Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 34

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 34
34 www.virk.is Þ JÓ N U S TA Mikilvægt er að skilja samhengið á milli vinnu og heilsu fólks. Góð heilsa eykur líkur á því að við finnum vinnu eða getum verið í vinnu og fáum notið þess bæði fjárhagslega og félagslega. Atvinnuleysi, hvort sem það er vegna heilsubrests eða af öðrum ástæðum, leiðir til verri efnahagslegra og félagslegra aðstæðna sem aftur hafa áhrif á heilsu og vellíðan og þannig myndast oft vítahringur sem erfitt er að rjúfa. Snemmbært inngrip fyrir þá sem hafa skerta starfsgetu vegna heilsubrests er mikilvægt til að auka líkur á að þeir geti haldið vinnunni eða farið aftur í vinnu. Til að svo geti orðið þarf náið samstarf milli atvinnurekenda, heilsugæslu og stéttarfélaga um breytt viðhorf og áherslur vegna skertrar starfsgetu. Það er mikilvægt að horfa ætíð til þess sem fólk getur þrátt fyrir heilsubrest, frekar en til þess sem fólk getur ekki og vinna út frá þvi að endurkomu til vinnu. Á síðustu árum hafa komið fram marktækar niðurstöður rannsókna sem benda eindregið til þess að vinnan sé almennt góð fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu*. Rannsóknir sýna að vinna sem fer fram í öruggu og heilsusam- legu umhverfi og gefur einstaklingnum tækifæri til að hafa áhrif á hvernig vinna hans fer fram eykur bæði vellíðan hans og sjálfsvirðingu. Jákvæð áhrif vinnunnar eru miklu meiri en áhættan af því að vera án atvinnu til langs tíma eða í langvinnri veikindafjarvist. Það er því mikilvægt að bæði atvinnurekendur og heilbrigðisstarfsfólk átti sig á mikilvægi vinnustaðarins í viðhaldi og eflingu heilsu starfsmanna og vinni saman að því að finna leiðir til að fólk geti haldið vinnu sinni þrátt fyrir skerta starfsgetu, hvort sem hún er tímabundin eða varanleg. Heilsa fólks á vinnumarkaði er mikilvæg fyrir alla. Fyrir einstaklingana vegna þess að heilsan hefur áhrif á lífsgæði þeirra, starfsgetu og sjálfsmynd. Fyrir atvinnurekendur af því að heilsuhraust vinnuafl skilar betri vinnu og mikilvægt er að sem flestir geti verið þátttakendur á vinnumarkaði. Fyrir samfélagið, af því að afleiðingar slæmrar heilsu eru félagsleg einangrun, minni skatttekjur, hærri kostnaður við heilbrigðis- og trygginga- kerfið og meiri þrýstingur á sameiginlega sjóði landsmanna. Starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður til að styðja við einstaklinga og atvinnurekendur til að auðvelda endurkomu til vinnu. Hér á eftir eru viðtöl við tvo notendur þjónustu sjóðsins, sem gefa mynd af þeirri þjónustu sem einstaklingum stendur til boða. Heimild: *Waddell, G. and Burton A.K. (2006), Is work good for your health and well-being?, London: TSO (The Stationery Office). Þjónusta VIRK og mikilvægi vinnunnar Rannsóknir sýna að vinna sem fer fram í öruggu og heilsusamlegu umhverfi og gefur einstaklingnum tækifæri til að hafa áhrif á hvernig vinna hans fer fram, eykur bæði vellíðan hans og sjálfsvirðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.