Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 15

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 15
15www.virk.is ÞJÓNUSTA til að auka þekkingu sína. Með aukinni reynslu og þróun ráðgjafastarfsins hafa ráðgjafar tekið þátt í endurskoðun og breytingum á þeim verkfærum sem Starfsendurhæfingarsjóður leggur þeim til. Mikilvægt er að ráðgjafi í starfsendurhæfingu búi yfir góðri samskiptahæfni og hafi áhuga á að vinna með fólki. Ráðgjafinn þarf að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur án fordóma og sýna honum virðingu. Hann þarf að vera fær í viðtalstækni og byggja upp traust þannig að einstaklingnum líði vel og geti rætt mál sín í trúnaði. Ráðgjafinn þarf að geta unnið skipulega og hafa góða yfirsýn yfir mál hvers einstaklings og yfir þau úrræði sem í boði eru. Hann þarf einnig að þekkja vinnumarkaðinn og nærsamfélag viðkomandi til að geta aðstoðað. Það er mikilvægt að þeir sem hafa átt við veikindi eða aðra erfiðleika að stríða fái aðstoð, stuðning og upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði og hver réttur þeirra er. Til að gefa innsýn í hlutverk og verkefni ráðgjafa í starfsendurhæfingu eru hér birt viðtöl við tvo ráðgjafa sem starfa hjá stéttarfélögum/samtökum stéttarfélaga. Í viðtölunum er farið yfir hlutverk þeirra, áherslur, verkefni og ábyrgð. Tuttugu og tveir ráðgjafar í starfsendurhæfingu starfa nú hjá stéttarfélögum um allt land á grund- velli samninga við Starfsendurhæfingarsjóð. Sjóðurinn hefur faglega umsjón með starfi ráðgjafanna og veitir þeim nauðsynlega fræðslu og stuðning. Starf ráðgjafa í starfsendurhæfingu er í senn fjölbreytt, krefjandi og gefandi. Hlutverk hans er að aðstoða einstaklinga við að viðhalda og efla starfsgetu eða starfshæfni. Ráðgjafinn þarf einnig að hvetja einstaklinginn og veita honum upplýsingar um möguleika og þjónustu tengda starfsendurhæfingu. Mikilvægt er að ráðgjafinn hafi ávallt í huga að hverju er stefnt en það er að aðstoða einstaklinginn við að auka starfshæfni sína og varðveita vinnusambandið ef það er til staðar. Starf ráðgjafans reynir meðal annars á samskiptahæfni og færni í að finna lausnir í samvinnu við þann sem leitar ráðgjafar. Viðtöl við einstaklinga og umsjón með málum þeirra er einn stærsti þáttur ráðgjafastarfsins. Einnig taka ráðgjafarnir þátt í að kynna Starfsendurhæfingarsjóð á vinnustöðum og stofnunum. Þeir eru í samstarfi við ýmsa aðila varðandi mál einstaklinga, svo sem lækna, sálfræðinga, sjúkraþjálfara og stjórnendur á vinnustöðum. Það skal tekið fram að ráðgjafi hefur aldrei samband við þessa aðila nema með samþykki einstaklingsins sem hann er að aðstoða. Ráðgjafar Starfsendurhæfingarsjóðs eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og varðar einstaklinga sem til þeirra leita. Ráðgjafarnir vinna í nánu samstarfi við sérfræð- inga Starfsendurhæfingarjóðs og hefur hver ráðgjafi sinn tengilið hjá sjóðnum. Einnig sækja ráðgjafar reglulega fræðslu og námskeið hjá VIRK Ráðgjafar í starfsendurhæfingu hjá stéttarfélögum um allt land „Mikilvægt er að ráðgjafinn hafi ávallt í huga hvert er stefnt en það er að aðstoða einstaklinginn við að auka starfshæfni sína og varðveita vinnu- sambandið ef það er til staðar. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.