Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 24

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 24
24 www.virk.is Þ JÓ N U S TA gefast tækifæri til að bregðast við stöðu einstaklingsins með því að beina honum í skammtímaúrræði er mætt geta þörfum hans. Upplýsingar um þátttöku/niðurstöður slíkra úrræða veita einnig mikilvægar upplýsingar inn í grunnmatið. Gengið er út frá virkri þátttöku eintaklingsins og ábyrgð hans í starfs- endurhæfingarferlinu. Þetta er tryggt strax í upphafi með því að gerður er þátttökusamningur við einstaklinginn þar sem fram koma markmið, virkni- og/eða starfsendurhæfingaráætlun, tímabil virkniaukandi aðgerða og/eða starfsendurhæfingar svo og réttindi og skyldur þátttakanda. Nánar um matstækin í Grunnmati Grunnupplýsingar Í fyrsta viðtali er farið í gegnum Grunn- upplýsingar. Um er að ræða upplýsingar er horfa til stöðu einstaklingsins í samfélaginu sem og helstu vandkvæða hans tengdum því að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Markmiðið með Grunnupplýsingum er að átta sig á félagssögu einstaklingsins ásamt hans helstu vandamálum. Skimun Skimun er einnig lögð fyrir einstaklinginn strax í upphafi, ekki seinna en í öðru viðtali. Um er að ræða verkfæri sem greinir og einangrar þekkta áhættuþætti er varða viðhorf einstaklingsins og heilsu hans. Eins er Skimun leiðbeinandi tæki fyrir ráðgjafann er varðar virkniaukandi aðgerðir. Inni í Skimun eru innbyggð viðvörunarmerki, svokölluð „rauð flögg“, sem eru leiðbeinandi um hvar bregðast skuli við með nánari athugun annars vegar og virkniaukandi aðgerðum hins vegar. Markmiðið með Skimun er að draga fram þá þætti sem mögulega krefjast inngrips sérfræðinga strax. Ef ljóst er strax eftir að Skimun hefur verið lögð fyrir að einstaklingur þarf að fara í Sérhæft mat vinnur ráðgjafi svokallað Bráðagrunnmat. Í því felst að lágmarksupplýsingar þurfa að vera til staðar til að hægt sé að vísa áfram í sérhæft mat. Þessar upplýsingar eru: Grunnupplýsingar, Skimun og upplýsingar úr öllum liðum Grunnmats- möppu tækifæranna (töflur er snúa að sjálfsmati einstaklingsins). Þessar upplýsingar eru í framhaldinu metnar af ráðgjafa og úr þeim eru kallaðir fram styrkleikar og veikleikar í hverjum lið Grunnmats-möppu tækifæranna. Ef Skimun leiðir ekki í ljós þörf á frekara inngripi sérfræðinga á þessu stigi heldur ráðgjafi áfram vinnu sinni í Grunnmati. Mat á möguleikum Mat á möguleikum er lagt fyrir eftir að búið er að fara í gegnum Skimun. Miðað er við að slíkt sé einnig gert í öðru viðtali. Sjónum er sérstaklega beint að ein- staklingnum og hann spurður markvisst út í hvaða lausnir hann telji nauðsynlegar til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Markmiðið með að leggja fyrir Mat á möguleikum er tvennskonar. Annars vegar er það að ráðgjafi fær yfirsýn yfir hvað einstaklingur telji að þurfi að gera fyrir hann til að bæta vinnugetu/starfsgetu hans. Hinsvegar er markmiðið með Mati á möguleikum að einstaklingurinn nái yfirsýn yfir sitt vandamál sem og sína ábyrgð þegar kemur að því að takast á við vandamálið. Þetta spurningablað er einnig lagt fyrir þegar líða tekur að útskrift. Annar notkunarmöguleiki á Mati á möguleikum er vegna utanumhalds endurhæfingarlífeyris og endurmati honum tengdum. Þannig getur Mat á möguleikum verið eitt af því sem er lagt fyrir í lok hvers tímabils og þannig nýtt sem mat á árangri endurhæfingar. Þegar fyrir liggur að ekki eru til staðar áhættuþættir sem kalla á frekara inngrip sérfræðinga er byrjað á Grunnmati – möppu tækifæranna. Við þá upplýsingaöflun er unnið samkvæmt fyrirfram ákveðinni aðferð og leitað í hug- myndafræði sem nýtt kerfi í Danmörku grundvallast á; „Arbejdsevnemetoden“. Verkfærið kallast „Ressourceprofilen“ sem í stuttu máli má segja að sé rammi utan um samtal ráðgjafa og einstaklings. Aðferðarfræðin byggir á virðingu fyrir hverjum og einum og þeirri sýn að hver og einn hafi færni sem hægt er að þróa með aðstoð og breytni. Einstaklingurinn á að vera í forgrunni en samtímis þarf hann að taka ábyrgð á eigin aðstæðum. Grunnmat – mappa tækifæranna Við gerð Grunnmats-möppu tækifæranna notar ráðgjafi samtalsramma sem samtal hans og einstaklingsins mun byggja á. Samtalsramminn er mótaður með tilliti til markmiðanna sem samskipti ráðgjafa og einstaklings eiga að ná. Grunnmat- mappa tækifæranna þjónar margskonar tilgangi í Starfshæfnismati. Hér kemst sjónarhorn einstaklingsins að, hann fær tækifæri til að segja sjálfur frá sínum aðstæðum og upplifunum. Það er gengið út frá þeirri forsendu að einstaklingar hafa bæði færni og möguleika til að þróast. Hér skiptir huglægt mat einstaklingsins á færni sinni miklu máli sem og trú hans á eigin getu því þessi atriði gefa til kynna Starfsdagur hjá VIRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.