Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Síða 21

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Síða 21
21www.virk.is ÞJÓNUSTA starfsmenn hér hafa kynnt þjónustuna á fundum á vinnustöðum. Við höfum notað trúnaðarmannakerfið til þess að benda fólki á þetta og það hafa verið haldnir fundir með heilsugæslustöðvum til þess að læknar geti bent á þjónustu Starfsendurhæfingarsjóðs. Öll félögin fóru svo núna í mars í sameiginlega kynningarferð til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Dalvíkur, Grenivíkur og Hríseyjar auk Akureyrar .“ Björn kveðst fullviss um að þjónustan hafi orðið til þess að menn hafi komist fyrr til vinnu eftir veikindi. ,,Það er alveg augljóst. Ef menn lenda í áföllum þá fer heilmikill tími í að hugsa um hvað eigi að gera og hvað sé til ráða. Mönnum finnst mjög dýrmætt að geta fengið svona þjónustu, farið í viðtöl og í framhaldinu fengið aðstoð til þess að byggja sig upp. Menn líta á þetta sem mjög gott tækifæri til þess að koma sér aftur til vinnu.“ Árangurinn sem náðst hefur með þjónustu Starfsendurhæfingarsjóðs er mjög góður, að mati Björns. ,,Það er ótrúlegt hversu mikill árangurinn er af því sem menn hafa verið að gera þann stutta tíma sem þetta hefur verið við lýði. Margir voru mjög óþolinmóðir og fannst að þetta ,,Við fengum strax mikinn áhuga á að koma þessu á hér á Norðurlandi og hóuðum saman formönnum allra stéttarfélaganna innan ASÍ í Eyjafirði um það leyti sem verið var að stofna Starfs- endurhæfingarsjóðinn. Á fundinum var ákveðið að fara í samstarf við sjóðinn og við gerðum eiginlega vart við okkur um leið og hann var stofnaður,“ segir Björn um þróun þjónustu ráðgjafa í starfsendurhæfingu fyrir norðan. ,,Stéttarfélög opinberra starfsmanna komu einnig inn í þetta og hjá Einingu-Iðju starfa nú ráðgjafar fyrir alla launamenn á svæðinu, bæði opinbera og hina,“ bætir Björn við. Hann telur að á annað hundrað manns hafi notið þjónustu sjóðsins fyrir norðan. ,,Fólki líkar þetta mjög vel og það er mjög ánægt með að þessu skuli hafa verið komið á fót. Það er ánægt með að fá þessa þjónustu, ekki síst vegna þess að það þarf ekki að fara langa leið til þess að fara í viðtöl. Ráðgjafarnir fara á þéttbýlisstaðina út með Eyjafirði.“ Kynningarstarfið hefur verið viðamikið, að sögn Björns. ,, Við höfum gert heil- mikið í að kynna þetta. Ráðgjafarnir og Stéttarfélög og starfsendurhæfing Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju á Akureyri / viðtal ætti að virka samstundis en við höfum alltaf sagt að góðir hlutir gerist hægt. Það finnst mér hafa verið að gerast. Menn hafa farið varlega í þetta og hugsað hvert skref mjög vel. Það var faglega staðið að þessu og þess vegna eru menn að ná árangri.“ Það er von Björns að starf sjóðsins eflist. ,,Ég vona að þeim sem vinna við þetta fjölgi til þess að möguleikar fólks á að komast aftur út á vinnumarkaðinn verði enn meiri. Það er mikilvægt að geta orðið aftur þátttakandi úti í atvinnulífinu. Ég er viss um að þetta er bara byrjunin. Þetta er það sem mun eflast mjög í framtíðinni og það verður að koma í veg fyrir að starf sjóðsins fari á einhvern hátt í baklás. Þjónusta ráðgjafa í starfsendurhæfingu er samstarfsverkefni Starfsendurhæf- ingarsjóðs og stéttarfélaga um allt land. Þjónustan er veitt á vegum stéttar- félaganna en á grundvelli samninga þeirra við Starfsendurhæfingarsjóð og sér sjóðurinn um faglega þróun, uppbygg- ingu og fjármögnun starfsins. Stéttarfélög ráða hins vegar ráðgjafa til starfa, sjá til þess að þeir hafi góða vinnuaðstöðu og nýta tengsl sín við félagsmenn og atvinnulíf til að koma þjónustunni vel á framfæri. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og stéttarfélög um allt land hafa lagt mikinn metnað í að byggja upp góða og faglega starfsendurhæfingarþjónustu í samstarfi við Starfendurhæfingarsjóð. Hér á eftir er viðtal við Björn Snæbjörns- son formann Einingar-Iðju á Akureyri um ráðgjafastarfið og starfsendurhæfingar- þjónustuna. Eining-Iðja hefur, í samstarfi við önnur stéttarfélög á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu, séð um að ráða ráð- gjafa til starfa og útvega þeim góða starfsaðstöðu. Tveir ráðgjafar eru nú starf- andi á þessu svæði.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.