Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 35

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 35
35www.virk.is ÞJÓNUSTA „Ég fékk hjartaáfall í maí árið 2006. Þegar ég var orðinn vinnufær eftir það sneri ég aftur í gamla starfið mitt. Vinnuveitandinn skildi vel að ég yrði að fara mér rólega. Í ársbyrjun 2008 voru hins vegar lagðar á mig auknar skyldur og ábyrgðir þrátt fyrir að ég segðist ekki geta bætt þeim á mig heilsunnar vegna, enda langt í frá að ég hefði náð fyrri kröftum. Þetta fór að valda mér meiri streitu, kvíða, þreytu og svefnleysi. Í janúar 2009 fékk bróðir minn hjartaáfall og lést. Skyndilegur dauði hans varð mér mikið áfall og ég ákvað að nú yrði ég að draga úr álaginu. Ég tók þá ákvörðun í lok janúar 2009 í samráði við lækni að segja starfi mínu lausu, þar sem ég taldi mig ekki eiga annarra kosta völ.“ Margir lýstu áhyggjum sínum vegna þessa, enda ekki hlaupið að því að finna aðra vinnu á þessum tímum. „Það var einfaldlega ekki um annað að ræða; ég varð að hugsa um sjálfan mig.“ Þröstur Árnason glímir enn við eftirköst hjartaáfallsins. Hann getur ekki unnið myrkranna á milli, eins og hann gerði áður. Hann vann hjá Sambíóunum í 27 ár og ber vinnuveitandanum vel söguna, en segir í gamni að jafnvel bestu hjónabönd geti brostið með tímanum. „Ég var þarna frá því að þetta var smáfyrirtæki og þar til þetta var stærsta bíófyrirtæki landsins,“ segir Þröstur. Hann byrjaði sem sýningarstjóri og vann þá á kvöldin og um helgar. Svo bættust við ýmis verkefni og vinnudagur Þrastar lengdist sem því nam. Hann var enn heima í sjúkraleyfi í ágúst 2009, en farinn að huga að nýju starfi, þegar Sigrún Sigurðardóttir, ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá Raf- iðnaðarsambandinu, hafði samband við hann og sagði honum af Starfs- endurhæfingarsjóði. „Ég hafði vonast til að atvinnulífið yrði komið í gang með haustinu, en þar hafði lítið breyst. Þegar ég settist niður með Sigrúnu var að vísu búið að bjóða mér tímabundið starf sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi, á meðan sýningarstjórinn þar væri í veikindaleyfi. Ég tók því starfi, en ákvað samt að þiggja ráðgjöf Sigrúnar.“ Þröstur segist ekki hafa heyrt af Starfs- endurhæfingarsjóði fyrr en Sigrún hafði samband við hann. „Ég er sjálfur í stjórn stéttarfélags, en stofnun sjóðsins hafði samt farið framhjá mér. Sigrún lýsti fyrir mér tilgangi sjóðsins og hverjum hann ætti að þjóna. Svo fór hún vandlega yfir starfsferil minn með mér, hvað varð til að ég hætti, hvaða möguleika ég ætti og hvaða úrræði ég gæti nýtt mér.“ Hann segir aðstoð Sigrúnar hafa verið ómetanlega. „Ég var á sjúkra- dagpeningum, en átti rétt á atvinnu- leysisbótum þegar þær greiðslur hættu og fram að þeim tíma þegar ég fór í tímabundna starfið. Mér var hins vegar synjað um atvinnuleysisbætur af því að ég sagði sjálfur upp störfum. Þó var ljóst að ég neyddist til að segja upp vegna veikinda; annars hefði ég tæpast farið frá þessum ágæta vinnustað. Þetta var svo leiðrétt og ég fékk bæturnar.“ Hjá Sambíóunum hafði Þröstur meðal annars unnið töluvert við bókhald og launaútreikninga. „Um tíma reiknaði ég út laun 170 starfsmanna og ég gæti vel hugsað mér að vinna slík störf í framtíðinni. Ég hef töluverða reynslu, en enga pappíra um þessa þekkingu mína. Sigrún benti mér á ýmis námskeið og ég fór og hitti námsráðgjafa hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Niðurstaðan varð sú, að ég skráði mig á námskeið þar í hagnýtu bókhaldi. Sigrún sagði mér að ég gæti sótt um styrk til Starfsendurhæfingarsjóðs til námsins sem ég gerði og það gekk eftir.“ Þröstur lætur afskaplega vel af ráðgjöfinni. „Sigrún studdi vel við bakið á mér og hjálpaði mér alltaf þegar ég kom að einhverjum hindrunum. Hún gætti þess að ég sofnaði ekki á verðinum. Það er mjög mikilvægt að eitthvað taki við þegar sjúkraleyfinu sleppir. Stofnun Starfsendurhæfingarsjóðs var mjög já- kvætt skref og hefði í raun átt að vera búið að koma slíkri starfsemi á fyrir löngu. Strax í fyrsta viðtalinu fann ég fyrir miklum létti og ég fór þaðan mun jákvæðari en áður.“ Þótt Þröstur sé jákvæður og bjartsýnn gerir hann sér grein fyrir að hann verður að læra að lifa með hjartveikinni. „Ég fann fyrir einkennum í desember og það stressaði mig óneitanlega mjög mikið. Ég verð að læra að lifa með þeim ótta. Ég er feginn því að ég ákvað að hætta í starfi, þar sem álagið var of mikið. Núna ætla ég að einbeita mér að því að ljúka bókhaldsnáminu og reyna svo að fá starf þar sem ég get nýtt þá þekkingu.“ „Sofnar ekki á verðinum“ Viðtal við Þröst Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.