Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 16

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 16
16 www.virk.is Þ JÓ N U S TA hendi, þrátt fyrir heilsubrestinn. Aðrir hafa fallið út af vinnumarkaði vegna veikinda, vilja gjarnan komast aftur til starfa, en þurfa til þess ýmiss konar stuðning og aðstoð. Svo eru ýmsir, sem hafa sérhæft sig í starfi, sem þeir treysta sér ekki til að sinna áfram af ýmsum ástæðum. Þá er nauðsynlegt að fara rækilega yfir hvort þeir geti ekki fært sig yfir á annað svið, sem hefur ekki í för með sér sama andlega og líkamlega álagið og fyrra starf. Loks eru svo þeir, sem hafa náð fullri heilsu á ný, en geta af einhverjum ástæðum ekki snúið aftur til fyrra starfs.“ Margrét segir að sjúkrasjóðir félaganna, BHM, KÍ og SSF, vísi félagsmönnum til sín. „Fólk er smám saman að átta sig á þessu úrræði. Frá hausti 2009 hefur starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs og ráðgjafa stéttarfélaganna verið vel kynnt, til dæmis meðal trúnaðarmanna á vinnustöðum, starfsmannastjóra og starfsmanna heilsugæslunnar. Ég finn að það mikla kynningar- starf hefur skilað ágætum árangri.“ Stefnan er að bjóða öllum einstaklingum, sem eru frá vinnu vegna heilsufarsvanda, upp á ráð- gjöf. „Í mörgum tilvikum er staðan sú, að fólk einfaldlega jafnar sig á veikindum og getur snúið aftur til fyrri starfa,“ segir Margrét. „Stundum telur fólk sig hafa náð fullum bata, en áttar sig svo á að það getur ekki sinnt starfinu sem skyldi. Það er ákaflega misjafnt hversu mikla aðstoð þeir þurfa, sem til mín leita. Stundum vilja þeir bara fullvissa sig um að þeir séu á réttu róli, hafi fengið þá aðstoð sem þeir þurfi.“ „Margir hafa haft á orði við mig að þeir óskuðu þess að ég hefði verið til taks fyrr, en að sama skapi er fólk ákaflega þakklátt fyrir að geta nú leitað á einn stað, í stað þess að vera sjálft að leita aðstoðar á 3-4 stöðum, þar sem enginn hefur heildarsýn yfir vandann. Oft bíður fólk of lengi með að leita sér aðstoðar, það ætlar að þrauka. En það á rétt á að leita sér aðstoðar og ráðgjafar og á að nýta þann rétt. Ég er viss um að þegar fram líða stundir kemur í ljós að þetta starf skilar miklum árangri. Til dæmis sé ég í hendi mér að samræmd aðstoð af þessu tagi leiði til skilvirkari nýtingu á heilbrigðisþjónustu og aukinni virkni fólks á vinnumarkaði, einstaklingum og samfélaginu öllu til hagsbóta.“ Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi er til taks fyrir félagsmenn í Bandalagi háskólamanna, Kennarasambandi Íslands og Samtökum starfs- manna fjármálafyrirtækja. Hún er sjúkraþjálfari og hefur starfaði við það fag í 18 ár, aðallega við endurhæfingu krabbameinssjúklinga. Árið 2007 lauk hún hins vegar námi í samtalsmeðferð og þegar staða ráðgjafa var auglýst vorið 2009 vissi hún að þar var komið tækifærið til að söðla um og láta reyna á nýju kunnáttuna. Fólk í misjafnri stöðu Margrét segir að fólk sem leitar til hennar sé í misjafnri stöðu. „Sumir eru enn í vinnu, en finna að starfsgetan er að minnka vegna heilsufarsvanda af ýmsum toga. Þá reynum við að átta okkur á hvort hægt sé að haga starfinu á þann veg, að viðkomandi geti leyst það af Finnur leiðina um frumskóginn Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá BHM, KÍ og SSF / viðtal „Starfsemi Starfsendur- hæfingarsjóðs er mikil framför. Það eru forréttindi að fá að vinna að þessum verkefnum og löngu tímabært að bjóða upp á þessi úrræði. “
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.