Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 27
27www.virk.is ÞJÓNUSTA í alþjóðlegri rannsókn þar sem verið er að meta ákveðna þætti sem snúa að mati á starfshæfni einstaklinga. Markmiðið með rannsókninni er að prófa kjarnasafn EUMASS sem byggt er á sérhæfðu mati og þá með tilliti til ríkjandi menningar. Hér á landi hefur Starfsendurhæfingarsjóður fengið sérfræðinga á sviði endurhæfingar til þátttöku í verkefninu en einnig er fyrirhugað að fá inn í þessa tilraun sérfræðinga í mati á örorku. Fyrstu niðurstöður úr þessari rannsókn hafa verið kynntar á þingi EUMASS og eru nú aðgengilegar á heimasíðu VIRK. Samstarf við ICF Research Branch í Nottwill í Sviss Sérfræðingar sjóðsins hafa farið til funda við helstu sérfræðinga ICF-kerfisins í Sviss. Rannsóknarhópur sem starfar í tengslum við Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunina er staðsettur í Nottwill í Sviss og hefur það hlutverk að rannsaka og þróa ICF-kerfið. Ákveðinn vilji er fyrir hendi hjá þessum sérfræðingum að taka þátt í þróun á ákveðnum þáttum starfshæfnis- matsins. Nú er unnið í samvinnu við þessa aðila að verkefnaáætlun um þróun starfshæfnismats. Einnig er sérfæðingum VIRK boðin þátttaka á námskeiði sem er hið fyrsta sinnar tegundar og haldið á vegum WHO, ICF Research Branch og Ludwig-Maximilian háskólans í Þýska- landi þar sem farið er í kennslu og þjálfun á ICF-kerfinu og innleiðingu þess. Í áframhaldinu er fyrirhugað að halda svipað námskeið hérlendis sem verður opið öllum. Samstarf við Sören Brage Sören Brage er varaforseti EUMASS samtakanna og leiðir vinnuhóp innan þeirra samtaka er varðar notkun á ICF- kerfinu. Hann er einn þeirra sem eru í forsvari fyrir gerð og frekari þróun á kjarnasafni EUMASS. Hann hefur tekið að sér að vera leiðbeinandi fyrir einn af sérfræðingum sjóðsins vegna gerðar meistaraverkefnis þar sem nýtt starfshæfnismat er viðfangsefnið. Heiti ritgerðarinnar er: „New work ability assessment in Iceland, a help- ful tool in disability rating“. Ákveðin áreiðanleikaprófun á starfhæfnismatinu er meðal viðfangsefna þessa verkefnis. Lokaorð Verkfæri og vinnuferlar Starfsendur- hæfingarsjóðs eru og verða í stöðugri þróun. Sérfræðingar sjóðsins hafa haldið utan um starfið, en lögð er áhersla á að eiga sem mesta og besta samvinnu við aðra aðila, s.s. frá opinberum stofnunum, ásamt færustu sérfræðingum bæði hérlendis og erlendis. Víða erlendis eru sambærileg verkefni í gangi og af þeim er hægt að draga mikinn lærdóm. Matið verður þó alltaf að taka sérstaklega mið af aðstæðum hér á landi og þróast í takt við áherslur og þarfir á hverjum tíma. Það sem skiptir þó alltaf mestu máli þegar upp er staðið er að okkar verkfæri og vinnuferlar skili árangri í að auka starfsgetu og lífsgæði þeirra einstaklinga sem til okkar leita. Um höfundinn Ása Dóra Konráðsdóttir er sérfræðingur hjá VIRK. Hún er sjúkraþjálfari að mennt, með framhaldsmenntun í stjórnun heil- brigðisþjónustu. Hún hefur starfað sem verkefnisstjóri á sviði atvinnulegrar endurhæfingar undanfarin ár þar sem hún hefur stýrt fjöldamörgum verkefnum, bæði á sviði rannsókna sem og faglegrar þróunar. Hún hefur viðamikla reynslu af greiningu og meðferðarvinnu, faglegri stefnumótun og uppbyggingu henni tengdri og reynslu á sviði rannsókna og stýringu rannsóknarverkefna. Ása Dóra Konráðsdóttir sérfræðingur hjá VIRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.