skrifað greinar, farið í viðtöl hjá fjölmiðlum og fleira. Gefnir hafa verið út upplýsinga- og fræðslubæklingar. Hér á eftir verður farið yfir helstu þætti þessa starfs. Kynningar og fræðsla um starfsemi VIRK Fjölmargar kynningar hafa verið á starfsemi VIRK. Sem dæmi má nefna: N• ámskeið fyrir trúnaðarmenn og starfsmenn stéttarfélaga um allt land. Fræðsla um starfsemi VIRK og starfsendurhæfingu er hluti af námskeiðum fyrir trúnaðarmenn um allt land og sérfræðingar VIRK hafa séð um þessa fræðslu. Fjallað er um Starfsendurhæfingarsjóð, hugmyndafræði starfsendur- hæfingar og hlutverk ráðgjafa og trúnaðarmanna. Ráðgjafar hafa einnig haldið sérstakar kynningar á starfi sínu fyrir starfsmenn stéttarfélaga um allt land. K• ynningar á vinnustöðum – bæði fyrir starfsmenn og stjórnendur. Sérfræðingar VIRK og ráðgjafar hafa heimsótt fjölmarga vinnustaði og haldið kynningar á starfseminni fyrir starfsmenn og stjórnendur. Þessar kynningar hafa verið vel sóttar og er mikill áhugi fyrir starfseminni. Ky• nningar á heilsugæslustöðvum um allt land. Sérfræðingar VIRK og ráðgjafar hafa skipulega heimsótt heilsugæslustöðvar um allt land og kynnt starfsemina og rætt um nauðsynlegt samstarf. Margir heilsugæslulæknar eru áhugasamir um starfsemi VIRK og beina skjólstæðingum sínum til ráðgjafa í auknum mæli. Ky• nningar á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sérfræðingar VIRK og ráðgjafar hafa verið beðnir um að kynna starfsemina innan fjölmargra heilbrigðisstofnanna, svo sem á Reykjalundi og innan ýmissa deilda og sviða LSH. Góðar umræður hafa síðan skapast um gagnlega samstarfsfleti í kjölfar þessara kynninga. K• ynningar á öðrum opinberum stofnunum. Margar opinberar stofnanir hafa beðið um kynningu á starfseminni, bæði innan ríkis og sveitarfélaga. K• ynningar/fræðslufyrirlestrar í háskólum og öðrum menntastofnunum/samtökum. Sérfræðingar VIRK hafa haldið fjölmargar kynningar og fræðslu- fyrirlestra um atvinnutengda starfs- endurhæfingu í háskólum og öðrum menntastofnunum hér á landi. Fé• lagasamtök. Ýmis félagasamtök hafa beðið sérstaklega um kynning- ar á starfseminni. F• yrirlestrar á ýmsum ráðstefnum og fundum. Sérfræðingar VIRK hafa haldið kynningar og fræðsluerindi á fjölmörgum ráðstefnum og fundum um allt land – bæði á vegum félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja. Fræðslufyrirlestrar og vinnustofur um starfsemi og vinnuaðferðir VIRK voru þannig haldnir á læknadögum, á ársfundi sjúkraþjálfara, á afmælisfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjá Rannsóknastofu í vinnuvernd. Auk þessa hafa fulltrúar VIRK verið með auglýsingastanda og kynningarefni á ársfundum ASÍ og BSRB, Læknadögum, ársfundi hjúkrunarfræðinga og ársfundi sjúkraþjálfara. Fræðslufyrirlestrar Sérfræðingar VIRK hafa útbúið fræðslufyrirlestra og námskeið um starfsendurhæfingu á vinnustað og í fjarvistastjórnun. Markmiðið er að fræða stjórnendur um mikilvægi þess að halda vel utan um starfsmenn í löngum fjarvistum og tryggja árangursríka endur- komu til vinnu eftir veikindi eða slys. Fyrirlestrarnir og námskeiðin hafa verið haldnir víða og verið mjög vel tekið af stjórnendum sem sjá möguleika í að ná árangri með breyttum vinnubrögðum hvað þetta varðar. Þessir fyrirlestrar eru í takt við stefnu VIRK hvað varðar samstarf við atvinnulífið og starfsendurhæfingu á vinnustöðum. Ráðstefnur og fræðslufundir Í tengslum við ársfund VIRK var haldinn morgunverðarfundur þar sem fagfólki er boðið upp á fyrirlestur erlends sérfræðings í starfsendurhæfingu. Hug- myndin er að koma á framfæri við inn- lenda sérfræðinga þekkingu og reynslu annarra þjóða. VIRK íhugar einnig að bæta við fleiri opnum fræðslufundum fyrir fagfólk í starfsendurhæfingu. Ráðstefnan „The Capacity to Avoid Incapacity“ var haldin í nóvember 2009 í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun. Þetta var tveggja daga ráðstefna með mörgum erlendum fyrirlesurum og heppnaðist hún mjög vel. Ráðstefnan „Vinnum saman“ var haldin í mars 2010 í samstarfi VIRK og Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík og á Akureyri. Þessi ráðstefna heppnaðist ákaflega vel, var vel sótt og mikil ánægja var með efni hennar. Í kjölfarið hafa komið fjölmargar fyrirspurnir til VIRK um fræðslufyrirlestra innan stofnana og aðgang að frekari upplýsingum. Fulltrúar VIRK voru valdir til að halda erindi á stórri alþjóðlegri ráðstefnu um starfsendurhæfingu sem fer fram í haust í Los Angeles. Erindið heitir: Breaking The Barriers To Work, The Icelandic Organizational Model Of Vocational Rehabilitation, og fjallar um starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs. Um er að ræða fjölsótta ráðstefnu þar sem margir af þekktustu fræðimönnum á þessu sviði halda erindi. Sjá nánar á: http://www. ifdm2010.com/index.html. Greinaskrif Sérfræðingar VIRK hafa skrifað greinar í fagtímarit hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Um er að ræða greinar um starfsemi og vinnuaðferðir VIRK og faggreinar um starfsendurhæfingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.