Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 42
42 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Lipur þjónusta og stuttar boðleiðir Þegar litið er til starfsmannastefnu Orkuveitunnar er ekki að undra að stjórnendur hafi tekið Starfsendur- hæfingarsjóði fagnandi. „Margir starfs- menn, sem missa starfsgetuna um tíma, þurfa stuðning utan vinnunnar,“ segir Skúli Waldorff starfsmannastjóri. „Þeir eru að reyna að fóta sig í nýjum veruleika og þá er nauðsynlegt að einhver fylgi þeim eftir. Fyrirtæki geta ekki, hvert og eitt, fylgt starfsmönnum eftir svo vel sé. Þar kemur Starfsendurhæfingarsjóður til skjalanna, en þar á bæ er greinilega lögð mikil áhersla á að fólk fái viðeigandi hjálp, hvort sem er læknisfræðilega eða á félagslega sviðinu. Þjónustan er lipur, boðleiðir allar stuttar og ekki verið að flækja mál að óþörfu. Þeir starfsmenn Orkuveitunnar sem leitað hafa til Starfsendurhæfingarsjóðs eru sammála um þetta og segja að þeim mæti einungis frábær þjónustulund. Mér sýnist því hárrétt staðið að málum.“ Skúli segir augljóslega öllum til hagsbóta að starfsmenn séu studdir aftur til starfa, í stað þess að þeir þurfi jafnvel að horfast í augu við örorku. „Ég hef þegar öðlast beina reynslu af starfi Starfsendurhæfingarsjóðs í þágu starfsfólks Orkuveitunnar og hef ekkert nema gott um það að segja. Starfsmenn fá aðstoð sem Orkuveitan hefur ekki tök á að veita þeim og sem þeir ættu erfitt með að verða sér úti um á eigin spýtur. Stærsti kostur Starfsendurhæfingarsjóðs er að þar eru kraftar margra sameinaðir á einum stað. Þar næst heildarsýn á vanda einstaklingsins og um leið er boðið upp á heildarlausnir, með aðkomu allra þeirra sem geta hjálpað.“ Mikil tækifæri Skúli kveðst fyrst hafa frétt af tilurð Starfsendurhæfingarsjóðs þegar starfs- maður sjóðsins kynnti starfsemina í Orkuveitunni. „Síðar fékk ég nánari upplýsingar um sjóðinn og tilgang hans. Ég vissi auðvitað að samið hefði verið um stofnun sjóðsins í kjarasamningum, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir hversu mikil tækifæri felast í þessu starfi. Nú er þegar komin reynsla á að starfsmenn Orkuveitunnar njóti aðstoðar Starfsendurhæfingarsjóðs og það er óhætt að reikna með að tilvikin verði fleiri, á svona stórum vinnustað. Mér finnst gott til þess að vita að starfsmenn, sem þurfa kannski að vera lengi frá störfum vegna veikinda og finna til vanmáttar vegna þess, geti nú fengið þann stuðning sem þarf. Stjórnendum Orkuveitunnar er metnaðarmál að standa vel að starfsmannamálum. Starfsfólkið er mikil auðlind og við tökum því að sjálfsögðu fagnandi að njóta þess stuðnings sem Starfsendurhæfingarsjóður býður upp á.“ „Mér líst mjög vel á starfsemi Starfsendur- hæfingarsjóðs. Sjóðurinn tekur að sér að hjálpa ágætu starfsfólki sem hefur misst vinnugetuna. Sú þjónusta er ákaflega þörf viðbót fyrir vinnuveitendur og kemur auðvitað bæði starfsfólkinu og fyrirtækjunum til góða,“ segir Skúli Waldorff, starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls í Reykjavík starfa um 600 starfsmenn við öflun og dreifingu orku, vatns og við að sinna alhliða þjónustu við viðskiptavini. Starfsfólk Orkuveitunnar, sem er stærsta jarðvarmaveita heims, kemur alls staðar frá og tilheyrir fjölda stéttarfélaga. Samkvæmt starfs- mannastefnu fyrirtækisins eiga stjórn- endur og starfsfólk Orkuveitunnar að þjóna markmiðum fyrirtækisins og bera sameiginlega ábyrgð á að veita sem besta þjónustu og tryggja að langtímamarkmiðum sé náð. Stjórnendum Orkuveitunnar ber að tileinka sér góða og nútímalega stjórn- unarhætti sem meðal annars felast í jákvæðu viðhorfi til samstarfsmanna og virku upplýsingastreymi. Þeir eiga að leitast við að hafa samráð við starfsmenn sína um málefni vinnustaðarins er þá varða, beita sér fyrir sem víðtækastri sátt um þau og að gera starfsmönnum kleift að taka framförum, bæði faglega og sem einstaklingar. Orkuveitan lítur svo á að viðleitni starfsmanna til að auka hæfni sína sé besta tryggingin fyrir starfsöryggi og telur æskilegt að starfsmenn leggi rækt við eigin heilsu og ástundi heilbrigt líferni. Skúli Waldorff starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur / viðtal Hárrétt staðið að málum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.